Læknablaðið - 15.04.2006, Side 52
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA / VEGGSPJALDA
Meðalaldur sjúklinga var 70 ár (27-95ár). Karlar 123 og konur
77. Meðallegutími eftir aðgerð hefur styst úr 15 dögum á fyrsta
- niður í sex daga á síðasta fimm áratímabili (bil 1-65 dagar).
Dauðsföll eftir aðgerð (í legu eða innan 30 daga) voru 8 (2,6%).
Staðbundnar sýkingar komu upp hjá fimm sjúklingum (0,8%).
Vegna blóðrásarskerðingar þurfti að aflima 4(1,3%) sjúklinga
innan 30 daga frá aðgerð þrátt fyrir tvær til sex aðgerðir til að
bjarga fæti. Enduraðgerðir í sömu legu voru 23(7,5%). Af þeim
voru 16 vegna blóðrásartruflana þrátt fyrir aðgerð og fimm
vegna blæðinga eftir aðgerð.
Innæðaaðgerðir (æðaútvíkkanir með eða án stoðnets) hófust
1996 og eru 27% af aðgerðum síðan þá eða 60 talsins og heppn-
uðust hjá 55 sjúklingum (92%). 13 þeirra voru gerðar um leið og
opin aðgerð. Opnar slagæðaaðgerðir voru 246. Hjáveituaðgerðir
frá náraslagæð niður að eða niður fyrir hné voru 97 hjá 75
sjúklingum. Ekkert dauðsfall var í þessum hópi eftir aðgerð.
Aðgerðir á kviðarholsósæð voru 45 hjá jafnmörgum sjúklingum,
22 aðgerðir vegna ósæðargúls, 21 vegna slagæðaþrenginga og
tvær af öðrum orsökum. Dauðsföll voru fjögur (9%), öll eftir
aðgerðir vegna ósæðargúls. Þar af voru þrjú eftir aðgerð vegna
rofins ósæðargúls (100%) og eitt eftir valaðgerð á ósæðargúl
(5,5%). Tíðni aðgerða á kviðarholsósæð einkum vegna þreng-
inga/lokana hefur farið mjög minnkandi á síðustu árum eins
og í öðrum löndum, vegna innæðaaðgerða. Aðgerðir vegna
blóðreks eða blóðsegamyndunar í slagæð eða slagæðagræðlingi
(thromboembolismus) voru 30 og dauðsföll eftir þær þrjú. 26
aðgerðir með úrnám kalklokunar/þrengingar á æð (TEA) og 26
aðrar slagæðaaðgerðir nánar voru án dauðsfalla.
Alyktun: Þróun slagæðaskurðlækninga á FSA hefur í samvinnu
við æðaskurðlækningadeild Landspítala verið í takt við það sem
gerist erlendis. Árangur slagæðaaðgerða á FSA hvað varðar
dánartíðni, enduraðgerðir í sömu legu og fleira virðist fyllilega
sambærilegur við tölur frá stærri stofnunum erlendis þó fjöldi
aðgerða á ári sé mun minni. Þó er árangur af aðgerðum vegna
rofins ósæðargúls ekki góður, en of fáar aðgerðir til að meta það
fyllilega.
Ágrip
veggspjalda
V-01 Menntun sjúkraflutningamanna á íslandi. Staðan í
dag og vangaveltur um framtíðina
Hildigunnur Sruvursdóttir
skólastjóri Sjúkraflutningaskólans
Tilgangur kynningarinnar er að gefa yfirlit yfir grunn-, fram-
halds- og endurmenntun sjúkraflutningamanna á íslandi, það
er hvernig menntunin er uppbyggð og gerð aðgengileg öllum
sjúkraflutningamönnum án tillits til búsetu. Ennfrentur kynntar
vangaveltur um framtíðarhorfur tengt frekari menntun sjúkra-
flutningamanna.
Menntun sjúkraflutningamanna sem í boði er á íslandi er
aðallega skipt í þrennt, það er grunnnámskeið í sjúkraflutning-
um, neyðarflutninganámskeið og endurmenntunarnámskeið.
Mismunandi kennslufræðilegri nálgun er beitt til þess að ná til
sem flestra sjúkraflutningamanna í landinu án tillits til búsetu.
Fjarfundatæknin er töluvert notuð og gerir fleiri nemendum af
landsbyggðinni kleift að sækja námskeið á vegum skólans. í því
skyni er um að ræða myndfundabúnað til að varpa fyrirlestrum
og vefsíðu til að geyma upplýsingar og gögn fyrir námskeiðin.
Flest af stærri námskeiðunum (grunn- og neyðarflutninganám-
skeið) eru kennd á tveimur eða fleiri stöðum í einu. Þá er mynd-
fundabúnaðurinn notaður og síðan eru skipulagðar verklegar
æfingar á hverjum námskeiðsstað fyrir sig. Minni námskeiðin
fara aðallega fram í heimabyggð sjúkraflutningamanna. Með
þessari nálgun er hægt að ná til fleiri sjúkraflutningamanna og
þá sérstaklega þeirra sem vinna og búa í dreifbýli. Þeir hafa þá
möguleika á að sækja námskeiðin í heimabyggð og þurfa ekki að
sækja þau til Akureyrar eða Reykjavíkur.
Markmiðið er að auka nám sjúkraflutningamanna og koma
því að einhverju leyti upp á háskólastig. Þannig væri hægt að
bjóða upp á bráðatækninám á Islandi í samvinnu við sambæri-
legar erlendar stofnanir. Samstarf og samvinna við erlenda aðila
er einnig mikilvæg til þess að miðla þekkingu og reynslu svo
eitthvað sé nefnt.
V-02 Hjartastopp utan spítala á Akureyri og nágrenni
tímabilið 2000-2004
Hildigunnur Svavarsdóttir1, Jón Þór Sverrisson2
‘Sjúkraflutningaskólinn, 2lyflækningadeild FSA
Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að lýsa árangri í hjarta-
stoppum utan spítala á Akureyri og nágrenni fyrir tímabilið
2000-2004.
Aðferðafræði: Öll tilfelli hjartastopps þar sem endurlífgun var
reynd voru skráð í þar til gerðan gagnagrunn. Upplýsingum var
safnað af sjúkraflutningamönnum og frá skýrslum slysadeildar
304
Lækna
BLAÐIÐ 2006/92
J