Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA heilsugæslustöðvanna. Niðurstöðurnar á Monkey Bay svæðinu eru í fullu samræmi við rannsóknir í nálægum löndum. I rannsókn frá Kenýa féllu 86% af vandamálum innan IMCI kerfisins (21) og 87% í Eþíópíu (22). I Eþíópíu voru þrjú helstu vandamálin hiti, hósti og niðurgangur, líkt og í þessari rannsókn. A rannsóknartímabilinu var annað hvert barn yngra en fimm ára flokkað með malaríu. Sam- kvæmt IMCI er hiti eina einkennið sem þarf að vera til staðar svo veikt barn fái malaríu flokkun og viðeigandi meðferð (18). Því er malaría augljós- lega ofgreindur og ofmeðhöndlaður sjúkdómur á Monkey Bay svæðinu. Sem dæmi er líklegt að stór hluti barna yngri en tveggja mánaða í Nankhwali sem voru flokkuð með malaríu hafi í raun ekki verið með malaríu. Nýburar hafa lalsverða vörn gegn malaríu fyrstu mánuði ævi sinnar (23, 24) og ættu því sárafáir þeirra að vera með sjúkdóm- inn. Þar sem malaríu flokkunin byggir nær aldrei á blóðrannsóknum hefur mat heilbrigðisstarfs- mannanna allt að segja um hvort börn séu flokkuð með malaríu eður ei. Mismuninn á hlutfalli barna sem flokkast með malaríu á milli heilbrigðisstofn- ana má að einhverju leyti skýra með mismunandi aðferðum heilbrigðisstarfsmanna við skoðun á börnum. IMCI þjálfun hefur áhrif á það hvernig starfs- fólk skoðar börn og gæti því haft eitthvað að segja um breytileika á hlutfalli barna sem flokkuð voru með malaríu. I Nankhwali var stórt hlutfall barna flokkað með malaríu. Á þeirri heilbrigðisstofnun sinnti einn starfsmaður komum barna og var hann ekki þjálfaður í IMCI. Á hinum stofnununum var í það minnsta einn IMCI-þjálfaður starfsmaður. Þar sem starfsmenn MBCH hafa rannsóknarstofu til aðstoðar við greiningu á malaríu má ætla að undir venjulegum kringumstæðum sé næmi og sértæki við greiningu hennar meiri þar en annars staðar. Hins vegar var rannsóknarstofan lokuð stóran hluta rannsóknartímabilsins og því hefur tilvist hennar ekki haft veruleg áhrif á niðurstöðurnar. Sá munur sem þessi rannsókn sýnir á malaríuflokkun veikra barna milli ríkisrekinna og CHAM rekinna stofnanna er því athyglisverður. Starfsfólkið hefur almennt svipaða menntun og umhverfið svipað hvað varðar malaríusmit. Malaría er hættulegur sjúkdómur og dregur eina milljón ungra barna í heiminum til dauða á ári hverju (25) og eiga 94% þessara dauðsfalla sér stað í Afríku (5). Tíma starfsmanna er því ekki illa varið í að meðhöndla þennan sjúkdóm. Því er mik- ilvægt að finna leiðir til að koma í veg fyrir malaríu og bæta greiningu og meðferð hennar svo unnt sé að draga úr barnadauða. Á Monkey Bay svæðinu má meðal annars stuðla að því að starfsfólk fari á upprifjunarnámskeið í IMCI og að þeir sem ekki hafi hlotið þjálfun í að beita vinnuferlunum fái hana. Þannig má bæta skoðun á börnum, flokkun þeirra í sjúkdómsflokka og að þau fái viðeigandi meðferð. Auk þess er mikilsvert að stuðla að góðu aðgengi að lyfjum og betri nýtingu á rannsókn- arstofunni í MBCH. Öndunarfærasýkingar valda um tveimur millj- ónum dauðsfalla barna yngri en fimrn ára á ári hverju (26). Að frátalinni malaríu eru þær helsta dánarorsök barna yngri en fimm ára (27). Rúmur þriðjungur sjúkdómsflokkana á Monkey Bay svæð- inu voru öndunarfærasýkingar. Mun minna var um lungnabólguflokkanir en aðrar öndunarfærasýk- ingar. I rannsókninni sést mikill munur í greiningu öndunarfærasýkinga milli heilbrigðisstofnana. Það bendir til þess að flokkanirnar séu ónákvæmar. Greining lungnabólgu er erfið á þessu svæði og hafa heilbrigðisstarfsmenn einungis nokkur klínísk einkenni, svo sem sog við innöndun (stridor), hrað- öndun (tachypnoea) og inndrátt á brjóstkassa (chest indrawing) (18) til að flokka barn með lungnabólgu en notast ekki við hlustpípu. Niðurstöður rann- sókna í afskekktum þorpum í lágtekjulöndum sýna að 12,7 til 16,8 nýjar öndunarfærasýkingar verða á hverjum 100 „barna-vikum“ sem börnunum er fylgt eftir og að þar af eru 0,2 til 3,4 ný lungnabólga (28). Út frá þeim gögnum sem safnað var í þessari rann- sókn er ekki hægt að dæma um það hvort sama hlut- fall öndunarfærasýkinga á Monkey Bay svæðinu sé lungnabólga. Engu að síður voru í þessari rannsókn fimm sinnum fleiri börn flokkuð með aðrar önd- unarfærasýkingar en lungnabólgu. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsmenn að ná góðum tökum á að greina börn með lungnabólgu frá þeim sem hafa aðrar öndunarfærasýkingar sem oft eru sjálflækn- andi. Þrátt fyrir að dauðsföllum af völdum niðurgangs hjá börnum yngri en fimm ára hafi fækkað úr 4,6 milljónum á árið 1980 í 2,5 milljónir árið 2003 (29, 30) er niðurgangur enn næst algengasta dán- arorsök barna í heiminum (5). Áætlað hefur verið að börn yngri en fimm ára fái niðurgang að með- altali um þrisvar sinnum á ári en að 6-11 mánaða gömul börn fái niðurgang allt að fimm sinnum á ári (30). Niðurstöður okkar frá Monkey Bay svæðinu sýna að niðurgangur var algengastur í hópi barna á aldrinum 2-11 mánaða. Hins vegar er í ljósi þess hve algengur niðurgangur er á heimsvísu og hve mörg börn hann dregur til dauða athyglisvert hve lítið hlutfall (5%) barna var skráð með niðurgang á Monkey Bay svæðinu á rannsóknartímabilinu. Ekki er hægt að skýra þessa lágu tíðni út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. Hugsanlegt er að nið- urgangur hjá börnum á Monkey Bay svæðinu sé ekki skráður í bækur heilbrigðisstofnananna fimm 276 Læknablaðið 2006/92 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.