Læknablaðið - 15.04.2006, Blaðsíða 100
SÉRLYFJATEXTAR
Ramíl - Ramipril
Virk innihaldsefni: Hver tafla inniheldur 2,5 mg, 5 mg eða 10 mg af ramipríli. Ábendingar: Lækkun
dánartíðni og fækkun hjarta- og heilaslaga hjá sjúklingum í verulegri hættu, með kransæðasjúkdóma
eða sykursýki 2 ásamt viðbótaráhættuþáttum. Meðferð gegn háþrýstingi. Lækkun dánartíðni hjá sjúklingum
með væga eða miðlungs alvarlega hjartabilun eftir brátt hjartadrep. Meðferð gegn greinilegum gauklakvilla
án tengsla við sykursýki. Skammtar og lyfjagjöf:Töflurnar skal taka fyrir, með eða eftir máltíð með glasi
af vatni. Lækkun dánartíöni og fækkun hjarta- og heilaslaga hjá sjúklingum Iverulegri hættu, með hjarta-
og æðasjúkdóma eða sykursýki afgerð 2 ásamt viðbótar áhættuþáttum: Ráðlagður upphafsskammtur er
2,5 mg af ramipríli einu sinni á dag. Skammtinn skal auka smátt og smátt, háð þoli. Eftir eina viku er
ráðlagt að tvöfalda skammtinn og eftir 3 vikur til viðbótar ætti að auka hann í 10 mg á dag. Venjulegur
viðhaldsskammtur er 10 mg einu sinni á dag. Háþrýstingur: Ráðlagður upphafsskammtur er 2,5 mg af
ramipríli einu sinni á dag. Ef svörun sjúklings er ekki viðunandi má hækka upphafsskammtinn eftir 2-3
vikur. Ráðlagt er að tvöfalda skammtinn. Venjulegur viðhaldsskammtur er 2,5-5 mg á dag. Skammtinn
má auka í hámarksskammt, 10 mg á dag, háð svörun sjúklings eða bæta þvagræsilyfi eða öðru háþrýstingslyfi
við meðferðina án þess að hækka ramipríl skammtinn upp í meira en 5 mg á dag. Lækkun dánartíðniaf
völdum hjarta- og æðasjúkdóma hjá sjúklingum með hjartabilun eftir brátt hjartadrep: Hefja skal meðferð
á 3.-10. degi eftir brátt hjartadrep. Upphafsskammtur eru 1,25-2,5 mg tvisvar á dag. Ef upphafsskammturinn
2,5 mg þoiist ekki má lækka skammtinn í 1,25 mg tvisvará dag í tvo daga. Fylgjast skal með blóðþrýstingi
og nýrnastarfsemi. Síðan skal tvöfalda skammtinn, háð svörun sjúklings, með a.m.k. tveggja daga millibili,
í að hámarki 10 mg á dag. Skammtinn má gefa einu sinni eða tvisvar á dag, háð þoli sjúklings. Meðferð
gegn greinilegum gauklakvilla án tengsla við sykursýki: Ráðlagður skammtur er 1,25 mg einu sinni á dag.
Skammtinn má auka með því að tvöfalda hann á 2-3 vikna fresti. Viðhaldsskammtur er 5 mg á dag.
Hámarksdagsskammtur er 10 mg. Almennt: Leiðrétta skal blóðsalta- og/eða vökvaskort ef unnt er eða
ef sjúklingur er í þvagræsimeðferð má hugsanlega draga úr eða hætta henni 2-3 dögum fyrir meðferð
með ramipríli (hjá sjúklingum með hjartabilun, skal hinsvegar meta þetta m.t.t. hættu á bjúgsöfnun). Hjá
þessum sjúklingum skal hefja meðferð með lægsta staka skammti af ramipríli, 1,25 mg að morgni. Eftir
gjöf fyrsta skammts en einnig eftir hækkun ramipríl skammta og/eða skammta öflugra þvagræsilyfja,
skulu sjúklingar vera undir eftirliti læknis í að minnsta kosti 8 klst. til að foröast alvarlegt
réttstöðublóðþrýstingsfall. Skammtar við skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi: Hjá sjúklingum með skerta
nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun 20-50 ml/mín/1,73m2) er ráðlagður upphafsskammtur 1,25 mg
ramipríl en hámarksskammtur má ekki fara yfir 5 mg af ramipríli einu sinni á dag. Hjá sjúklingum með
kreatínín úthreinsun <20 ml/mín/1,73m2 er ráðlagður upphafsskammtur 1,25 mg af ramipríli annan hvern
dag en hámarksskammtur má ekki fara yfir 2,5 mg af ramipríli einu sinni á dag. Varðandi sjúklinga með
skerta lifrarstarfsemi sjá „Varnaðarorð og varúðarreglur". Notkun hjá öldruöum: Skammta skal miða við
nýrnastarfsemi hjá öldruðum. Notkun hjá börnum: Notkun er ekki ráðlögð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir
ramipríli, einhverju hjálparefna lyfsins eða öðrum ACE-hemli. Saga um ofsabjúg í tengslum við fyrri
meðferð með ACE-hemli. Arfgengur eöa sjálfvakinn ofsabjúgur. Annar og síðasti þriöjungur meðgöngu.
