Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2006, Side 54

Læknablaðið - 15.02.2006, Side 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR Þessirfjórir lœknanemar glöddu hlustir gesta við setningu Læknadaga. Lœknadagar hafa mörg hlutverk og eitt þeirra er að veita lœknum tœki- fœri til að sýna sig og sjá aðra kollega. Hér eru þeir Eiríkur Jónsson og Einar Thoroddsen nœr og Jón Aðalsteinn Jóhannsson og Sigurbjörn Sveinsson fjœr. reykja minna en aðrir því einungis 2-3% þeirra reykja daglega, heldur fleiri reykja af og til en yfir 90 af hundraði eru ýmist hættir eða hafa aldrei reykt. Þarna koma íslenskir læknar svipað út og erlendir kollegar þeirra. Læknar hreyfa sig líka yf- irleitt meira en almenningur því rannsóknin sýndi að aðeins 12% lækna stunda líkamsrækt sjaldnar en einu sinni í mánuði. Öðru máli gegnir hins vegar um áfengisneysluna sem mæld var eftir svonefndum CAGE-kvarða sem er mikið notaður í íslensku heilbrigðiskerfi. Yfir 70 af hundraði lækna á aldrinum 40-69 ára drekka einu sinni í viku eða oftar og einungis 5% eru bindindismenn. Til samanburðar má nefna að meðal almennings hér á landi eru 13% bindind- ismenn. CAGE-kvarðinn sýndi líka að hjá 19% lækna fundust vísbendingar um að áfengisneysla væri vandamál og að 8% gætu átt við misnotkun að glíma. Þegar skoðað var hversu vel læknar fylgjast með heilsu sinni kom í ljós að þeir sýna henni meiri áhuga en flestar aðrar stéttir. Yfir 80% höfðu látið mæla blóðþrýsting og kólesteról og læknar voru duglegri en hjúkrunarfræðingar að láta bólusetja sig gegn inflúensu og lifrarbólgu B. Síðast en ekki síst telst það til tíðinda að 95% lækna höfðu farið til tannlæknis á síðustu tveimur árum. Öðru máli gegnir um hegðum lækna þegar þeir veikjast en alkunna er að læknar eiga í mestu brös- um með að bregða sér í hlutverk sjúklings. í ljós kom að 73% lækna höfðu mætt í vinnu þegar þeir hefðu ráðlagt sjúklingum sínum að vera heima. Einnig kom fram að 44% lækna hefðu greint og meðhöndlað eigin einkenni í tilvikum sem þeir hefðu vísað sjúklingum sínum til sérfræðings. Af þessum tölum dró Ardís þær ályktanir að íslenskir læknar virtust ágætlega settir hvað varðar heilsuvernd og lífsstíl. Spurningin væri hins vegar hvort vinnuumhverfi þeirra sé verra en annarra stétta þar sem stór hluti lækna þjáist af verkjum og svefnvandamálum. Einnig væru geðraskanir hjá yngri læknum og áfengisneysla lækna umhugs- unarefni. Vinnutíminn styttist en á kostnað hvers? Kristinn Tómasson tók við af Árdísi og freistaði þess að bera saman rannsókn sem hann og fleiri stóðu að á starfsumhverfi lækna á Landspítala í mars 2003 og HOUPE-rannsóknina sem gerð var í nóvember 2004. Sá samanburður leið fyrir það að spurningarnar voru ekki eins orðaðar og upp- bygging rannsóknanna ólík. Þó gat hann lesið það út úr samanburðinum að svo virtist sem vinnutími lækna á Landspítalanum hefði styst um tæplega tvær stundir á viku, læknar unnu að meðaltali 50,3 138 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.