Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKIPULAG LÆKN ASAMTAKAN N A Skurðlæknar fá sjálfstæðan samningsrétt - Úrskurður Félagsdóms gæti haft tö uverð áhrif á skipulag læknasamtakanna Þegar tveir dagar lifðu af árinu 2005 kvað Félags- dómur upp úrskurð í máli Skurðlæknafélags ís- lands gegn íslenska ríkinu. Félagið hafði gert kröfu um að ríkið viðurkenndi að það fari með samnings- umboð fyrir félagsmenn sína í kjarasamningum. Niðurstaða dómsins varð sú að skurðlæknar unnu málið, félag þeirra fer með samningsumboðið og ríkið greiðir málskostnað. Eins og lesendur læknablaðsins vita hafa öll samningamál lækna hjá sjúkrahúsum ríkisins verið á einni hendi: Læknafélag íslands gerir einn kjarasamning fyrir alla sjúkrahúslækna og veitir samninganefnd sinni umboð til þess að semja um kjör þeirra. Með úrskurði Félagsdóms er þessu skipulagi riðlað, skurðlæknar hverfa út úr samn- ingsgerðinni og ekkert því til fyrirstöðu að aðrar sérgreinar geri slíkt hið sama. Fimm félög undir hatti LÍ? Þessi tíðindi koma svo sem ekki beinlínis flatt upp á forystu læknasamtakanna því málið hefur oft verið rætt á fundum stjórnar LÍ og víðar. Árið 2003 var lögum LI breytt með hliðsjón af þessari kröfu skurðlækna (og raunar einnig unglækna sem þá voru utan félagsins). Með þeim var opnað fyrir það að hver sérgrein eða nokkrar sérgreinar í samstarfi gerðu kjarasamninga fyrir sína félags- menn. Úrskurður Félagsdóms boðar samt ákveðin tímamót því nú hefur verið skorið úr um að ríkið verði að semja við hverja sérgrein sem kýs að taka samningsréttinn til sín. Sigurbjörn Sveinsson formaður LI velti fyrir sér afleiðingum þessa fyrir skipulag félagsins á fundi með íslenskum læknum í Noregi haustið 2002 og lýsti þar hugsanlegri framtíðarsýn. Samkvæmt henni yrðu svæðafélög lækna sem nú eru þunga- miðjan í skipulagi LÍ gerð áhrifalaus á aðalfundi en allt vald fært til sérgreinafélaga sem gætu verið fimm: stéttarfélög skurðlækna, lyflækna, heim- ilislækna, rannsóknalækna og ungra lækna. Þessi fimm félög rækju LI og þar með faglegan hluta samtakanna, stofnanir á borð við Fræðslustofnun og Læknablaðið, og annaðist erlend samskipti. Sigurbjörn skipti sérgreinum lækna niður á fé- lögin fimm eins og hér segir: I stétfarfélagi skurðlækna yrðu skurðlæknar, augnlæknar, háls-, nef og eyrnalæknar og svæfingalæknar. í stéttarfélagi lvllækna yrðu lyflæknar, barna- læknar, geðlæknar og húðlæknar. í stéttarfélagi rannsóknalækna yrðu blóð- meinafræðingar, meinafræðingar og röntgen- læknar. í stéttarfélagi heimilislækna yrðu heilsugæslu- læknar og aðrir heimilislæknar. I stéttarfélagi ungra lækna yrðu kandídatar og læknar með lækningaleyfi sem starfa á stofn- unum ríkisins. Sigurbjörn benti líka á ákveðna vankanta á þessu skipulagi miðað við núverandi skipulag. Finna yrði lausn á því hver staða sjálfstætt starf- andi sérgreinalækna yrði og hver ætti að annast samningsgerð þeirra við ráðuneytið og Trygginga- stofnun ríkisins. Einnig yrðu þeir sem eingöngu starfa eftir slíkum samningum munaðarlausir í nýja skipulaginu. Þá nefndi hann að huga yrði að stöðu lækna sem starfa fyrir einkafyrirtæki eða fyrirtæki í eigu ríkisins. Sigurbjörn velli því líka fyrir sér hvort það myndi ekki áfram verða hlut- verk LI að starfa sem stéttarfélag yrði vegið að sameiginlegum hagsmunum lækna. Skurðlæknar fagna úrskurðinum Helgi H. Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags- ins segir Læknablaðinu að félagið hafi unnið að því um nokkurra ára skeið að fá samningsréttinn til sín og því sé úrskurður Félagsdóms mikið fagnaðar- efni. Nú hilli undir það að sérstaða skurðlækna verði virt í kjarasamningum. En hvaða sérstaða er það sem ekki hefur notið sannmælis í samningum sjúkrahúslækna? „ Að mínum dómi eiga skurðlæknar að vera hæst launaðir allra lækna. Þannig er þetta alls staðar og þannig á það að vera hér. Allir viðurkenna að sér- fræðinám skurðlækna er lengst og starfsævi þeirra styst. Þeir byrja ekki að starfa fyrr en um fertugt og þeir ættu að hætta mun fyrr en þeir gera nú. Af því leiðir að launin þurfa að vera hærri svo við náum sambærilegum ævitekjum og aðrir læknar. Við þetta má bæta að hvergi eru gerðar eins miklar kröfur til lækna um starfsþrek og snerpu og þörfin á endurmenntun og endurþjálfun er mikil. Staða okkar er líka ólík öðrum læknum að því leyti að ef við af einhverjum ástæðum getum ekki stundað skurðlækningar lengur getum við ekki horfið til annarra lækninga eins og á við um margar aðrar Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2006/92 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.