Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2006, Side 44

Læknablaðið - 15.02.2006, Side 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKIPULAG LÆKNASAMTAKANNA Helgi H. Sigurðsson for- maður Skurðlœknafélags íslands: Skurðlœknar œtla ekki að segja sig úr lögum við LÍ. sérgreinar, skurðlækningar eru það sérhæft starf. Það heldur engum greiði gerður með því að halda mönnum að flóknum skurðaðgerðum fram undir sjötugt. Þetta þarf að taka með í samningsgerðina og að því stefnum við. Samninganefnd sjúkrahúslækna hefur af skilj- anlegum ástæðum ekki getað tekið tillit til þessara sjónarmiða í samningsgerðinni. Hún á erfitt með að réttlæta það fyrir öðrum hópum lækna að einum þeirra sé hleypt fram úr í samningunum, jafnvel þó það sé sanngjarnt. Ég veit líka margir eru ósammála okkur og finnst að launajafnrétti eigi að ríkja, en í öðrum löndum er þetta raunin og þannig finnst okkur þetta eigi að vera hér.“ Klýfur ekki LÍ Kjarasamningar sjúkrahúslækna runnu út um áramótin svo samningar eru lausir. Helgi segir að skurðlæknar hafi þegar sett sig í samband við ríkið. „Viðbrögðin voru jákvæð og þeir eru reiðubúnir að viðurkenna félagið sem samningsaðila. Ég á von á að samningar hefjist á næstunni. Við viljum breyta kjarasamningnum frá grunni, setja aðrar reglur um vinnutíma og starfslok og koma á afkastahvetjandi launakerfi," segir hann. - En hvaða áhrif hefur úrskurðurinn á samband skurðlækna við LÍ? „Við erum ekki að segja okkur úr lögum við fé- lagið. Það voru einmitt breytingar á lögum LI sem gerðu okkur mögulegt að eiga áfram aðild að LÍ en samt að fá viðurkenndan samningsréttinn. Það er besta lausnin sem við gátum óskað okkur, miklu betri en að kljúfa okkur út úr LÍ. Við höfum notið stuðnings formanns og stjórnar Lf í þessari við- leitni okkar og vonandi verður þetta til að styrkja LÍ frekar en að veikja.“ - Þýðir þetta að samninganefnd sjúkrahúslækna sé úr sögunni? „Nei, það held ég alls ekki. Samkvæmt úrskurði Félagsdóms þurfa sérgreinar að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að geta talist sjálfstæðar og mér sýnist margar smærri sérgreinar ekki gera það. Ég sé það ekki fyrir mér að félagið muni klofna upp í margar einingar í kjaramálunum, það styrkir ekki stöðu lækna og er ekki í þeirra þágu. Skurðlæknar hafa í raun verið eina sérgreinin sem hefur óskað eftir að losna undan samninganefndinni. Við viljum hins vegar halda áfram faglegu samstarfi á vettvangi LÍ og vonumst eftir að njóta sama stuðnings við kjarasamningagerð og aðrar samn- inganefndir,“ segir Helgi H. Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags íslands. 128 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.