Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Aðgengi þarf að vera gott og sem minnst hindrun á því að fá upplýsingar úr skránni. Enginn vafi er á að öryggi sjúklinga er meira ógnað af girðingum og oftúlkaðri persónuverndarhyggju um sjúkraskrár en af þeim óprúttnu sem hyggjast misnota upplýs- ingar. Einnig þarf að efla verklagsreglur og klín- ískar leiðbeiningar. Pýðingarmikið er að einn læknir hafi heildaryf- irsýn yfir vanda, þarfir og aðstæður hvers sjúklings. Æskilegt er að heimilislæknar annist þennan þátt meðferðar sjúklinga með langvinna sjúkdóma meira en hingað til. Við alvarlega og flókna sjúk- dóma sem hafa víðtæk áhrif á líf og heilsu sjúklings getur verið æskilegt að sérhæfður lyflæknir annist frumlæknisþjónustu (principal care physician). Slíkt fyrirkomulag er algengt hjá sjúklingum með líffærabilun á háu stigi eða líffæraþega. Flestir slík- ir læknar hafa grunnþjálfun í almennum lyflækn- ingum og ættu því að geta rækt þetta hlutverk með sóma. Enn fremur er mikilvægt að öldrunarlæknar gegni veigamiklu hlutverki í frumþjónustu aldr- aðra einstaklinga með fjölþætt vandamál eða mikla færniskerðingu. Sameiginleg umsjón með- ferðar af hálfu heimilislæknis og sérhæfðs læknis kemur stundum til greina. Meðferð sjúklinga með alvarleg langvinn vanda- mál er sjaldan eins manns verk heldur byggist hún á teymisstarfi með þátttöku margra fagstétta. Jafnframt eru aðgerðir sem hvetja til aukinnar þátttöku sjúklinga í eigin meðferð líklegar til að skila ávinningi og hefur meðal annars verið sýnt fram á það í meðferð sykursýki og háþrýstings (6). í nálægum löndum er komin nokkur reynsla á gildi talsmanns sjúklinga (case manager) sem starfar samkvæmt formlegu verklagi, hefur allar upplýsingar um sjúkling og getur greitt götu hans í gegnum heilbrigðisþjónustuna. Ef til vill hafa tals- menn sjúklinga orðið til mests gagns fyrir geðfatl- aða einstaklinga. Enn fremur þarf að efla heimaþjónustu við fólk með langvinn vandamál. Síðast en ekki síst þurfum við að bæta eigin stjórn. Læknar hafa sérþekkingu og eru vanir því að taka ákvarðanir og standa við þær. Við þurfum eigi að síður að geta lotið aga og boðvaldi því öðruvísi rekast menn hver á annars horn. Af þessu leiðir að við þurfum að efla leiðtoga okkar og tefla þeim fram, en jafnframt þarf að skýra stöðu faglegra yfirmanna innan heilbrigðisþjónustunnar. Ljóst er að mikið hefur áunnist í glímunni við langvinna sjúkdóma á undanförnum áratugum. En þrátt fyrir að árangur af meðferð einstakra sjúkdóma hafi batnað verður þörfin fyrir þjón- ustu lækna æ meira krefjandi vegna vaxandi fjölda aldraðra einstaklinga sem oft eru haldnir mörg- um sjúkdómum. Þarfir sjúklinga verða að vera í fyrirrúmi ásamt skynsamlegri nýtingu meðferð- arúrræða. Nauðsynlegt er að bæði heimilislæknar og sérgreinalæknar séu í fararbroddi þegar efla á skipulag eftirlits og meðferðar langvinnra sjúk- dóma og þeir þurfa ávallt að hafa fagmennsku í læknisfræði að leiðarljósi. Heimildir 1. Wagner EH. Austin BT, Davis C, Hindmarsh M, Schaefer J, Bonomi A. Improving chronic illness care: translating evi- dence into action. Health Aff (Millwood) 2001; 20: 64-78. 2. Haraldsson P. Hver á að annast meðferð og eftirlit langvinnra sjúkdóma? Læknablaðið 2006; 92:318-21. 3. Gurwitz JH, Field TS, Harrold LR, Rothschild J. Debellis K, Seger AC, et al. Incidence and preventability of adverse drug events among older persons in the ambulatory setting. JAMA 2003; 289:1107-16. 4. Baker GR, Norton PG, Flintoft V, Blais R, Brown A, Cox J, et al. The Canadian Adverse Events Study: thc incidence of adverse events among hospital patients in Canada. CMAJ 2004; 170: 1678-86. 5. Rothman AA, Wagner EH. Chronic illness management: what is the role of primary care? Ann Intem Med 2003; 138: 256-61. 6. Chodosh J, Morton SC, Mojica W, Maglione M, Suttorp MJ, Hilton L, et al. Meta-analysis: chronic disease self-manage- ment programs for older adults. Ann Intern Med 2005; 143: 427-38. Læknablaðið 2006/92 259 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.