Þrengingar í báðum nýrnaslagæðum eða þrenging í slagæð til staks nýra, er hafa blóðaflfræðilega þýðingu.
Varnaðarorð og varúðarreglur: Lágur blóðþrýstingur sem veldureinkennum kemur sjaldan fram hjá
sjúklingum með háþrýsting án fylgikvilla. Hjá sjúklingum með háan blóðþrýsting sem fá ramipríl, er lágur
blóðþrýstingur líklegri ef um vökvaskort er að ræða, t.d. vegna meðferðar meö þvagræsilyfjum, takmörkunar
á salti í fæðu, skilunar, niðurgangs eða uppkasta eða ef um verulegan, renínháðan háþrýsting er að ræða.
Hjá sjúklingum með hjartabilun, með eða án tengdrar nýrnabilunar, hefur komið fram lágur blóðþrýstingur
með einkennum. Líklegast er að þetta komi fram hjá sjúklingum með alvarlega hjartabilun, sem
endurspeglast í notkun hárra skammta af kröftugum þvagræsilyfjum, lágri þéttni natríums í blóði eða
skertri nýrnastarfsemi. Fylgjast þarf vel með sjúklingum sem hætt er viö lágum blóðþrýstingi með
einkennum við upphaf meðferðar og skammtaaðlögun. Sama á við um sjúklinga meö blóðþurrðarsjúkdóma
í hjarta eða í heilaæðum þar sem verulegt blóðþrýstingsfall gæti leitt til hjartadreps eða heilablóðfalls.
Falli blóðþrýstingur skal leggja sjúkling útaf og ef nauðsyn krefurgefa saltvatn með innrennsli í bláæð.
Skammvinnt blóðþrýstingsfall er ekki frábending gegn frekari notkun en yfirleitt er hægt að halda áfram
án vandkvæða er blóðþrýstingurinn hefur hækkað eftir vökvagjöf. Hjá sumum sjúklingum með hjartabilun
sem hafa eðlilegan eða lágan blóðþrýsting getur ramipríl valdið viðbótarlækkun blóðþrýstings. Þessi áhrif
eru fyrirsjáanleg og yfirleitt ekki ástæða til að hætta meðferð. Ef einkenni lágþrýstings koma fram getur
reynst nauðsynlegt að lækka skammta eða hætta notkun ramipríls. Lágur blóðþrýstingur með bráðu
hjartadrepi: Ekki má hefja meðferð með ramipríli hjá sjúklingum með brátt hjartadrep sem eiga á hættu
að fá blóðþrýstingsfall eftir meðferð með æðavíkkandi lyfi. Þetta eru sjúklingar með slagbilsþrýsting 100
mmHg eða lægri og sjúklingar í hjartalosti. Ósæðar- og míturlokuþrengsli/-ofvaxtarhjartavöðvakvilli: Eins
og við á um aðra ACE-hemla, skal gæta varúðar við notkun ramipríls hjá sjúklingum með míturlokuþrengsli
og hindrun á útflæði úr vinstri slegli s.s. ósæðarþrengsli eða ofvaxtarhjartavöövakvilla. Ekki skal gefa
ramipríl í tilvikum þar sem um slíkar blóðafl fræðilegar truflanir er að ræða. Skert nýrnastarfsemi: Miða
skal upphafsskammt af ramipríli við kreatínín úthreinsun sjúklingsins og síðan samkvæmt svörun
sjúklingsins við meðferð. Hjá þessum sjúklingum er reglulegt eftirlit með kalíum og kreatíníni hluti
venjulegs lækniseftirlits. Hjartabilun: Hjá sjúklingum með hjartabilun, getur blóöþrýstingslækkun í upphafi
meðferðar með ACE-hemlum valdið frekari skerðingu á nýrnastarfssemi. Greint hefur verið frá bráðri
nýrnabilun, yfirleitt afturkræfri, við slíkar aðstæður. Þrengingarí báðum nýrnaslagæðum eða þrenging í
slagæð tilstaks nýra: Hjá sumum þessara sjúklinga sem fá meðferð með ACE-hemlum hefur komið fram
hækkuð þéttni þvagefnis í blóði og kreatíníns í sermi, sem yfirleitt gengur tilbaka þegar meðferð er hætt.
