Læknablaðið - 15.02.2006, Qupperneq 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR
En áður en að því kom ræddi norski læknirinn
Olav Aasland um þær breytingar sem orðið hafa
á störfum og starfsumhverfi lækna frá því í upp-
hafi síðustu aldar. Hann getur talað af reynslu því
bæði faðir hans og afi voru læknar svo samanlögð
reynsla þeirra feðga nær aftur til ársins 1907 þegar
afinn útskrifaðist. Þá voru menn að uppgötva
röntgentæknina og hlustunarpípan að verða tákn
stéttarinnar og lykill að þeim launhelgum sem
læknum einum voru kunnar.
Aasland sagði að eftirstríðsárin hefðu verið
gullöld lækna en þá var þeim lyft á stall sem 68-
kynslóðin fór svo að stugga við um 1970. Þá var
farið að gagnrýna lækna og þeir lögðust í vörn út
á við. Inni á spítölunum var einnig vegið að þeim,
ekki síst í krafti þess að öðrum heilbrigðisstéttum
fjölgaði og óx ásmegin. Á undanförnum árum
hefur staða lækna breyst umtalsvert. Kröfurnar til
þeirra hafa breyst, áður var hlutverk þeirra ein-
göngu að lækna sjúka en nú er þess einnig krafist
að þeir auki vellíðan sem flestra. Áður var starf-
semin miðuð við lækna sem þýddi að hjúkrunar-
fræðingar gerðu það sem læknar höfðu ekki áhuga
á að sinna. Nú byggist verkaskiptingin á hæfni þar
sem læknar leiðbeina og gera það sem aðrir geta
ekki gert. Heilbrigðiskerfið hafi hins vegar ekki
fylgst nógu vel með þróuninni því það byggist á því
að grípa inn í afmörkuð bráðatilfelli en flestir sjúk-
dómar sem það fæst við séu orðnir krónískir.
Allnokkrar umræður urðu að loknu erindi Olav
Aasland, ekki síst eftir að hann sló því fram að
ef til vill myndi fjölgun kvenna í stéttinni bjarga
málunum því þær hefðu meiri áhuga á umönnun
en hátækni. Að sjálfsögðu vildu ekki allar konur
skrifa undir þennan skilning á hlutunum og spunn-
ust af þessu nokkrar umræður.
Rannsókn hennar náði þó eingöngu til þess hluta
sem snýr að líðan og heilsu íslenskra lækna en
ekki hefur enn verið hægt að vinna úr fjölþjóðlega
hlutanum, bæði vegna þess að ítalirnir eru enn
ekki búnir að leggja spurningarnar fyrir sitt fólk
og vegna þess að ekki hefur tekist að afla fjár til að
ljúka hinum íslenska hluta rannsóknarinnar.
Árdís sagði að alþjóðlegar rannsóknir sýndu
lægri dánartíðni í læknastétt og einnig að nýgengi
krabbameina væri fátíðara í þeirra röðum. Hins
vegar væri sjálfsmorðstíðni lækna yfir meðallagi í
samfélaginu en það benti til þess að andlegt álag
væri meira og að þeir þjáist af vinnutengdri streitu,
kvíða og þunglyndi. HOUPE-rannsóknin beindist
að því að leiða í ljós heilsutengda hegðun lækna,
auk þess sem þeir voru beðnir að leggja mat á eigin
heilsu og lýsa hvernig þeir hegða sér þegar þeir
veikjast sjálfir. Það veikir niðurstöðurnar nokkuð
að innan við helmingur íslenskra lækna, 47,4%,
svöruðu. Á hinn bóginn var úrtakið mjög stórt,
allir læknar með lækningaleyfi, 1189 talsins. Einnig
kom í ljós að samsetning hópsins sem svaraði, 563
lækna, var með mjög svipaður og heildarinnar
hvað varðar kynjaskiptingingu og aldursdreifingu.
Svarendur ættu því að endurspegla allan lækna-
hópinn ágætlega.
Þegar læknar voru beðnir að greina frá eigin
heilsufari kom í Ijós að 35% lækna undir sjötugu
sögðust vera með langvarandi heilsufarsvanda en
aðeins 3% kváðu vandann hamla þeim í vinnu.
Algengustu sjúkdómarnir voru ofnæmi (28%),
háþrýstingur (rúm 20%) og þunglyndi (rúm 15%).
Einnig kom fram að á bilinu 35-40% eiga erfitt með
svefn eða eru með verki, einkum í baki. Þessi tíðni
er töluvert hærri en hjá öðrum stéttum. Þegar lagt
var fyrir lækna svonefnt GHQ-próf sem mælir geð-
raskanir kom í ljós að ungir læknar sýndu mun meiri
geðraskanir og meiri en algengt er í samfélaginu.
Þungiyndir með bakverk
Eftir kaffi steig í pontu Árdís Björk Ármannsdóttir
læknanemi sem tók að sér að vinna úr þeim upp-
lýsingum sem fram komu í HOUPE-rannsókninni.
Áfengisneysla yfir meðailagi
Þegar litið var á reykingar lækna kom í ljós að þeir
Olav Aasland lœknir frá
Noregi rœddi um stöðu
lœknisins í heila öld.
Á stœrri myndinni situr
liann ípallborði ásamt
Sigurði Guðmundssyni
landlœkni, Kristni
Tómassyni, Ólöftt
Sigurðardóttur, Árdísi
Björk Ármannsdóttur,
Ófeigi Porgeirssyni og
Lilju Sigrúnu Jónsdóttur
sem stjórnaði umrœðum.
Læknablaðið 2006/92 137