Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HJÁLPARSTARF
árið 1986 með matargjöfum til vannærðra barna.
Pegar starfsmennirnir sáu að börnin brögguðust
ekki þrátt fyrir mat og drykk kölluðu þeir til lækni
til að athuga málið. Iðrasýkingar reyndust oftast
ástæðan og upp úr því var fyrsta heilsugæslustöð
Provide opnuð í Korogotcho hverfinu árið 1989.
Nú rekur Provide sex heilsugæslustöðvar í jafn-
mörgum fátækrahverfum, sú síðasta að opna rétt
í þessu. Upptökusvæði heilsugæslanna er um ein
milljón íbúa og eru komur á stöðvarnar um 100.000
á ári. Komugjald er ekkert en fólk þarf að greiða
fyrir lyf. Stöðvarnar bjóða upp á fæðingarhjálp,
mæðravernd, ungbarnavernd og tannlæknaþjón-
ustu auk almennrar læknisþjónustu. Þær hafa allar
auk þess möguleika á að leggja fólk inn og hafa
einn sjúkrabíl til umráða, VW rúgbrauð frá 1989
(sem reyndar er óstarfhæfur í bili). Þessi sjúkrabill
er sá eini í borginni sem hættir sér inn fyrir svæði
fátækrahverfanna.
Flest frjálsu félagasamtökin leita styrkja út fyrir
landsteinana og hefur Provide meðal annars gert
samning við norska læknanema. Þeir hafa því í
nokkur ár farið klyfjaðir hjálpargögnum til Kenýa
í sjálfboðavinnu. Þetta Kenýaverkefni hefur nú
víkkað út starfsemi sína og læknanemar fleiri
landa fengið möguleika á að fara út. I sumar tóku
íslendingar þátt í fyrsta skipti og héldum við fimm
læknanemar á 4.-6. ári af stað í ævintýraför, Erna
Halldórsdóttir, Eyjólfur Þorkelsson, Kristín Ólína
Kristjánsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir og
Þorgerður Guðmundsdóttir.
Öll hafði okkur dreymt um að fara til fjarlægra
landa í sjálfboðavinnu og Kenýaverkefnið reynd-
ist gullið tækifæri. Þegar ferðin hafði verið stað-
fest tók við nokkurra mánaða undirbúningstími
þar sem sótt var um styrki fyrir ferðakostnaði og
hjálpargögnum og upplýsinga aflað um aðstæður í
Kenýa. Við kynntum verkefnið meðal annars fyrir
Læknafélagi íslands sem veitti okkur rausnarlegan
styrk til fararinnar. Óskin var að rætast.
Eins leituðum við á náðir deildarstjóra á
Landspítalanum en þeir voru margir duglegir að
safna hjálpargögnum og að lokum gátum við lagt
af stað klyfjuð rúmum 120 kílóum af nytsamlegum
hlutum. Fengum við sem betur fer undanþágu hjá
flugfélögunum fyrir öllum þessum farangri.
Við lentum í Naíróbí seint um kvöld og niða-
myrkur umlukti borgina. Þá nótt er við lágum í
gömlum rúmum, kappklædd undir moskítónetum
og hrukkum upp við skothvelli vorum við óviss um
hvað við værum komin út í. Óvissan minnkaði ekki
morguninn eftir þegar við sáum hvernig borgin leit
út. Við vorum undir ýmislegt búin en þetta kom
enn meira á óvart en okkur datt í hug. Hvert ein-
asta andartak var nýtt. Nú, hálfu ári eftir að heim
er komið, er upplifunin enn að meltast og einstaka
hlutir að ná samhengi. í raun voru aðstæðurnar
svo framandi að skynjunin náði ekki alltaf utan um
þær. Kannski var það okkur fyrir bestu.
Fyrsti dagurinn í vinnunni rann upp en eins og
seinna kom í ljós að var kenýsk venja vorum við
sótt alltof seint. Okkur leist ekkert á þegar par
Götumynd úr fátœkra-
liverfi í Naíróbí.
Sjúkrabíll fátœkrahverf-
anna í eigu Provide
International.
Læknablaðið 2006/92 315