Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HJÁLPARSTARF Eunice, starfsmaður Provide, að framkvœma ýmsar blóðrannsóknir á rannsóknarstof- unni í Mathare hverfinu. Að störfum við ung- kom fótgangandi að sækja okkur enda talið lífs- barnavernd. hættulegt fyrir hvítt fólk að þramma um göturnar. Þennan dag gengum við þó í klukkutíma til vinnu og tókum strætó hluta leiðarinnar. Strætóferðin var ein af stóru upplifunum ferðarinnar. Við biðum lengri tíma eftir vagninum, ásamt miklum fjölda fólks og þegar okkar vagn rann loksins að tróðust allir inn, konur notuðu jafnvel ungabörn sín til að ýta öðrum frá. Við urðum næstum undir í þvög- unni og áður en við náðum í gegn keyrði vagninn af stað. Við urðum að gjöra svo vel að bíða eftir þeim næsta og sýna meiri hörku. Á heilsugæslunum fengum við að reyna flest störf en mest tókum við þó þátt í ungbarnaeftirlit- inu, vigtuðum börn og bólusettum þau. Bólusett 316 Læknablaðið 2006/92 var einu sinni í viku á hverri stöð og vorum við ánægð með fjölda bólusetninga sem í boði voru, berklar, polio, DPT, hemophilus B, hepatitis B og mislingar. Hjá lækninum gegndum við minna hlutverki því þrátt fyrir að enska sé annað op- inbert tungumál landsins þá tala hana fæstir íbúar fátækrahverfanna. Þeir tala eigið tungumál, sam- suðu úr svahflí og ensku. Það var mikil upplifun að fá að fylgjast með störfum læknisins því þrátt fyrir jafnlangt háskólanám og við höfðu þeir gjörólík- ar áherslur. Áherslan var eingöngu á algengustu sjúkdómana, það er malaríu, berkla, taugaveiki, ormasýkingar og HIV, og áttu stöðvarnar einungis lyf við þessum sjúkdómum. Aðrar orsakir virtust ekki koma til greina og til dæmis var malaría eina mögulega greiningin hjá konu með klassíska ang- inu. Meðhöndlun sjúkdómanna kom okkur einnig á óvart en sjaldnast gekk fólk út með minna en þrjár gerðir lyfja og var ofnotkun sýklalyfja gríðarleg. Til dæmis kom inn lítil stelpa með hita, kvef, slapp- leika, hósta og magaverk. Blóðrannsókn sýndi malaríu og fékk hún því malaríumeðferð sem við hefðum talið nægja. Hins vegar fékk hún líka lyf við hverju og einu einkenni, parasetamól við hit- anum og slappleikanum, hóstasýróp við hóstanum og auðvilað metronidazole við magaverknum. Aðrar aðferðir til lækninga voru enn óvenjulegri en meðal annars fékk kona með blóðnasir vegna háþrýstings adrenalíni sprautað í upphandlegg í tilraun til að stöðva blæðinguna. Á heilsugæslunum var alltaf mest að gera hjá tannlækninum. Hann sá eingöngu um tann- drætti og dró allt að 70 tennur á dag. Fólk leitar ekki til tannlæknis fyrr en skennnd tönn er orðin algjörlega svört og uppétin, enda hefur enginn efni á tannburstum, hvað þá tannviðgerðum. Á hverri heilsugæslustöð eru um 60 fæðingar á mán- uði. Verðandi mæður koma um fjórum sinnum í mæðravernd á meðgöngu, þó oftast ekki fyrr en eftir fimmta mánuð. Við fæðingar eru engar deyfingar notaðar og var okkur sagt að það væri óþarfi, afrískar konur væru svo sterkar. Stöðvarnar höfðu ekki tölur yfir tíðni mæðradauða og ung- barnadauða en töldu að um tvær af hverjum fimm mæðrum væru HIV smitaðar. í Naíróbí eru litlar, einkareknar heilsugæslu- stöðvar á næstum hverju horni en þjónustan sem þær veita er misjöfn og aðgengi að lækni ekki tryggt, auk þess sem stór hluti stöðvanna býður eingöngu upp á grasalækningar. Á langflestum stöðvunum er komugjald um 1000 krónur og því koma langflestir á stöðvar Provide þar sem ekki er komugjald. Provide vísar þó stundum á aðrar stöðvar þar sem eru röntgentæki, en oftast er rík- isspítalinn næsta tilvísunarstöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.