Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 74
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI ofan þá eru önnur atriði sem tvímælalaust geta vegið þyngra við sérstakar aðstæður. Hvað réttlætir undantekningar? Gera þarf undantekningu frá þagnarskyldu þegar ljóst þykir að það að standa við hana muni valda meiri skaða en að rjúfa hana. Undantekningar hafa fyrst og fremst verið tengdar þrenns konar rökum (3, 4): í fyrsta lagi getur þurft að rjúfa þagnarskylduna ef hún ógnar velferð og grundvall- arhagsmunum þriðja aðila. Nefna má dæmi þar sem sjúklingur í geðviðtali hótar að valda ein- staklingi úti í bæ skaða og læknir metur það svo að sjúklingur muni hugsanlega fylgja hótun sinni eftir (6). í öðru lagi má nefna tilvik þar sem þagn- arskylda getur ógnað almannaheill. í þriðja lagi geta verið um að ræða tilvik þar sem sjúklingur hótar að valda sjálfum sér skaða eða taka eigið líf. Það sem einkennir fyrri tvenn rökin er að málið varðar í raun ekki bara sjúklinginn heldur líf og heilsu annarra einstaklinga. Segja má að sjúklingur hafi með hótun sinni fyrirgert rétti sínum til þess að litið sé á samtal við lækni eingöngu sem hans einkamál. I þeim tilvikum getur þurft að grípa til sérstakra aðgerða til að verja hagsmuni þeirra sem um ræðir. Ef slíkt væri ekki gert mætti halda því fram að glæpur væri unninn í skjóli þagnarskyldu og læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður væri samsekur í glæpnum (6). Það sem á hinn bóginn einkennir þriðja liðinn er að þar má efast um að sjúklingur sé „með sjálfum sér“. Forsenda þess að þagnarskylda sé rofin er velferð og heill sjúklings. í einhverjum tilvikum mætti halda því fram að einstaklingur eigi að hafa leyfi til að skaða sjálfan sig eða jafnvel taka eigið líf. Hann er þá metinn andlega heill og siðferðilega sjálfráða, eða með öðrum orðum hæfur til að taka ákvarðanir um eigin mál. Almennt hefur þó verið álitið hér á landi að rétt sé að grípa inn í, í öllum tilvikum og forða einstaklingum frá því að valda sjálfum sér skaða. Hefur það verið rökstutt með því að það að valda sjálfum sér skaða eða vilja taka eigið líf sé merki um sjúklegt ástand og slíkum einstaklingi sé því ekki sjálfrátt. Sjúklingur sé í raun „ekki með réttu ráði“ og því beri að grípa inn í. Vissulega má segja að hér sé rökfærslan komin í hring. Einnig má benda á dæmi eins og hungurverkföll, þar sem ein- staklingur lýsir yfir einlægum vilja til að halda uppi mótmælum og ekki verður dregið í efa að hann sé heill á geði og með réttu ráði. Hann velur einfald- lega þá leið að valda sjálfum sér skaða til að leggja áherslu á mál sitt. Þrátt fyrir vafatilvik sem ég dreg hér fram eru býsna sterk rök sem mæla með inn- gripi þegar einstaklingur hyggst skaða sjálfan sig með hegðun sinni. Er það ekki síst vegna þess að í langflestum tilvikum má segja að síðar brái af fólki og það telur eftir á að rétt hafi verið að hindra það í gjörðum sínum. Nokkuð sérstök staða getur komið upp þegar meta þarf hvort rjúfa eigi þagnarskyldu gagnvart sjúklingum sem ekki eru fullveðja. Trúnaður læknis er í því tilviki gagnvart barni og foreldrum eða for- ráðamönnum. Ef hagsmunir þessara tveggja aðila stangast á er trúnaður fyrst og fremst gagnvart barninu sem þá er sjúklingurinn og hinn eiginlegi skjólstæðingur læknisins. í tilvikum sem þessum er iðulega um að ræða tilkynningarskyld mál. Það sem einkennir þau er að hið opinbera þarf að grípa inn í og standa vörð um velferð hins ófullveðja barns sem ekki getur varið sig sjálft. Dæmi þar sem meiri vafi ríkir um hvort rétt sé að gera undantekningu frá þagnarskyldu eru til að mynda þegar einstaklingur hefur orðið fyrir grófu ofbeldi og óskar eftir því að málið sé ekki tilkynnt. Þolandi ofbeldisins telur að árásin sé hans einkamál. Það er þó ekki endilega svo. Fremur beri þá að líta þannig á að sá sem gangi laus og beiti slíku ofbeldi sé ógn við almannaheill. Því eigi að tilkynna um athæfið svo hægt sé að taka ofbeldismanninn úr umferð. Sömu rök gilda þegar sjúklingur ber með sér að vera þátttakandi í neyslu og dreifingu fíkniefna. Hann gæti verið ógn við almannaheill og þar með rétt að tilkynna hann til lögreglu. Þó vissulega séu þessi rök ekki léttvæg þá virðast þau gera þá kröfu til heilbrigðisstarfsmanna að þeir séu ekki lengur trúir sínu gamla hlutverki. Læknar og hjúkrunarfólk hafa alla tíð sinnt fólki af ólíku sauðahúsi á sama hátt og ekki farið í mann- greinarálit. Starfsfólk íheilbrigðisþjónustu á aðjafn- aði ekki að taka að sér lögregluhlutverk eða að vera eftirlitsaðili hins opinbera. Þeirra lúutverk er fyrst og fremst að sinna sjúklingum og sjá um meðferð og að fyrirbyggja sjúkdóma. Mikilvægt er að innan heilbrigðisstofnana sé grundvöllur fyrir gagnkvæmt traust. Slíkt traust væri í hættu ef samstarf við yf- irvöld væri of náið. Þetta mælir því gegn tilkynning- arskyldu í dæmunum tveimur hér að ofan. Oft er það svo að hinn siðferðilegi vandi liggur ekki í því hvort rétt sé að rjúfa þagnarskylduna eða ekki. Það getur verið augljóst að grípa beri inn í. Siðferðisvandinn er þá miklu fremur hvernig eigi að standa að því. Það er mikilvægt að velja tíma- setningar rétt, einnig skiptir máli hverjir fá upplýs- ingar um sjúklinginn og hvernig farið er með þær. Jafnframt getur verið mikilvægt að greina sjúklingi frá því að þagnarskylda verði rofin. Oft má með því viðhalda trausti sjúklings. Ekkert af þessu er þó algilt. Vitanlega geta vinnureglur og leiðbeiningar hjálpað til í tilvikum sem þessum. Ekkert getur þó komið í stað reynslu og dómgreindar starfsmanns þegar á hólminn er komið. Þagnarskylda er mjög mikilvæg regla í starfi 326 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.