Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA þar sem hann sé talinn vera hluti af sjúkdóms- mynd annarra sjúkdóma eins og malaríu. Önnur ástæða gæti verið að langvarandi niðurgangur (>14 dagar) sé vangreindur. Slíkt ástand leiðir oft til vannæringar og dauðsfalla (31) og mætti huga frekar að þessum vanda hjá börnum á Monkey Bay svæðinu. Einnig er hugsanlegt að mæðrum og öðrum fjölskyldumeðlimum þyki ekki hætta stafa af niðurgangi og sæki því ekki heilbrigð- isþjónustu fyrir börn sín. Að lokum er hugsanlegt að tíðni niðurgangssýkinga hafi verið lág á meðan rannsókninni stóð. Þar sem rannsóknin tók ein- ungis til göngudeildarskráninga á einum mánuði á þurrkatímabili þyrfti frekari rannsóknir til að sýna hvernig sjúkdómsmynstrið breytist eftir árstíðum. Ætla má að tíðni niðurgangs og malaríu sé meiri á rigningartímabilum. Samkvæmt IMCI vinnuferlunum er heilbrigð- isstarfsmanni gert að meta næringarástand barns meðal annars með því að meta hvort barnið sé blóðlítið, hvort bjúgur sé til staðar og hvort barnið sé innan réttra þyngdarmarka (18). Þessar aðferðir eru því eina leið starfsmanna á öllum heil- brigðisstofnununum nema á MBCH til að rneta blóðleysi. Við blóðleysi og vannæringu er mælt með gjöf malaríulyfs, járns og A vítamíns sem og næringarráðgjöf. Árið 2003 birtist rannsókn frá nágrannalandinu Tansaníu um blóðrauða mæling- ar hjá tæplega tvö þúsund börnum þar sem 87% þeirra voru með blóðrauðagildi minna en 110 g/L og 39% með gildi minna en 80 g/L (32). Önnur rannsókn framkvæmd í suðurhluta Malaví sýndi fram á mikið blóðleysi barna yngri en fimm ára í landshlutanum en meðalgildi blóðrauða var 84 g/L í börnum á aldrinum 2-4 ára barna (33). Auk þessa mega ungir Malavar þola umtalsverða van- næringu og fjölda sýkinga sem leiða til blóðleysis og næringarskorts (34). Því má ætla að á rannsókn- artímabilinu hafi raunverulegur fjöldi vannærðra og blóðlítilla barna á Monkey Bay svæðinu verið mun meiri en fjöldi vannærðra og blóðlítilla barna sem skráður var í rannsókninni. I ljósi þessarar niðurstöðu er mikilvægt að bæta greiningu og með- ferð á næringarskorti og blóðleysi. Þar sem fjöldi barna sem voru flokkuð með blóðleysi var lágur og rannsóknarstofa MBCH var lokuð stóran hluta rannsóknartímabilsins er ekki unnt að meta hvort tilvist hennar á MBCH hafi áhrif á hve stór hluti barna er flokkaður með blóðleysi. Slík rannsókn- arstofa hefur þó augljóst gildi til að bæta grein- ingu og meðferð á blóðleysi og mikilvægt er að starfsemi hennar sé tryggð. Mikilvægt er að stjórnvöld í þeim löndum sem framkvæma IMCI útvegi viðeigandi lyf. Á öllum heilbrigðisstofnununum á Monkey Bay svæðinu er svigrúm til úrbóta á þessu sviði. Sérstaklega er mikilvægt að hafa öll þau sýklalyf og lyf gegn sníkjudýrum sem mælt er með í IMCI til að geta veitt meðhöndlun á þeim sjúkdómum sem bæði eru svo algengir á svæðinu og valda mörgum dauðsföllum. Járn var til á öllum stöðum sem getur verið birtingarmynd á slælegri flokkun og meðhöndlun blóðleysis og vannæringar. Frá því um miðjan níunda áratuginn hefur Alþjóðabankinn haft þá stefnu að þjónustugjöld í heilbrigðiskerfinu séu nauðsynleg til að styðja við uppbyggingu og rekstur þess. Margar rann- sóknir hafa aftur á móti sýnt að þjónustugjöld eru ekki skilvirk leið til að kosta heilbrigðiskerfi, þau hafa mun verri afleiðingar fyrir fátæka en þá ríku, leiða ekki til bættrar þjónustu né betri þekjunar starfsemi og lengja tíma frá upphafi veikinda þar til heilbrigðisþjónusta er sótt (35). Þar sem þessi stefna hefur verið tekin upp hefur komum gjarnan fækkað um 30-50% (36,37). í ljósi þess var athygl- isvert að kanna hvort munur væri á tíðni heim- sókna á Monkey Bay svæðinu milli ríkisrekinnar þjónustu sem er ókeypis og CHAM stofnana þar sem greitt er fyrir þjónustuna. Niðurstöður skrán- inga á göngudeildum heilbrigðisstofnananna sýna að börn og fullorðnir sækja í ríkari mæli þjónustu ríkisrekinna heilbrigðisstofnana en CHAM rek- inna og er munurinn tölfræðilega marktækur og mestur hjá börnum á aldrinum 5-14 ára. Með þeim gögnum sem liggja fyrir er ekki unnt að meta hvort heilbrigðisstofnanirnar séu sóttar af íbúum annara upptökusvæða í einhverjum mæli eður ei. Einnig er hugsanlegt að tölur frá MBCH séu skekktar þar sem sjúkrahúsinu er ætlað að veita miðlæga þjón- ustu fyrir allt svæðið. Hins vegar má ætla að þjón- ustustigið við veik börn á heilbrigðisstofnununum fimrn hafi verið svipað á rannsóknartímabilinu þar sem rannsóknarstofa MBCH var lokuð stóran hluta rannsóknartímabilsins og stofnunin er enn ekki fullbúin sem svæðissjúkrahús. Munurinn í aðsókn að ríkisreknum og CHAM reknum stofnunum er það mikill að Ijóst þykir að starfsemi Nankumba og MBCH (ríkisrekinna heilbrigðisstofnanna) er eftirsótt og mjög mik- ilvæg. Þjónustugjöld CHAM stofnananna eru visst áhyggjuefni þar sem greiðslur fyrir heilbrigð- isþjónustu í nágrannalöndum hafa helst bitnað á þeim fátæku (38-40). Þessi mismunur leiðir til innri skekkju í heilbrigðiskerfinu með álagi á starfsfólk ríkisrekinna stofnanna, sem er fátt og illa launað. Mikilvægt er að stjórnvöld haldi áfram þeirri stefnu að krefjast ekki greiðslu í ríkisreknum stofnunum og að þau beili sér fyrir því að fleiri heilbrigð- isstofnanir veiti endurgjaldslausa þjónustu. Því er ánægjulegt til þess að vita að stjórnvöld eiga nú í viðræðum við CHAM stofnanirnar til að þær veiti einnig gjaldfrjálsa þjónustu. Læknablaðið 2006/92 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.