Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2006, Side 14

Læknablaðið - 15.02.2006, Side 14
FRÆÐIGREINAR / ÁTRASKANIR enn sem kornið er í DSM-IV greiningarkerfinu (4). Þessari sjúkdómsgreiningu verða ekki gerð frekari skil í þessari grein. Fáar og litlar rannsóknir eru til á íslandi um átraskanir og engar ritrýndar fræðigreinar um átraskanir á Islandi er að finna í erlendum tíma- ritum (leit á pubmed/medline). í Læknablaðinu birtist síðast yfirlitsgrein um lystarstol árið 1985 og í sama blaði er önnur grein þar sem lýst er atferl- ismeðferð hjá sex lystarstolssjúklingum á geðdeild Landspítalans (5, 6). Nokkrar minni rannsóknir hafa verið gerðar við félagsvísindadeild Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands og hafa flestar fjallað um megrunaráráttu unglinga og tengsl við holdafar og útlit (7, 8). Einnig hafa verið gerðar nokkrar minni rannsóknir á faraldsfræði og verður þeim gerð skil hér síðar. í þessari grein verður gerð grein fyrir þremur flokkum átraskana og helstu rannsóknum sem gerðar hafa verið á einkennum og greiningar- viðmiðum þeirra. Jafnframt verður fjallað um framvindu, þróun og faraldsfræði átraskana og tengslum þeirra við aðra geðsjúkdóma og líkam- lega fylgikvilla. Lystarstol (Anorexia nervosa) Greiningarviðmið og einkenni í DSM-IV eru tilgreind fjögur greiningarviðmið fyrir lystarstol (4) en þau má sjá í töflu I. Tafla I. Greiningarviðmið DSM-IV fyrir lystarstol (4). A. Neitað að viöhalda líkamsþyngd innan eðlilegra marka miðað við aldur og hæð (þ.e. að vega minna en 85% af eðlilegri þyngd; eða að þyngdaraukning á vaxtartíma veröur of lítil þannig að þyngd veröur lægri en 85% af eölilegri þyngd). B. Mikill ótti við að þyngjast eða verða feit(ur), jafnvel þótt viðkomandi sé undir eðlilegum þyngdarmörkum. C. Trufluð skynjun á eigin líkamslögun og þyngd, sjálfsmat (sjálfsmynd) óeðlilega háð líkamslögun og þyngd, eða afneitun á hversu alvarlega lítil núverandi þyngd er. D. Tíöastopp meðal kvenna, það er að hafa ekki haft blæðingar samfleytt í þrjá mánuði. (Kona er talin hafa tíðastopp ef bleeðingar koma eingöngu í kjölfar hormónagjafar.) DSM-IV tilgreinir einnig tvær megingerðir lystarstols: Takmarkandi gerð (Restricting type): á tímabili lystarstols stundar viökomandi ekki reglulega ofát eða hreinsunarhegöun (það er framkallar uppköst, misnotar hægðalosandi lyf, þvaglosandi lyf eða stólpípu). Ofáts/hreinsandi gerð (Binge eating/purging type): á tímabili lystarstols stundar viökomandi reglulega ofát eða hreinsunarhegðun (það er framkallar uppköst, misnotar hægðalyf, þvaglosandi lyf eða stólpípu). ICD-10 tilgreinir einnig nokkur greiningarskil- merki fyrir lystarstol (9) en skilmerkin eru lítils- háttar frábrugðin og greina almennt ekki í undir- flokka eins og DSM greiningarkerfið gerir. Megrunarárátta (drive for thinness) og brengl- uð líkamsímynd eru aðal sálfræðilegu einkenni lystarstols. Þessi einkenni hafa tilhneigingu til að versna eftir því sem sjúklingurinn léttist en jafn- vel eftir að kjörþyngd er náð geta þau verið lengi til staðar og auka hættu á bakslagi í sjúkdóminn. Langvinnu lystarstoli fylgja oft alvarlegir líkam- legir fylgikvillar vegna næringarskorts og sjúk- lingar leita mikið til ýmissa sérfræðilækna vegna líkamlegra einkenna. Má þar nefna helst kven- sjúkdómalækna, meltingarlækna, húðlækna auk heimilislækna. Er mikilvægt að læknar séu með- vitaðir og spyrji opinskátt um einkenni lystarstols sé grunur um slíkt. Algengir líkamlegir fylgikvillar hjá konum með lystarstol eru ófrjósemi, beingisn- un og beinþynning, hægur hjartsláttur, fækkun á hvítum blóðkornum, lágur blóðþrýstingur og Iágur líkamshiti (10). Vandamál við meðferð á lystarstoli er að sjúk- lingar afneita iðulega ástandi sínu og skortir innsæi í eigin sjúkdóm. Þeir kæra sig sjaldnast um neinar breytingar og sýna frekar mótspyrnu en áhuga og samstarfsvilja í meðferð. Þeir leita því sjaldan meðferðar að eigin frumkvæði. Hornsteinn með- ferðar er því stöðug hvatning til að auka vilja sjúk- lings til breytinga. Megingerðir lystarstols, takmarkandi gerð og ofáts/hreinsandi gerð, eru að mörgu leiti mismun- andi. Það sem einkennir takmarkandi gerðina er ofurstjórn og þráhyggja. Sjúklingar geta auð- veldlega svelt sig og missa sig ekki í átköst eða nota hreinsunarhegðun. Það sem einkennir ofáts/ hreinsandi gerðina eru hins vegar sveiflur frá mik- illi sjálfsstjórn til hvatvísrar hegðunar. Sjúklingar eiga erfiðara með að fasta og leyfa sér að borða eða missa sig í átköst vitandi það að þeir muni beita hreinsunarhegðun eftir máltíð. Einstaklingar með ofáts/hreinsandi gerðina stunda oftar sjálfsskað- andi hegðun og eru líklegri til að misnota áfengi og önnur vímuefni en einstaklingar með takmarkandi gerð. Þá eru þeir einnig félagslega og kynferðislega virkari (4). Þessi skipting á lystarstoli í tvær megin- gerðir hefur verið umdeild en getur haft ákveðið meðferðarlegt gildi er snýr að meðhöndlun á líkamlegum og geðrænum fylgikvillum. Nýleg langtímarannsókn, þar sem fylgst var með 136 lyst- arstolssjúklingum yfir átta til tólf ára tímabil studdi ekki þessa skiptingu lystarstols í takmarkandi gerð og ofáts/hreinsandi gerð. Við átta ára eftirfylgni fóru 62% lystarstolssjúklinga af takmarkandi gerð yfir í lystarstol af ofáts/hreinsandi gerð. Þetta gæti bent til að lystarstol, takmarkandi gerð sé aðeins ákveðið stig í þróun sjúkdómsins (11). Þróun og framvinda lystarstols Orsakir lystarstols eru samspil erfða og umhverfis og það er einstaklingsbundið hvaða ytri þættir hrinda sjúkdómnum af stað. Ástæður geta verið 98 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.