Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA
unarástand, hiti og öndunartíðni (mynd 1) (18). Á
MBCH er rannsóknarstofa þar sem meðal annars
er möguleiki á því að leita að malaríusníkli í blóð-
stroki, mæla blóðrauða (haemoglobin) og flokka
og gefa blóð. Rannsóknarstofan var opin síðustu
fjóra daga rannsóknartímabilsins. Ekki var unnt
að meta að hve miklu leyti rannsóknarstofan var
notuð í uppvinnslu veikra barna þá daga sem hún
var opin.
Við alvarlegri sjúkratilvik er fólki vísað áfram
til héraðssjúkrahússins í bænum Mangochi, sem
er miðstöð Mangochi héraðs. Þar starfar einn full-
menntaður almennur læknir ásamt læknatæknum
og hjúkrunarfólki en sjúkrahúsið þjónar öllu hér-
aðinu en íbúar þess eru rúmlega 750.000.
Þróunarsamvinnustofnun Islands (ÞSSI) hefur
síðan árið 2000 stutt við uppbyggingu heilsu-
gæslustarfs á Monkey Bay svæðinu í samvinnu
við malavísk stjórnvöld (19). Aðstoð ÞSSÍ
hefur meðal annars falist í byggingu nýs svæð-
issjúkrahúss í Monkey Bay, menntun faglærðs og
ófaglærðs starfsfólks, bættum samskiptum á milli
heilsugæslustöðvanna og sjúkrahússins, meðal
annars með kaupum og rekstri á sjúkrabíl, bifhjól-
um og uppsetningu á talstöðvakerfi. ÞSSI hefur
haft íslenskan lækni og ljósmóður á staðnum til
að styðja við og efla hið daglega starf heilsugæsl-
unnar á svæðinu. Stofnunin hefur auk þess styrkt
malavíska og íslenska læknanema til rannsókn-
arvinnu á svæðinu, til dæmis rannsókn á þekjun
bólusetninga (20), mæðravernd, fæðingarhjálp og
getnaðarvarnarnotkun.
Rannsóknargögnum var safnað á tímabilinu 16.
mars til 20. apríl 2005. Mars- og aprílmánuðir eru á
þurrkatímabili sem fylgir í kjölfar regntímabilsins
í Malaví. Rannsóknin skiptist í þrjá meginþætti.
í fyrsta lagi var safnað saman upplýsingum um
einstaklinga, börn og fullorðna, sem leituðu á
göngudeildir heilbrigðisstofnananna fimm í mars
mánuði 2005. Þessar upplýsingar fengust úr skrán-
ingarbókum göngudeildanna. Upplýsingar voru
færðar yfir á sérhönnuð rannsóknareyðublöð og
var skráning sjúkdóma barna yngri en fimm ára
sérstaklega skoðuð. I skráningarbókunum var
hægt að skrá hvert barn mest í tvo sjúkdóms-
flokka. í öðru lagi voru viðtöl tekin við heilbrigð-
isstarfsmenn sem sinna börnum og þeir spurðir um
reynslu sína af IMCI og viðhorfi þeirra til notk-
unar þess. í þriðja og síðasta lagi voru lyfjabirgðir
MBCH kannaðar vikulega á tímabilinu 18. mars
til 20. apríl 2005 og lyfjabirgðir hinna heilsugæslu-
stöðvanna einu sinni innan þessa tímabils með til-
liti til þess hvort IMCI-lyf væru aðgengileg þar.
Eyðublöð sem notuð voru til gagnasöfnunar
voru hönnuð í forritinu FileMaker Pro v5.5 fyrir
Windows og var það forrit notað til að tölvuvæða
ASSESS AND CLASSIFY THE SICK CHILD
AGE 2 MONTHS UP TO 5 YEARS
ASSESS CLASSIFY IDENTIFY
ASK TX MOTHCR WHAT 1HE CMLD1 PNOBLEUS ARE TREATMENT
• D«MrmlMlftNiif anlrtMorfolow-tipvtikhrtNip'DbtMn.
- If UoW'Up viuL uu tha loiow-i4> InUrudiont on TREAT THE CHLD cíiart
• if iritial v«it. asMU th* chld M foOmm:
upplýsingarnar. Tölfræðiúrvinnsla var framkvæmd
með SPSS vl3.0 fyrir Windows og JMP v3.2 fyrir
Macintosh. Student t-próf var talið sýna marktæk-
an mun þegar p<0,05. Hlutfallsleg áhætta (relative
risk - RR) og hlutfallsleg líkindi (odds ratio - OR)
voru reiknuð með 95% öryggisbili (confidence
interval - CI). Við útreikninga á komum á heil-
brigðisstofnanirnar miðað við fólksfjölda upp-
tökusvæða þeirra var stuðst við opinber gögn um
fólksfjölda á svæðinu. Gröf voru búin til í SPSS
vl3.0 fyrir Windows og Microsoft Excel 2000 fyrir
Windows.
National Health Sciences and Research Com-
mittee á vegum Ministry of Health and Population
í Malaví veitti leyfi fyrir rannsókninni. Rann-
sóknin var einnig samþykkt af ÞSSI og Rann-
sóknarnámsnefnd læknadeildar Háskóla íslands.
Figure 1. ThelMCl
flowchart: general danger
signs, cough and difficult
breathing.
WHO, UNICEF.
Integrated Management of
Childhood - Chartbooklet.
[accessed on October 15,
2005]; Available from:
http://www. who. int/child-
adolescent-health/publica-
tions/lMCl/chartbooklet.
htm
Niðurstöður
Viðtöl við heilbrigðisstarfsmenn sýndu að átta af
10 fastráðnum heilbrigðisstarfsmönnum sem sinna
veikum börnum á svæðinu voru þjálfaðir í notkun
IMCI. Þjálfun helmings þeirra hafði verið fylgt
eftir á síðastliðnum sex mánuðum af sérþjálfuðum
IMCI leiðbeinanda. Á rannsóknartímabilinu störf-
uðu fimm læknaliðanemar á MBCH og var enginn
þeirra þjálfaður í notkun IMCI.
Heildarfjöldi koma barna og fullorðinna á rann-
sóknartímabilinu var hæstur á MBCH (tafla I). Að
meðaltali komu á MBCH 175 veikir einstaklingar
á dag (miðgildi 180, spönn 53-261). í hópi full-
orðinna sóttu fleiri konur heilbrigðisþjónustu en
karlar og var munurinn tölfræðilega marktækur
(p<0,001) en slíkur kynbundinn munur var ekki
til staðar hjá börnum. Við samanburð á fjölda
heimsókna til ríkisrekinna og CHAM rekinna
heilbrigðisstofnana kom í ljós að þær opinberu
voru betur sóttar en CHAM (tafla I). Að með-
Læknablaðið 2006/92 273