Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Síða 51

Læknablaðið - 15.02.2006, Síða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR Hér má sjá ýmsa sem standa framarlega í um- rœðunni um skimun eftir ristiikrabbameini. í fremstu röðfrá vinstri: Sigurjón Vilbergsson, Nick Cariglia, Ásgeir Theodórs, Óskar Reykdalsson, Jón Þorvaldsson og Guðrún Agnarsdóttir. sem kallað hefur verið „hinn þögli morðingi". Ástæðan er augljós: ristil- og endaþarmskrabba- mein eru í fjórða sæti yfir aðgangshörðustu krabba- mein sem hrjá íslendinga. Nýgengi þess er 9% af öllum krabbameinum sem greinast og dánartíðnin 10%. Þessar tölur er hægt að lækka ef meinið finnst nógu snemma en til þess þarf skimun sem nær til helsta áhættuhópsins, fólks sem komið er yfir fimmtugt. Bakgrunnur umræðunnar var sá að árið 2004 var farið af stað með átak sem hafði þann tilgang að koma á skimun. Það hefur ekki borið árangur og þingsályktunartillaga sem borin var fram á al- þingi það ár fékkst ekki afgreidd vegna ágreinings. Hann snerist um það hvort þau útgjöld sem skim- un hefur í för með sér væru réttlætanleg eða hvort hér væru oflækningar á ferð. Þessi ágreiningur náði inn í raðir lækna þótt andstæðingar skimunar létu ekki á sér kræla á umræddu málþingi. Ekki tala meira, heldur framkvæma Axel Hall hjá Hagfræðistofnun Háskóla íslands velti fyrir sér kostnaðinum við skimun og sagði nokkuð erfitt um vik að bera saman við önnur læknisverk því mjög skorti á það að slík verk væru kostnaðargreind í ljósi virkni. Miðað við erlendar kannanir væri þó hægt að áætla að hvert mannslíf sem hægt væri að bjarga með skimun hér á landi kostaði 2,4 milljónir króna. Landlæknir viður- kenndi að þetta væri töluverð upphæð en benti á að sömu erlendu tölur sýndu að með skimun meðal fólks yfir fimmtugu væri hægt að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum ristilkrabba hér á landi um 43 á tíu árum. Landlæknir benti einnig á að slík skimun væri talin meðal árangursríkustu forvarnaraðgerða sem þekktust. Á skalanum 0-10 fengju ristil- og legháls- skimanir einkunnina 8 en brjóstaskimun fengi ekki nema 6. í máli Kristjáns Sigurðssonar hjá leitar- stöð Krabbameinsfélagsins kom fram að skimun eftir ristilkrabba væri hafin í 14 af 31 Evrópuríki og í undirbúningi í níu til viðbótar. Nokkuð er mismunandi hvaða aðferð væri beitt en þar er að- allega um að ræða tvenns konar blóðrannsóknir á saur og ristilspeglun. Eins og áður segir heyrðust engar efasemdar- raddir á þessu málþingi. Hvort það merkir að öll andstaða sé úr sögunni eða að menn séu hættir að tala saman skal ósagt látið. Það var hins vegar niðurstaða landlæknis eftir þessa umræðu að skim- un eftir ristilkrabbameini væri fagleg, gagnreynd og gagnleg læknisfræði og því væri rétt að ýta á eftir því að hún yrði tekin upp. Nick Cariglia melt- ingarlæknir á Akureyri var sammála því og sagði að nú ættu menn að hætta að tala og fara að gera eitthvað, allt væri betra en að sitja með hendur í skauti. Grýtt leið niður af stallinum Naflaskoðun var á dagskrá á fimmtudeginum þegar fjallað var um svonefnda HOUPE-rann- sókn á heilsufari lækna og líðan þeirra í starfi. Lilja Sigrún Jónsdóttir greindi frá gangi rannsóknarinn- ar sem gerð er í fjórum löndum, Noregi, Svíþjóð og Ítalíu, auk Islands. í hinurn löndunum eru tiltekin háskólasjúkrahús þátttakendur en hér á landi var spurningalisti sendur til allra lækna. Fyrstu niður- stöður eru að líta dagsins ljós og voru þær kynntar á málþinginu. Félag kvenna í lœknastétl hafði komið fyrir hluta afsýningu sem upphaf- lega var sett upp á ísafirði í minningu Kristínar Ólafsdóttur. Læknablaðið 2006/92 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.