Þetta á sérstaklega við um sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi. Ef nýrnaháþrýstingur er einnig til staðar
er aukin hætta á alvarlegum lágþrýstingi og alvarlegri skerðingu á nýrnastarfsemi. Hefja skal meðferð hjá
þessum sjúklingum undir nákvæmu lækniseftirliti með lágum skömmtum og gæta varúðar við
skammtaaðlögun. Þar sem meðferö með þvagræsilyfjum getur stuðlað að ofangreindu, skal hætta notkun
þeirra og fylgjast með nýrnastarfsemi fyrstu vikur meðferðar með ramipríli. Háþrýstingur: Hjá sumum
sjúklingum með háþrýsting, án greinanlegra undirliggjandi sjúkdóma í nýrnaæðum, hefur komið fram
aukning í þéttni þvagefnis í blóði og kreatíníns í sermi, sem yfirleitt er væg og tímabundin, einkum þegar
ramipríl hefur verið gefið samhliða þvagræsilyfi. Meiri líkur eru á að þetta komi fram hjá sjúklingum með
skerta nýrnastarfsemi. Nauðsynlegt getur reynst að lækka skammta og/eða hætta meðferð með
þvagræsilyfinu og/eða ramipríli. Brátt hjartadrep:Við brátt hjartadrep skal ekki hefja meðferð með ramipríli
hjá sjúklingum með merki um skerta nýrnastarfsemi. Komi fram skerðing á nýrnastarfsemi meðan á
meðferð með ramipríli stendur ætti að íhuga að hætta notkun ramipríls. Nýrnalgræðsla: Engin reynsla er
af notkun ramipríls hjá sjúklingum sem nýlega hafa gengist undir nýrnaígræðslu og notkun því ekki
ráðlögð. Sjúklingaríblóðskilun: Greint hefur verið frá bráðaofnæmisviðbrögðum hjá sjúklingum sem
fengu ACE-hemla samhliða skilun með háflæðihimnum. Hjá þessum sjúklingum skal íhuga notkun
annarrar tegundar af himnu við skilun eða notkun blóðþrýstingslækkandi lyfja úr öðrum flokki.
Ofnæmi/ofsabjúgur: Mjög sjaldan hefur verið greint frá ofsabjúgi í andliti, útlimum, vörum, tungu,
raddböndum og/eða barkakýli hjá sjúklingum á meðferð með ACE-hemlum, þ.m.t. ramipríli. Þetta getur
átt sér stað hvenær sem er meðan á meðferð stendur. í slíkum tilvikum skal strax hætta meðferð með
ramipríli og hefja viðeigandi meðferð og eftirlit til að tryggja að einkenni hafi algerlega gengið til baka
áður en sjúklingar eru útskrifaðir. Jafnvel í þeim tilvikum þar sem aðeins kemur fram bólga í tungu, án
öndunarörðugleika, geta sjúklingar þurft á eftirliti að halda í langan tíma þar sem ekki er víst að meðferð
með andhistamínum og barksterum nægi. örsjaldan hefur verið greint frá dauösföllum er tengjast
ofsabjúgi í barkakýli eða tungu. Sjúklingar sem fá einkenni í tungu, raddbönd eða barkakýli eiga á hættu
að fá teppu í öndunarveg, einkum þeir sem áður hafa gengist undir aðgerðir á öndunarvegi. í slíkum
tilvikum skal beita bráðameðferð án tafar. Hún geturfalið í sérgjöf adrenalíns og/eöa að halda öndunarvegi
opnum. Sjúklingurinn skal vera undir nákvæmu eftirliti læknis þar til algert og viðvarandi afturhvarf
einkenna hefur verið staðfest. Sjúklingar sem áður hafa fengið ofsabjúg, án tengsla við notkun ACE-hemla,
