Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 52

Læknablaðið - 15.04.2006, Page 52
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA / VEGGSPJALDA Meðalaldur sjúklinga var 70 ár (27-95ár). Karlar 123 og konur 77. Meðallegutími eftir aðgerð hefur styst úr 15 dögum á fyrsta - niður í sex daga á síðasta fimm áratímabili (bil 1-65 dagar). Dauðsföll eftir aðgerð (í legu eða innan 30 daga) voru 8 (2,6%). Staðbundnar sýkingar komu upp hjá fimm sjúklingum (0,8%). Vegna blóðrásarskerðingar þurfti að aflima 4(1,3%) sjúklinga innan 30 daga frá aðgerð þrátt fyrir tvær til sex aðgerðir til að bjarga fæti. Enduraðgerðir í sömu legu voru 23(7,5%). Af þeim voru 16 vegna blóðrásartruflana þrátt fyrir aðgerð og fimm vegna blæðinga eftir aðgerð. Innæðaaðgerðir (æðaútvíkkanir með eða án stoðnets) hófust 1996 og eru 27% af aðgerðum síðan þá eða 60 talsins og heppn- uðust hjá 55 sjúklingum (92%). 13 þeirra voru gerðar um leið og opin aðgerð. Opnar slagæðaaðgerðir voru 246. Hjáveituaðgerðir frá náraslagæð niður að eða niður fyrir hné voru 97 hjá 75 sjúklingum. Ekkert dauðsfall var í þessum hópi eftir aðgerð. Aðgerðir á kviðarholsósæð voru 45 hjá jafnmörgum sjúklingum, 22 aðgerðir vegna ósæðargúls, 21 vegna slagæðaþrenginga og tvær af öðrum orsökum. Dauðsföll voru fjögur (9%), öll eftir aðgerðir vegna ósæðargúls. Þar af voru þrjú eftir aðgerð vegna rofins ósæðargúls (100%) og eitt eftir valaðgerð á ósæðargúl (5,5%). Tíðni aðgerða á kviðarholsósæð einkum vegna þreng- inga/lokana hefur farið mjög minnkandi á síðustu árum eins og í öðrum löndum, vegna innæðaaðgerða. Aðgerðir vegna blóðreks eða blóðsegamyndunar í slagæð eða slagæðagræðlingi (thromboembolismus) voru 30 og dauðsföll eftir þær þrjú. 26 aðgerðir með úrnám kalklokunar/þrengingar á æð (TEA) og 26 aðrar slagæðaaðgerðir nánar voru án dauðsfalla. Alyktun: Þróun slagæðaskurðlækninga á FSA hefur í samvinnu við æðaskurðlækningadeild Landspítala verið í takt við það sem gerist erlendis. Árangur slagæðaaðgerða á FSA hvað varðar dánartíðni, enduraðgerðir í sömu legu og fleira virðist fyllilega sambærilegur við tölur frá stærri stofnunum erlendis þó fjöldi aðgerða á ári sé mun minni. Þó er árangur af aðgerðum vegna rofins ósæðargúls ekki góður, en of fáar aðgerðir til að meta það fyllilega. Ágrip veggspjalda V-01 Menntun sjúkraflutningamanna á íslandi. Staðan í dag og vangaveltur um framtíðina Hildigunnur Sruvursdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans Tilgangur kynningarinnar er að gefa yfirlit yfir grunn-, fram- halds- og endurmenntun sjúkraflutningamanna á íslandi, það er hvernig menntunin er uppbyggð og gerð aðgengileg öllum sjúkraflutningamönnum án tillits til búsetu. Ennfrentur kynntar vangaveltur um framtíðarhorfur tengt frekari menntun sjúkra- flutningamanna. Menntun sjúkraflutningamanna sem í boði er á íslandi er aðallega skipt í þrennt, það er grunnnámskeið í sjúkraflutning- um, neyðarflutninganámskeið og endurmenntunarnámskeið. Mismunandi kennslufræðilegri nálgun er beitt til þess að ná til sem flestra sjúkraflutningamanna í landinu án tillits til búsetu. Fjarfundatæknin er töluvert notuð og gerir fleiri nemendum af landsbyggðinni kleift að sækja námskeið á vegum skólans. í því skyni er um að ræða myndfundabúnað til að varpa fyrirlestrum og vefsíðu til að geyma upplýsingar og gögn fyrir námskeiðin. Flest af stærri námskeiðunum (grunn- og neyðarflutninganám- skeið) eru kennd á tveimur eða fleiri stöðum í einu. Þá er mynd- fundabúnaðurinn notaður og síðan eru skipulagðar verklegar æfingar á hverjum námskeiðsstað fyrir sig. Minni námskeiðin fara aðallega fram í heimabyggð sjúkraflutningamanna. Með þessari nálgun er hægt að ná til fleiri sjúkraflutningamanna og þá sérstaklega þeirra sem vinna og búa í dreifbýli. Þeir hafa þá möguleika á að sækja námskeiðin í heimabyggð og þurfa ekki að sækja þau til Akureyrar eða Reykjavíkur. Markmiðið er að auka nám sjúkraflutningamanna og koma því að einhverju leyti upp á háskólastig. Þannig væri hægt að bjóða upp á bráðatækninám á Islandi í samvinnu við sambæri- legar erlendar stofnanir. Samstarf og samvinna við erlenda aðila er einnig mikilvæg til þess að miðla þekkingu og reynslu svo eitthvað sé nefnt. V-02 Hjartastopp utan spítala á Akureyri og nágrenni tímabilið 2000-2004 Hildigunnur Svavarsdóttir1, Jón Þór Sverrisson2 ‘Sjúkraflutningaskólinn, 2lyflækningadeild FSA Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að lýsa árangri í hjarta- stoppum utan spítala á Akureyri og nágrenni fyrir tímabilið 2000-2004. Aðferðafræði: Öll tilfelli hjartastopps þar sem endurlífgun var reynd voru skráð í þar til gerðan gagnagrunn. Upplýsingum var safnað af sjúkraflutningamönnum og frá skýrslum slysadeildar 304 Lækna BLAÐIÐ 2006/92 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.