Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2006, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.02.2006, Qupperneq 31
KUNÍSKAR LEIÐBEININGAR / ENDURLÍFGUN Nýjar alþjóðlegar leiðbeiningar um endurlífgun Hjalti Már Björnsson' LÆKNIR Davíð O. Arnar2'3 HJARTALÆKNIR í lok nóvember síðastliðins voru gefnar út nýjar alþjóðlegar leiðbeiningar um endurlífgun á vegum International Liason Committee on Resuscitation (ILCOR). Byggja þær á umfangsmikilli vinnu sem farið hefur fram við endurskoðun á endurlífgunar- leiðbeiningum frá árinu 2000 (Guidelines 2000) (1). Fól vinnan meðal annars í sér ítarlega yfir- ferð vísindarannsókna sem tengjast endurlífgun. Niðurstöður voru kynntar á þingi um endurlífgun- armálefni í Dallas í Texas sem haldið var á vegum ILCOR á síðasta ári og voru birtar í fylgiriti með tímaritinu Circulation (2). Bæði American Heart Association og European Resuscitation Council gáfu í kjölfarið út nýjar leiðbeiningar um endur- lífgun sem byggðust á niðurstöðum fyrrnefndrar ILCOR ráðstefnu (3, 4). Evrópsku og bandarísku leiðbeiningarnar eru urn margt svipaðar þó smá- vægilegur munur sé milli þeirra og þær bandarísku séu sýnu ítarlegri. Við höfum nú þýtt og staðfært nýju vinnuferl- ana til notkunar hérlendis eins og síðustu endur- lífgunarvinnuferla (5). Við þessa vinnu höfum við aðallega stuðst við evrópsku leiðbeiningarnar en jafnframt notað gagnlegar upplýsingar úr þeim bandarísku ásamt nokkrum breytingum sem við teljum að geti komið að gagni hér á landi. Nýju vinnuferlarnir eru talsvert breyttir frá þeim síðustu og hefur tilgangurinn greinilega verið að gera þá einfaldari og markvissari. Hefur vinnu- ferlunum verið fækkað og í sumum tifellum hafa þeir verið sameinaðir. Verða helstu áherslubreyt- ingarnar reifaðar hér. 'Svæfinga- og gjörgæslusvið, 2slysa- og bráðasvið, 3lyflækningasvið I, Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Hjalti Már Björnsson, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík hjaltimb@landspitali.is eða Davíð O. Arnar, bráðamóttöku Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. davidar@landspitali. is Lykilorð: endurlífgun, klínísk- ar leiðbeiningar. Grunnendurlífgun Hvað grunnendurlífgun fullorðinna varðar er lögð mun meiri áhersla á hjartahnoð en áður. Ákvörðun um að hefja endurlífgun er tekin ef ein- staklingur er ineðvitundarlaus, svarar ekki áreiti og andar ekki eðlilega. Hlutfall milli hjartahnoðs og blásturs er nú 30:2 og við hjartahnoð skal ýta kröftuglega (4-5 sentimetra niður) á neðri hluta bringubeins um 100 sinnum á mínútu. Ef mögu- legt er skulu þeir einstaklingar sem að endurlífgun standa skiptast á að hjartahnoða með reglulegu millibili þar sem kröftuglega framkvæmt hnoð er talsvert erfitt. Mikilvægt er að sem allra minnst truflun verði á hjartahnoði þar sem slíkt veldur verulegri blóðþrýstingslækkun, en nokkurn tíma ENGUSH SUMMARY Björnsson HM, Arnar DO The New International Guidelines for Cardiopulmonary Resuscitation and Emergency Cardiovascular Care Læknablaðið 2006; 92: 115-12 Recently the American Heart Association and the European Resuscitation Council published new guidelines for cardiopulmoanry resuscitation and emergency cardiovascular care. These new guidelines are the result of extensive review of the scientific literature in this field by The International Liason Committee on Resuscitation. There are some important changes in the new guidelines with a major emphasis on the importance of basic life support, especially chest compressions. The guidelines also promote early defibrillation while the role of pharmacologic therarpy during cardiopulmonary resuscitation is not as clear. This article discusses the highlights of the new guidelines. Keywords: cardiopulmonary resuscitation, clinical guidelines. Correspondance: Davíð 0. Arnar, davidadSlandspitali.is tekur að ná aftur upp blóðþrýstingi þegar það gerist. Gagnsemi hjartahnoðs á fyrstu mínútum eftir hjartastopp er ótvíræð en þáttur öndurnarað- stoðar á allra fyrstu mínútunum eftir hjartastopp er ekki jafn skýr. Rétt er þó að ítreka að öndun- araðstoð skiptir að sjálfsögðu verulegu máli þegar grunur leikur á að frumvandinn sé öndunarstopp eins og oftast er hjá börnum, eftir slæmt astma- kast, drukknun, hengingu og vissar lyfjaeitranir. Petta er í samræmi við áherslubreytingar í endur- lífgun utan sjúkrahúss sem Endurlífgunarráð Land- læknisembættisins hefur kynnt á síðustu árum (6). Þær ganga út á að auka vægi hjartahnoðs verulega á kostnað öndunaraðstoðar á allra fyrstu mínútunum eftir hjartastopp. Að okkar mati er aukin þátttaka vitna að hjartastoppi í grunnendurlífgun algjört lykilatriði í þeirri viðleitni að auka lifun þeirra sem fá lijartastopp utan sjúkrahúss. Einföldun á þessum fyrstu viðbrögðum er því af hinu góða. Hjartarafstuð Á síðustu árum hefur verið allnokkur umræða um hvort veita eigi rafstuð eins skjótt og mögulegt er hjá einstaklingi sem farið hefur í hjartastopp utan sjúkrahúss eða hvort framkvæma eigi grunn- Læknablaðið 2006/92 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.