Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA INNRENNSLISLYFJA
Mynd 1. Klórprómazín var upphaflega sett á tnarkaö tneð
sérlyfjaheitinu Largactil® sem þýðir „Itið stórvirka eða
mikilvirka". Notkun þess (fyrst 1952) braut réttilega blað
í meðferð fólks sem lialdið er geðklofa eða œði. Það var
að því best er vitað fyrst notað hér á landi sumarið 1954 á
Kleppsspítalanum (gamalt sýnishorn í Lyfjafræðisafninu).
(Ljósm.: Óttar Kjartansson.)
því að reyna að virkja boðefni í taugakerfi sjúkling-
anna í þeirri veiku von að slíkt kæmi að gagni við
geðsjúkdóma. Lyfjagjafir í síðari flokknum hafa nú
fengið á sig furðulegan blæ þegar við bæði vitum
og getum gert betur. Raunar á sama við sumt af
lyfjagjöfum í fyrri flokknum einnig. Eitt afbrigði
af róandi meðferð geðsjúklinga virtist þannig vera
fólgið í því að gefa etra (etýletra), leystan í salt-
vatni, í innrennsli. Á minni tíð á Kleppsspítala var
þessari meðferð þó sem betur fer einungis ávísað á
einn sjúkling, unga stúlku. Var það góðu heilli ekki
gert oftar því að etri svo gefinn getur sem hægast
valdið síðkominni æsingu eins og þeir þekkja sem
einhvern tíma hafa svæft með etra á opinn maska.
Nú var þrautin eftir að búa til saltvatnslausn
með etra í og gefa stúlkunni. Ég hafði fyrr urn
sumarið verið stúdent í Lyfjabúðinni Iðunni í
einn mánuð (slíks var þá krafist af læknastúdent-
um vegna lyfsölu í héraði) og kunni að fara með
einfalda lyfjavog. Ég vó því 9 g af natríumklóríði
og leysti í lítra af eimuðu og sæfðu vatni (sennilega
keypt í Lyfjaverslun ríkisins) og kom í hreina gler-
flösku af þeirri gerð sem lengi var notuð undir inn-
rennslislyf (sjá mynd 2). Að öllum líkindum hef ég
svo sett þetta „pródúkt" í hitaskáp, þótt ég muni
það nú ekki lengur. Hér kom hins vegar upp óvænt
vandamál: Spítalinn átti einungis einn innrennsl-
isbúnað (infúsíonssett) og í hann vantaði síuna (sjá
mynd 3). Ég taldi að tilgangslaust væri að blanda
etra (hefur vafalaust verið etri til svæfinga, Aether
ad narcosin) í saltvatnið ef innrennslisbúnaðurinn
væri enn í ólagi. Hringt var í Lyfjaverslunina, en
þar var enginn innrennslisbúnaður til. Hvað var þá
til ráða? Jú, sían hafði verið úr nælon og það hlaul
að mega búa til síu til bráðabirgða úr nælon!
Mynd 2. Frá framleiðslu (áfyUingu) á innrennslislyfjum í
Lyfjaverslun ríkisins 1982 (tekið eftir (5)).
Uppi á einni deild Kleppsspítala var kona nokk-
uð við aldur sem áður hafði forframast í tískuheimi
Parísar ef ég man rétt. Dr. Helga Tómassyni fannst
mikið til um hannyrðir konunnar og á stofugangi
komst ég að því að hún átti mikið safn af alls konar
sokkum: silkisokkum, ísgarnssokkum, nælonsokk-
um, perlonsokkum og guð má vita hvað af öðrum
sokkum. Langmest af þeim voru háir og miklir
sokkar - fyrir tísku sokkabuxna. Ég sneri mér
nú til þessarar konu og bar upp við hana vanda
minn. Hún hlustaði vandlega á mig og greip ekki
fram í. Þegar ég lauk máli mínu sagði hún strax
að ég skyldi fremur nota síu úr silkisokki en næl-
onsokki. Silkið væri þægilegra að klippa og færi
betur í suðu, en vitanlega yrði ég að sjóða viðeig-
andi sokkapjötlu til þess að gera úr eitthvað sem
líktist síu. Svo kvað hún upp þann dóm að hún
ætti einn „sérstakan" sokk sem henta myndi vel
í síuna! Hófst hún nú óðara handa við að leita að
sokknum. Hún rótaði burtu tugum af sokkum, en
ég mátti bíða á meðan og sýna mikla biðlund og
þolinmæði. Loks nær botni í stórum kassa undir
rúmi konunnar fannst hinn útvaldi sokkur. Var það
stakur silkisokkur og hún fullvissaði mig strax um
að þetta væri einmitt sokkurinn!
Ég man nú ekki lengur hvernig ég gekk frá sí-
unni í innrennslisbúnaðinum eða hvort ég þurfti að
festa hana sérstaklega. Ég held raunar að pjatlan,
svo blaut sem hún var úr suðunni, hafi sjálf lagst
um nælonstandinn í dropahúsinu. Ég fékk því næst
félaga mína til þess að annast innrennslisgjöfina
þar eð ég taldi mig þegar hafa nóg að unnið.
Pegar ég tók að rifja þennan atburð upp áratug-
um síðar kom mér í opna skjöldu að innrennslis-
búnaður af þessari gerð skyldi hvergi vera finnan-
legur á stofnunum eða söfnum svo að mér sé kunn-
ugt, og nær sem tröllum gefinn.
Léleg minjavarsla
Ég kannaði og lét kanna bæði á Landspítala og
111
I I 6
(L 1
P
T
k
T
i-'gfl
Mynd 3. Innrennslisbún-
aður frá fyrri tíð. Erling
Edwald leiknaði eftir
ininni. Skýring á innrennsl-
isbúnaði:
1. Flöskunál (í innrennsl-
isflösku).
2. Dropahús (glerhólkur)
lokað með gúmmítöppum
i báða enda.
3. Nœlonstandur (með
rennslisgötum) til þess að
bera uppi síuna.
4. Sía úr nœloni með stífri
bryddingu, sem small á
gúmmítappa; sían átti að
hatda eftir hugsanlegum
ögnum í vökvanum.
5. Innrennstisslanga.
6. Holnál.
Gjarnan var skipt um inn-
rennslisslöngu og síu fyrir
hverja notkun. Annað var
tekið í sundur, hreinsað og
sœft til nýrra nota (þar á
meðal holnálin).
Læknablaðið 2006/92 329