Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2006, Page 45

Læknablaðið - 15.02.2006, Page 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FÍKNIEFNI OG OFBELDI Fíkniefnaneysla og ofbeldí eru teikn um siðferðisbresti í samfélaginu - segja læknarnir Valgerður Rúnarsdóttir og Kristín Sigurðardóttir Snemma í desember var haldið málþing um sam- starf og samskipti lögreglu og heilbrigðisþjónustu en það getur verið vandasamt fyrir lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn að feta réttu leiðina milli trúnaðar við sjúklinga og þess að gæta að skyldu sinni sem almennur borgari og verja almanna- heill. Þarna komu saman læknar, lögreglumenn, tollþjónar og fleiri sem eru í daglegri snertingu við íslenskan fíkniefnaheim eða ýmsar afleiðingar hans, meðal annars aukið ofbeldi. Það sem vakti ekki hvað minnsta athygli á þessu málþingi voru upplýsingar tveggja lækna, annars vegar um fíkni- efnaneysluna og hins vegar ýmsar birtingarmyndir hennar frá sjónarhóli starfsfólks á slysa- og bráða- deildinni í Fossvogi. Læknablaðið ræddi við læknana tvo sem eru þær Valgerður Rúnarsdóttir læknir á Vogi og Kristín Sigurðardóttir bráðalæknir og fræðslustjóri slysa- og bráðadeildar Landspítala Fossvogi. Valgerður birti yfirlit yfir innlagnir á Vogi und- anfarin ár og ef eitthvað er að marka þær tölur hefur orðið ótrúlega mikil aukning á neyslu ólög- legra vímuefna síðasta áratuginn eða svo. „Áfengismisnotkun er enn stærsti vandinn en blönduð neysla hefur aukist verulega,“ sagði Valgerður. „Neysla ólöglegra fíkniefna tók kipp upp á við árið 1995, kannabis, amfetamín og e-töfl- ur, og árið 1999 hófst önnur uppsveifla sem einkum náði til efna á borð við kókaín og morfínskyld lyf. Það er fyrst og fremst meðal unga fólksins sem þessarar aukningar gætir. Ef litið er á alla þá sem lögðust inn á Vog árið 2004 þá hafði tæp- lega helmingur þeirra fíkn í kannabis eða örvandi vímuefni. Sé hins vegar litið á aldurshópinn 20-29 ára er hlutfallið 77% og hjá þeim sem eru undir tvítugu er hlutfallið 89%. Hjá þeim sem eru undir þrítugu er algengast að neyta bæði kannabis og örvandi efna meðan þeir eldri eru mest í áfengi og róandi lyfjum.“ Gífurleg neysluaukning Gögnin sem Valgerður sýndi á málþinginu bera með sér að árið 1995 varð mikil aukning á kanna- bisneyslu meðal yngsta hópsins. Kókaínið tók kipp upp á við um 1999 en þar eru neytendurnir heldur eldri. „E-pilluneyslan tók kipp sem flestir muna árið 1996 og þá varð uppi fótur og fit í samfélaginu Valgerður Rúnarsdóttir enda voru það fyrst og fremst unglingar sem voru (tn vinstri) og Kristín í þeirri neyslu. E-pillan datt niður í tvö ár en frá Sigurðardóttir. árinu 1999 hefur neyslan vaxið hröðum skrefum án þess að það hafi vakið nokkur viðbrögð,“ segir Valgerður. Þegar litið er á tölurnar frá Vogi sést að fyrstu e-pillufíklarnir komu inn á Vog árið 1995, árið eftir voru þeir rúmlega 60, svo fækkaði þeim niður í um 20 en árið 2000 komu rúmlega 100 e-pillufíklar inn á Vog og undanfarin ár hafa þeir verið á bilinu 160- 180 á hverju ári. Svipaða sögu er að segja af amfetamín- og kókaínfíklunum. Allt fram til 1996 voru innan við 20 manns lagðir inn vegna kókaínfíknar á ári en þá fór þeim að fjölga ört. Árið 2000 voru þeir um 160 og árið 2004 voru þeir orðnir yfir 200. Amfetamínfíklarnir sem lögðust inn á Vog voru á bilinu 100-200 á ári fram til 1994 en árin 2003 og 2004 voru þeir yfir 500 hvort ár. „Stór hluti af ástæðunni fyrir þessari aukningu er sjálfsagt aukið framboð á fíkniefnum. Eg er ekki viss um að þetta sé annað fólk en alkóhólistarnir, það er bara í öðrum efnum í dag. Stóri vandinn við kannabisfíknina er að þetta unga fólk dettur út úr skóla og hættir að vera með, hættir að geta stundað vinnu og sinnt fjölskyldu og er bara heima óvirkt á meðan lífið gengur hjá,“ sagir Valgerður. Hún bætir því við að róandi lyfjafíkn hafi alltaf Þröstur verið algeng og aukist enn, og það séu oftar konur Haraldsson Læknablaðið 2006/92 129

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.