Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 78
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA INNRENNSLISLYFJA Mynd 4. Snorri Hallgrímsson prófessor (1912-1973) (lýturhöfði yst til hœgri á myndinni) hvatti prófessor Kristin Stefánsson (1903-1967) (hái grttnni maðurinn með pípu á miðri mynd) sem einnig var forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins til þess að hefja fram- leiðslu innrennslislyfja hér álandi. Annarfrá til vinstri á mynclinni (með gleraugu) er Guðmundur Gíslason lœknir á Keldum (1907-1969), en liann annaðist prófá tandur- efnum (pýrógenum) fyrir Lyfjaverslunina. Yst til vinstri (krýpur) er Páll A. Pálsson, yfir- dýralœknir (1919-2003). Myndin var tekin 1964 í hreindýraveiðileið- angri á Grímsstöðum á Fjöllum (úrsafni Sigurðar Sigurðarsonar, dýralœkn- is.) Borgarspítala hvort innrennslisbúnaður eins og sá sem ég notaði á Kleppsspítala forðum, og not- aður hafði verið allt fram á níunda tug 20. aldar, fyndist þar í geymslum. Svo var ekki. Ekki fannst hann heldur í Blóðbankanum og ekki heldur í Lyfjafræðisafninu í Nesi. Erling Edwald (f. 1921) áður forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins, og einn af umsjónarmönnum safnsins (myndir 5, 6) sagði safnið þeim annmörkum háð að í því væri nánast ekkert sem ekki hefði verið í lyfjabúðum, og inn- rennslisbúnaður hefði vissulega aldrei verið seldur þar. Sama viðkvæði var í dönsku lyfjafræðisafni (Dansk Farmacihistorisk Samling í Hillerpd). Þá var eftir að leita í Læknaminjasafninu í Nesi. Læknaminjasafnið er í húsnæði í túnfætinum í Nesi sem keypt hafði verið undir það með stoð í erfðaskrá Jóns Steffensen (1905-1991) prófess- ors sem dagsett er 24.7.1990. Erfðaskránni fylgdi umtalsvert fé til verksins í hendur Læknafélags Islands, sem nam kringum 25 milljónum króna við fráfall Jóns (Jón Snædal, bréfl. heimild, jan. 2006). Á næstliðnu hausti (2004) höfðum við Páll Skúlason, ritstjóri Skjaldar ætlað að komast í safnið að skoða muni (þar á meðal bækur) sem Kristján Jónsson (1862-1910), læknir í Clinton í Iowa hafði ánafnað Læknaskólanum eftir sinn dag (3) . Pað reyndist svo undarlegt sem það er ekki auðhlaupið að því að komast í húsið sem hýsir safnið. Ég gafst upp á því að fá inngöngu í safnið, en Páll var þrautseigari svo sem hann hefur lýst (4) . Þegar svo síðar kom að því að kanna hvort gamall innrennslisbúnaður fyndist í safninu treysti ég því ekki að fenginni reynslu að þolinmæði mín entist til þess að fá inngöngu í húsið og fól skottið á milli fótanna og hvarf frá að óreyndu. Þrautalendingin var því að biðja Erling Edwald að teikna eftir minni innrennslisbúnað sem hér fylgir (mynd 3). Erling er nú 85 ára og óhætt mun vera að fullyrða að teikningin beri óbrigðulu hand- bragði hans ótvírætt vitni. Það er að sönnu ekki víst að innrennslisbúnaðurinn sem myndin sýnir sé nákvæmlega hinn sami og ég notaði fyrrum. Það skiptir þó ekki meginmáli: myndin sýnir innrennsl- isbúnað sem að flestu leyti var margnota og var notaður með ágætum árangri í áratugi uns einnota plastbúnaður leysti hann af hólmi. Innrennslisbúnaður af gamalli gerð er kannski ekki meðal merkustu læknaminja. Engu að síður vekur sú litla saga sem hér er sögð þann ugg að ekki sé hirt sem skyldi um þær læknaminjar sem merk- ari megi teljast. Ég vil því gera brýningarorð Páls Skúlasonar að mínum: „Nú þarf að dusta rykið af erfðaskránni [erfðaskrá Jóns Steffensen] og koma því í verk sem Steffensen var mikið áhugamál: að í Nesstofu verði safn og rannsóknaraðstaða fyrir þá sem vilja fást við sögu og viðgang læknisfræðinnar hér á landi" (4). Eftir að hafa gengið í smiðju til Erlings Edwalds með teikningu á innrennslisbúnaðinum marg- nefnda lék mér hugur á að vita meira um fram- leiðslu innrennslislyfja hér á landi. Ég átti því við hann hljóðritað samtal í Lyfjafræðisafninu 1.12.2005 auk þess sem ég styðst í eftirfarandi skrifum við grein hans í Tímariti um lyfjafræði 1982 (5). Framleiðsla innrennslislyfja hefst í Lyfjaversl- un ríkisins Lyfjaverslun ríkisins var upphaflega hluti af Áfengisverslun ríkisins sem stofnuð var með lögum nr. 62/1921 og tók til starfa í febrúar 1922. Áfengisverslunin var fyrst til húsa í Nýborg við Skúlagötu og þar var lengi eina áfengisútsalan í bænum. Árið 1943 var byggt við húsið fyrir iðn- aðardeild Áfengisverslunarinnar og Lyfjaverslun ríkisins sérstaklega (6). 1 upphafi var svo kveðið á um að forstjóri Áfengisverslunarinnar hefði lyfsalapróf og var honum skylt: „Að útvega frá útlöndum, eftir beiðni, fyrir ríkissjóð og lækna, er rétt hafa til lyf- sölu, lyf, umbúðir og hjúkrunargögn, er talin verða í lyfsöluskránni“. Forstjórinn átti einnig að annast eftirlit með lyfjabúðum. Síðan var þessum lögum breytt (lög nr. 69/1928) á þann veg að forstjóri Áfengisverslunarinnar þyrfti ekki að hafa lyfsala- próf og enn aftur með ítarlegri lögum nr. 63/1969 um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf. Erling Edwald kom fyrst til starfa í Nýborg árið 1944 og svo aftur árið 1947 að loknu lyfjafræð- ingsprófi í Danmörku og vann eftir það samfellt í Lyfjaverslun ríkisins til 1986. Hann segir að framleiðsla hafi verið í lágmarki meðan verið var í 330 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.