geta verið í aukinni hættu vegna ofsabjúgs við notkun ACE-hemla. Bráðaofnæmi í tengslum við LDL-skilun:
Mjög sjaldan hefur verið greint frá lífshættulegum bráðaofnæmisviðbrögðum hjá sjúklingum sem fengu
ACE-hemla samhliða LDL-skilun með dextransúlfati. Komist var hjá þessum viðbrögðum með því að gera
tímabundið hlé á meðferðinni með ACE-hemlinum fyrir hverja skilun. ónæming: Komið hafa fram
bráðaofnæmisviðbrögð hjá sjúklingum sem fá ACE-hemla meðan á ónæmingu stendur. Komist hefur
veriö hjá þessum einkennum með tímabundnu hléi á meðferð en þau hafa komið fram aftur ef lyfið hefur
verið gefið aftur fyrir slysni. Lifrarbilun: Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi geta haft minni hæfni til að
mynda virka efnið ramiprílat. Ekki er næg reynsla til staðar til að gefa ákveðnar ráðleggingar varðandi
skömmtun. Mjög sjaldan hefur notkun ACE-hemla tengst heilkenni, sem byrjar með stíflugulu sem þróast
í alvarlegt drep og (stundum) dauða. Meinmyndun heilkennisins er ekki þekkt. Sjúklingar sem fá ramipríl
og fá gulu eða verulega hækkun lifrarensíma ættu að hætta notkun ramipríls og gangast undir viðeigandi
lækniseftirlit. Frumkomið aldósterónheilkenni: Sjúklingar með frumkomið aldósterónheilkenni svara ekki
blóðþrýstingslækkandi lyfjum sem hafa áhrif með hindrun renín-angíótensínkerfisins. Notkun ramipríls
hjá þessum sjúklingum er því ekki ráðlögð. Daufkyrningafæð/kyrningahrap: Greint hefur verið frá
daufkyrningafæð/kyrningahrapi, blóðflagnafæð og blóðleysi hjá sjúklingum sem fá ACE-hemla. Hjá
sjúklingum meö eðlilega nýrnastarfsemi og enga aðra áhættuþætti kemur daufkyrningafæð mjög sjaldan
fram. Daufkyrningafæð og kyrningahrap ganga til baka eftir að notkun ACE-hemilsins er hætt. Gæta skal
sérstakrar varúðar við notkun ramipríls hjá sjúklingum með bandvefs æðasjúkdóm, sjúklingum sem eru
á ónæmisbælandi meðferð, meðferð með allópúrinóli eða prócaínamíði eða einhverja samsetningu
þessara áhættuþátta, einkum ef vitað er um skerta nýrnastarfsemi. Sumir þessara sjúklinga fengu alvarlegar
sýkingar, sem í nokkrum tilvikum svöruðu ekki öflugri meðferð með sýklalyfjum. Ef ramipríl er notað hjá
slíkum sjúklingum er reglulegt eftirlit með fjölda hvítra blóðkorna ráðlagt og sjúklingum skal gefa fyrirmæli
um að greina frá öllum einkennum sýkinga. Kynþættir:Tíðni ofsabjúgs af völdum ACE-hemla er hærri hjá
sjúklingum af svarta kynstofninum en af öðrum kynþáttum.Eins og á við um aðra ACE-hemla, geta
blóðþrýstingslækkandi áhrif ramipríls verið minni hjá sjúklingum af svarta kynstofninum, hugsanlega
vegna þess að lág reníngildi eru algengari hjá háþrýstisjúklingum af svarta kynstofninum. Hósti: Greint
hefur verið frá hósta við notkun ACE-hemla. Einkennandi er að hóstinn er án uppgangs, viðvarandi og
hverfur eftir að meðferð er hætt. Hafa skal hósta af völdum ACE-hemla í huga viö greiningu orsaka hósta.
