Læknablaðið - 15.02.2006, Síða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LYFJAFRÆÐI
Hulda Björg
Sigurðardóttir
huldabjo@internet. is
Grein þessi er skrifuð
sem verkefni á Námskeiði
í apótekslyfjafræði, Al-
Bas, 14.-16. janúarog
11.-12. mars 2005. Stutt af
Fræðslusjóði og Vísindasjóði
Lyfjafræðingafélags
fslands. Ég þakka Önnu
Margréti Sigurðardóltur,
fjölmiðlafræðingi, og Önnu
Birnu Almarsdóttur, dósent
við Háskóla íslands, yfirlestur
og góðar ábendingar við
ritun þessarar greinar. Védísi
Skarphéðinsdóttur þakka
ég vel heppnaða styttingu
greinarinnar til birtingar í
Læknablaðinu.
Höfundur er lyfjafræðingur,
Cand. pharm. frá
Lyfjafræðiháskólanum í
Kaupmannahöfn, 1970,
BA-próf í heimspeki og
kynjafræöum frá Háskóla
íslands, 2003.
Apótekslyfjafræði og lyfjastoð
Um miðja 20. öldina og fram á 9. áratug hennar
var það skýrt tekið fram við apótekslyfjafræð-
inga að þeir mættu ekki gefa upplýsingar um lyf
til viðskiptavina og var það vinnuregla að taka
upplýsingaseðla úr lyfjaumbúðum. Upp úr 1990
breyttust viðhorf hjá lyfjafræðingum sjálfum.
Faglegt sjálfstæði og dómgreind ásamt eftirspurn
meðal viðskiptavina apótekanna kallaði á að þeir
nýttu lyfjafræðilega þekkingu sína. Milli 1970 og
1990 var fræðslustarf á vegum Lyfjafræðingafélags
íslands umfangsmikið og miðaði einkum að því
að bæta klíníska þekkingu lyfjafræðinga og voru
það yfirleitt læknar, sérfræðingar á ýmsum sviðum
læknisfræðinnar, sem fengnir voru til þess að fjalla
um lyfjanotkun og jafnframt líffærafræði á sínu
sviði. Áriðl982 hófst kandídatsnám í lyfjafræði við
Háskóla íslands. Á þeim tíma var hafin sú þróun
erlendis að lyfjafræðingar miðluðu þekkingu sinni
til annarra heilbrigðisstétta og almennings en um
miðja öldina miðaðist menntun þeirra fyrst og
fremst við lyfjaframleiðslu.
Síðustu 10-15 árin hefur verið mikið rót í
íslenskri heilbrigðisþjónustu. Tvennt tengist þess-
ari gerjun sem segja má að stangist á. Annað er
krafan um að hver og einn fái þjónustu í samræmi
við þarfir sínar og geti lagt orð í belg þegar þær
þarfir eru metnar. Hitt snýst um að verðleggja
vinnu þeirra sem eiga að veita þessa þjónustu
og meta tímann sem til þess þarf. Innan Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar er unnið að stefnu-
mótun í samræmi við þessi viðhorf með gerð
flokkunar- og kóðunarkerfa sem nota má til söfn-
unar staðlaðra upplýsinga um almennt heilsufar og
færni einstaklinga svo skipuleggja megi heilbrigð-
isþjónustu með hliðsjón af slíku mati.
Hér er ætlunin að taka þátt í umræðu heilbrigð-
isstarfsmanna, m.a. lyfjafræðinga, og fjölþjóðlegra
samtaka um nauðsyn breyttra vinnubragða og við-
horfa í heilbrigðisþjónustu. Einkum það viðhorf að
samvinna og upplýsingamiðlun sé nauðsynleg for-
senda árangurs á heilbrigðissviði hvert sem formið
kann að vera. Þekking í heilbrigðisþjónustu hefur
aukist gífurlega í samræmi við þekkingu á örtækni
og upplýsingamiðlun. Það er nánast ekki í mann-
legu valdi að henda reiður á öðru en eigin fagsviði.
Af þessu viðhorfi hefur lyfjastoð vaxið sem með-
ferðarúrræði í heilbrigðisþjónustu.
Hugmyndafræói lyfjastoðar
Félag bandarískra lyfjafræðinga hjá heilbrigðis-
stofnunum (American Society of Health-System
Pharmacists, ASHP) gerði formlega samþykkt
um lyfjastoð árið 1993. Hún var endurskoðuð og
samþykkt að mestu óbreytt 1998. Hún á að skerpa
skilning lyfjafræðinga á hugtakinu og gera lyfja-
stoð markvissari. í samþykktinni segir: Markmið
og tilgangur lyfjafræðings er að veita lyfjastoð.
Lyfjastoð er bein og ábyrg lyfjatengd þjónusta
og alúð sem hefur að markmiði besta mögulega
árangur og lífsgæði þess sem þiggur. Síðar í sam-
þykktinni segir að lyfjastoð sé spurning um fagleg
og ábyrg tengsl lyfjafræðings við lyfjaþega, teymis-
vinnu til að tryggja samfellda þjónustu þrátt fyrir
fjarvistir ábyrgs lyfjafræðings, hann beri einnig
ábyrgð á upplýsingamiðlun við tilfærslu sjúklings
í kerfinu. Stöðuheiti og vinnustaður séu aukaat-
riði í þessu samhengi. Einnig segir að það ætti að
vera grundvallaratriði og höfuðmarkmið innan
lyfjasviðs heilbrigðisþjónustu að lyfjastoð sé veitt
persónulega.
Frumkvöðull á sviði lyfjastoðar er Dr. Charles
D Hepler, heiðursprófessor í lyfjafræði við Flórída
háskóla. Hann og annar frumkvöðull á þessu sviði,
Dr. Linda M Strand, prófessor við Lyfjafræðiskóla
Minnesota-háskóla, hófu vinnu að þróun þessa
sviðs lyfjafræðinnar. Þá var hafin umræða um
kostnað, sjúkrahúsvistun og dauðsföll af lyfja-
tengdum orsökum og í framhaldi af því komu
fram hugmyndir um lyfjastoð, lyfjatengda þjón-
ustu og eftirlit. Hepler og Strand rituðu saman
grein árið 1990. Þá fyrst fékk hugtakið lyfjastoð
verulega útbreiðslu. Strand og félagar skilgreindu
lyfjastoð á þá leið að hún miðist við fólkið sem
þiggur þjónustuna og lyfjatengdar þarfir þess.
Lyfjafræðingur sem veitir þjónustuna tekur á sig
ábyrgðina að uppfylla þessar þarfir og skuldbind-
ingar því samfara. Árið 2000 kom Hepler á fund
hjá Skotlandsdeild Konunglega lyfjafræðafélagsins
á Bretlandseyjum (The Scottish Department of
the Royal Pharmaceutical Society) þar sem um-
ræðuefnið var framtíðarstefna í lyfjafræðilegri
þjónustu. Þar færði hann rök fyrir að sú efnahags-
lega og klíníska byrði sem hugmyndin um lyfjastoð
ætti rætur í hefði í engu breyst og væri eitt stærsta
vandamál sem við væri að etja í heilbrigðiskerf-
inu. Svo kaldhæðnislegt sem það væri þá hefðum
142 Læknablaðid 2006/92