Læknablaðið - 15.02.2006, Page 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GUDMANNS MINDE
Gudmanns Minde
Árið 2006 verða liðin 150 ár frá því fyrsta skurð-
aðgerðin í svæfingu var gerð á íslandi. Sá merki
atburður átti sér stað á Akureyri, nánar tiltekið í
Aðalstræti 14 eða Gudmanns Minde. Þetta var að-
eins 10 árum eftir að fyrsta svæfingin í heiminum
var framkvæmd á Massachusets General sjúkra-
húsinu í Boston í Bandaríkjunum. Eins og þar var
þetta stórt framfaraskref. Nú var hægt að fara í
skurðaðgerð án þessa að upplifa sársauka!
Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina
hét Jón Finsen. Sjúklingurinn var 15 ára stúlka
með sull á baki. Jón notaði klóróform til að svæfa
hana og aðgerðin gekk vel. Því miður hefur nafn
stúlkunnar ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit.
Aðgerðarlýsing er heldur ekki til. Mjög líklegt er
að Jón hafi framkvæmt þessa aðgerð á heimili sínu
að Aðalstræti 14 á Akureyri.
Aðalstræti 14, eða Gudmanns Minde eins og
það er kallað, á sér merka sögu. Það er byggt
árið 1835 og er eitt af elstu tvílyftu íbúðarhúsum
á landinu. Baldvin Hinriksson Skagfjörð fékk
úthlutað lóð fyrir húsið 1827. Hann var fyrstur
manna til að fá útmælda lóð í fjörunni á Akureyri.
Herbergjaskipan var nýstárleg og gluggaskipan
önnur en inenn áttu að venjast á þeim tíma. Þar
eru upprunaleg hlaðin eldstæði á báðum hæðum
en það var einsdæmi á þeim tíma. Eggerl Johnsen
fjórðungslæknir í Norðlendingafjórðungi keypti
húsið en ekkja hans seldi það Jóni Finsen sem bjó
í því til 1872. Friðrik C.M. Gudmann keypti svo
Aðalstræti 14 og gerði það upp fyrir eigið fé. Hann
byggði þar einnig fjós og hlöðu. Þetta kostaði hann
10.000 dali. Hann sá að mikil þörf var á þjónustu
við sjúklinga á Akureyri og færði Akureyrarbæ
húsið að gjöf 5. nóvember 1873. Það var látið heita
Gudmanns Minde til heiðurs gefandanum og var
rekið sem spítali frá 1873.
Varðveislugildi hússins Gudmanns Minde er
óumdeilanlegt. Þetta er minnisvarði um kannski
merkasta atburðinn í sögu skurð- og svæfingalækn-
inga á íslandi. Á undanförnum árum hefur farið
fram mikil vinna til viðgerðar og varðveislu á þessu
merka húsi. Það hefur verið friðað og margir lagt
til fjármagn og vinnu við endurbætur þess, meðal
annars Læknafélag íslands. Enn er þó nokkuð
langt í land að það verði tilbúið til notkunar og
sýningar. Með samstilltu átaki vonumst við til að
ljúka megi verkinu á næstu tveimur árum.
Hér að ofan er Friðrik
C.M. Gudmann en til
hœgri er Jón Finsen sem
gerðifyrstu skttrðaðgerð
með svœfingtt á íslandi
fyrir réttum 150 árttm.
Gudmanns Minde er Itvíta
húsið með bláa þakinu á
myndinni hér að neðan.
Höfundur er forstöðulæknir
svæfinga- og gjörgæsludeildar
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri.
Læknablaðið 2006/92 145