Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 88

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 88
UMRÆÐA & FRETTIR / TAUGASALFRÆÐI Markmið og framlag taugasálfræðilegs mats Claudia Ósk Hoeltje clcmdiaosk@minnir.is Höfundur er sálfræðingur og hefur sérhæft sig í taugasálfræðilegu mati og greiningu á miðtaugasjúkdómum svo og skaða í miðtaugakerfi og endurhæfingu á fylgikvillum þess. Taugasálfræði er ung, hagnýt vísindagrein á mörkum sálfræði, taugalæknisfræði og geðlækn- isfræði og mælir samband á milli atferlis, hugrænn- ar getu og heilastarfsemi. Taugasálfrædilegt mat í klínískri vinnu Markmiðið með taugasálfræðilegu mati í klínískri vinnu er að prófa röskun á hugrænni getu og að samræma og rökstyðja niðurstöður og batahorfur (prognosis) í ljósi taugafræðilegar þekkingar. í sambandi við minni er taugasálfræðileg prófun fólgin í því að geta aðskilið eðlilega hversdags- lega gleymsku frá alvarlegri minnisskerðingu og gefið þannig vísbendingar um hvort um hrörn- unarsjúkdóm sé að ræða. Þættir sem eru próf- aðir með taugasálfræðilegu mati eru í mjög grófum dráttum greind, minni og undirþættir þess, mál og tal, athygli, einbeiting og hugrænn hraði, sjón- ræn úrvinnsla, og framkvæmdastjórn (executive function) eins og frumkvæði, áætlun, skipulagning, dómgreind og fleira. Framlag taugasálfræðilegs rnats fyrir fullorðna er af ýmsum toga. Það: • lætur í té ítarlega þverskurðarmynd af hug- rænni getu einstaklings. • stuðlar að taugasálfræðilegri greiningu á vefrænum sjúkdómum miðtaugakerfis. • hjálpar til við að skýra taugasálfræðilega mismunagreiningu með því að afmarka sjúk- dóma (til dæmis vefræna frá starfrænum sjúk- dómum, hrörnunarsjúkdóma frá „pseudo- dementia" eða „MCI - Mild Cognitive Disorder“, flogaveiki frá „somatoform“ sjúkdómum, svo eitthvað sé nefnt). • mælir breytingu skilvitslegrar skerðingar (review assessment). • skilgreinir hugræna veikleika og styrkleika sem forsendu endurhæfingar. • mælir með sérhæfðri endurhæfingu (til dæmis klínískri sálfræði, félagsráðgjöf, iðju- þjálfun, hjúkrun og taugasálfræði). • mælir framför í endurhæfingu. • veitir upplýsingar varðandi hæfni einstak- lings til lagalegra ákvarðana, öryggis (til dæmis við akstur), fjármála, sjálfstæðis, eða atvinnu og skólamála. • metur grunnlínu sem viðmið til að kanna áhrif skurðaðgerða á hugræna getu (til dæmis „corpus callosotomy“ á flogaveiki- sjúklingum). • mælir grunnviðmið til að meta áhrif lyfja- meðferða á hugræna getu í hrörnunarsjúk- dómum, eins og andkólínesterasar. Taugasálfræðilegt mat er hins vegar með tak- markað gildi: • Ef hugræn geta er varanleg og marktækt skert (>2 staðalfrávikum undir meðallagi) á mörg- um taugasálfræðilegum sviðum eins og gerist þegar hrörnunarsjúkdómur er langt genginn. • í bráða ástandi eftir heilaskaða (af völdum mjög slæmra höfuðáverka, heilablóðfalla, súrefnisskorts og smitsjúkdóma). • Ef sjúklingurinn þjáist af öðrum alvarleg- um geðrænum sjúkdómum eða alvarlegum vefrænum fylgikvillum. Taugasálfræðileg mat í vísindalegum rann- sóknum A síðustu tveimur til þremur áratugum hafa vísindalegar niðurstöður á sviði taugasálfræði, taugalæknisfræði, taugasjúkdómafræði og mynd- greiningar aukið gífurlega skilning okkar á þeim taugasálfræðilegum þáttum og mynstrum sem aðgreina sjúkdóma miðtaugakerfis. Segja má til dæmis, að skert kennslaminni til viðbótar við skerðingu á frjálsri upprifjun sé líklegt að endur- spegla truflun í minnisgeymd, samsvarandi skaða á sæhesti (hippocampus), heilasvæði sem verður fyrir áhrifum í Alzheimers sjúkdómi. Skert frjáls upprifjun en varðveitt kennslaminni segja hins vegar til um að erfiðleikar við upprifjun geta verið vegna skorts á aðgengi að upplýsingum sem oft benda til skerðingar á „fronto-striatal circuity“ og samsvarar meðal annars þekktum skemmd- um í Parkinsons og skildum taugasjúkdómum. Hvatvísi, afhömlun og skortur á innsæi, framsýni og félagslegri dómgreind benda til skaða á „orbito- frontal cortex", heilasvæði sem oft verður fyrir áhrifum í höfuðáverkum, svo og á byrjunarstig á „fronto temporal dementia“. Truflanir á sjónrýmd- arskynjun endurspegla skerðingu í hnakkablaði, meðal annars í samræmi við það sem vitað er um „Lewy Body“ sjúkdóm. Má svo lengi telja en hins vegar eru ofannefnd sambönd miklu flóknari en hér er tilgreint. Koma við sögu til dæmis breytingar á taugaboðefnum, breytingar í frumunum sjálfum, geðræn áhrif og flókin innbyrðis tengsl á milli mis- munandi heilasvæða. 340 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.