Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2006, Side 15

Læknablaðið - 15.02.2006, Side 15
FRÆÐIGREINAR / ATRASKANIR áföll innan fjölskyldu, einelti, dauðsföll eða veikindi en hjá flestum byrjar lystarstol í kjölfar megrunar þar sem markmiðið er að losna við fáein kíló (12). Jákvæð viðbrögð frá umhverfi, til dæmis ef viðkom- andi hefur verið í ofþyngd, getur ýtt undir frekari megrun sem að lokum leiðir til þráhyggju þar sem einstaklingnum finnst hann aldrei nógu léttur. Horfur sjúklinga með lystarstol eru breytilegar. I sumum tilfellum er sjúkdómurinn skammvinnur og einstaklingurinn nær sér að fullu eftir ákveðið lystarstolstímabil jafnvel án sértækrar meðferðar. Þetta á sérstaklega við börn og unglinga. í öðr- um tilfellum getur lystarstolið verið alvarlegt og langvinnt og sjúklingar missa mikla færni. Stein- hausen (13) tók saman niðurstöður 119 rannsókna þar sem kannaðar voru batahorfur lystarstols- sjúklinga og komst að því að 46% sjúklinga að meðaltali náðu fullum bata, um þriðjungur náði sæmilegum bata og um 20% áttu í langvarandi erfiðleikum. Niðurstöður hans leiddu einnig í ljós að þeim farnaðist verst senr höfðu lystarstol af ofáts/hreinsunargerð, sýndu einkenni áráttu- og þráhyggjupersónuleikaröskunar og höfðu langa sjúkdómssögu. Aðrar rannsóknir hafa sýnt svip- aðar niðurstöður (14, 15). Ljóst er að dánartíðni einstaklinga með lystarstol er verulega aukin. Talið er að allt að 10% sjúklinga deyi, annaðhvort af völdum líkamlegra afleiðinga lystarstols eða sjálfsvígs (4, 16). I nýlegri skoskri rannsókn (17) á 524 lystarstolssjúklingum reyndist hlutfall látinna vera 4,4%. Meðaltími frá greiningu lystarstols til andláts var 11 ár (17). Ein stærsta norræna rannsóknin er dönsk eftirfylgdarrannsókn á öll- um einstaklingum í Danmörku sem lögðust inn á sjúkrahús og fengu átröskunargreiningu árin 1970-1993, alls 2763 tilfelli. Notast var við ICD- 8 greiningarkerfið og má leiða líkum að því að þessir sjúklingar hafi flestir eða allir haft lystarstol. Meðaleftirfylgdartími eftir innlögn var 10,3 ár, lengst 23 ár. Hlutfall látinna var 8,4% hjá öllum hópnum og stöðluð dánartíðni var hækkuð í öllum aldurshópum og var að meðaltali 6,69. Hjá 25 til 29 ára konum var stöðluð dánartíðni langhæst eða 14,92. Meðal þeirra sem létust var einungis sett átröskunargreining á dánarvottorð í tæplega helmingi tilfella, en um 20% látinna höfðu framið sjálfsvíg (18). Það er ljóst að dánartíðni vegna lystarstols er með því hæsta sem gerist hjá ung- um konum með geðsjúkdóma (19). Hins vegar virðist einnig sem dauðsföll af völdum lystarstols geti verið stórlega vanmetin og vanskráð í dán- armeinaskrám og er hugsanlegt að dánartíðni sé miklum mun hærri (20). Faraldsfrœði Lystarstol kemur fyrst fram á unglingsárum, oftast á aldursbilinu 14 til 18 ára, og er meðalaldur við byrj- un þess talinn vera 17 ár. Lystarstol byrjar sjaldan fyrir kynþroska og sjaldan eftir fertugt (4). Sú skoðun virðist ríkja að tíðni átraskana al- mennt hafi aukist á undanförnum áratugum (12). Svo virðist sem tíðni lystarstols hafi þó verið nokkuð stöðug síðastliðin 20 ár á meðan tíðni lotu- græðgi og átröskunar sem ekki er nánar skilgreind (EDNOS) hefur aukist (21). Lystarstol virðist vera algengara í iðnvæddum ríkjum og hinum vestræna heimi þar sem nóg er til af mat og þar sem menn tengja fegurð og velgengni við grannan og spengilegan líkama. Áður var talið að lystarstol væri sjúkdómur ungra, hvítra milli- og yfirstéttarkvenna en rannsóknir hafa sýnt að svo er ekki lengur (22). Það finnst hjá öllum stéttum og þjóðfélagshópum auk þess sem tíðni lystarstols utan Vesturlanda er að aukast (23). Lystarstol er mun algengara meðal stúlkna og ungra kvenna og eru karlar einungis 5 til 10% sjúklinga (24). Ákveðinn hópur karla er þó í áhættuhópi en það eru íþróttamenn, fyrirsætur og samkynhneigðir. Nýleg yfirlitsrannsókn Hoek og van Hoeken (25) um faraldsfræði átraskana í almennu og klínísku þýði leiddi í ljós að rneðal algengi lyst- arstols hjá ungum konum á Vesturlöndum væri að minnsta kosti 0,3% (á bilinu 0-0,9%). Nýgengi er oftast metið út frá sjúkraskrám í heilsugæslu og á sjúkrahúsum en rannsóknir vantar um nýgengi í samfélaginu. Niðurstaða Hoek og félaga er að samkvæmt skráðum sjúkratilfellum megi árlega búast við að minnsta kosti 8 nýjum lystarstolstil- fellum á hverja 100.000 íbúa. Tölur frá Currin og félögum (21) segja að árlega greinist í heilsu- gæslu á Bretlandi 4,7 ný lystarstolstilfelli á hverja 100.000 íbúa. Yfirfært á ísland svarar það til um 15 ný lystarstolstilfelli á ári. Það er vel þekkt að ákveðnir hópar í þjóðfélag- inu eru í aukinni áhættu á að fá átröskun. Má þar nefna fyrirsætur, dansara og afreksfólk í íþróttum. Hefur í þessu samhengi stundum verið talað um „íþróttalystarstol“ eða anorexia athletica sem byrjar í kjölfar mikilla íþróttaiðkana. Ein íslensk rannsókn hefur verið gerð á átröskun meðal 200 íslenskra fimleikastúlkna (26). Niðurstaða hennar var að tíðni átröskunar meðal stúlknanna væri 17,1% og 1,1% uppfylltu greiningarskilmerki lyst- arstols. Þetta voru heldur lægri tölur en lýst hefur verið í norskum og bandarískum rannsóknum en meðalaldur íslensku stúlknanna var lægri. í rann- sóknarhópnum fannst 45% fimleikastúlknanna þær of feitar þrátt fyrir að um 90% þeirra væru undir kjörþyngd. Langflestar stúlknanna höfðu upplifað mikinn þrýsting frá þjálfara um lága lík- amsþyngd og er það talið hafa ýtt undir þessa háu tíðni af átröskun hjá stúlkunum (26). Læknablaðið 2006/92 99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.