Skuröaðgerðir/svæfíngar: Hjá sjúklingum sem gangast undir meiriháttar skurðaðgerðir eða við svæfingar
með lyfjum sem valda blóðþrýstingslækkun, getur ramipríl hamlað myndun angíótensíns II sem svörun
við renínlosun. Ef lágþrýstingur kemur fram, sem talinn er vera vegna þessa ferlis, má leiðrétta hann með
vökvagjöf. Hækkuð kalíumþéttni í sermi hefur komið fram hjá sumum sjúklingum á meðferð með ACE-
hemlum, þ.m.t. ramipríli. Sjúklingar sem eiga hækkun kalíums í blóði á hættu eru m.a. sjúklingar með
skerta nýrnastarfsemi, sykursýki og þeir sem eru samhliða á meðferð með kalíumsparandi þvagræsilyfjum,
kalíumuppbót eða nota saltlíki sem inniheldur kalíum eða sjúklingar sem taka önnur lyf sem auka þéttni
kalíums í sermi. Ef samhliða notkun áðurnefndra efna er talin viðeigandi, er mælt með reglulegu eftirliti
með kalíum í sermi. Milliverkanir: Kalíumsparandiþvagræsilyf, kaliumuppbót eða saltlíki sem inniheldur
kalíum geta valdið verulegri hækkun kalíums í sermi. ACE-hemlar draga úr kalíumtapi af völdum
þvagræsilyfja. Ef þörf er á samhliða notkun vegna þess að lækkun hafi komið fram á kalíumþéttni, skal
gæta varúðar við notkun þessara efna og framkvæma reglulegt eftirlit með kalíumþéttni í sermi. Tíazíð
og öflugþvagræsilyf: Fyrri meðferð með háum skömmtum af þvagræsilyfjum getur valdið vökvatapi og
hættu á lágum blóðþrýstingi við upphaf meðferðar með ramipríli. Draga má úr blóðþrýstingslækkandi
áhrifum með því að hætta notkun þvagræsilyfsins, auka vökva- eða saltneyslu eða með því að hefja
meðferö með ramipríli í lágum skömmtum. önnurlyfgegn háþrýstingi: Samhliða notkun getur aukið
blóðþrýstingslækkandi áhrif ramipríls. Samhliða notkun nítróglýceríns og annarra nítrata eða æðavíkkandi
lyfja geta lækkað blóðþrýsting enn frekar. Litíum: Greint hefur verið frá afturkræfri hækkun á litíumþéttni
í sermi og eituráhrifum við samhliða notkun litíums og ACE-hemla. Samhliða notkun tíazíðþvagræsilyfja
getur aukið hættuna á litíumeitrun og aukið enn frekar eituráhrif litíums vegna ACE-hemla. Notkun
ramipríls ásamt litíum er ekki ráðlögð en þegar slík notkun reynist nauðsynleg, skal fylgjast vel með þéttni
litíums í sermi. Þríhringlaga þunglyndislyf/geðrofslyf/svæfíngalyf: Notkun ákveðinna svæfingalyfja,
þríhringlaga þunglyndislyfja og geðrofslyfja samhliða ACE-hemlum getur valdið frekari lækkun
blóðþrýstings. Bólgueyðandi lyf(NSAID): Langvinn notkun bólgueyðandi lyfja geturdregið úr
blóðþrýstingslækkandi áhrifum ACE-hemils. Bólgueyðandi lyf og ACE-hemlar hafa samlegðaráhrif á
aukningu kalíums í sermi og geta leitt til skerðingar á nýrnastarfsemi. Þessi áhrif eru yfirleitt afturkræf.
Mjög sjaldan getur komið fram bráð nýrnabilun, einkum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, s.s.
öldruöum eða þeim sem líða vökvaskort. Adrenvirklyf geta dregið úr blóðþrýstingslækkandi áhrifum ACE-
hemla. Sykursýkislyf: Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að samhliða notkun ACE-hemla og sykursýkislyfja
(insúlíns, sykursýkislyfja til inntöku) geti aukið blóðsykurslækkandi áhrif lyfjanna og aukið hættu á
blóðsykursfalli. Meiri líkur virtust á því að þetta kæmi fram á fyrstu vikum samhliða meðferðar og hjá
sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Allópúrínól, prókaínamíð, frumueyðandieða ónæmisbælandilyf:
Hætta á hvítkornafæð eykst, einkum ef ACE-hemlar eru gefnir í hærri skömmtun en ráðlagðir eru.
Trímetóprím notaö samhliða ACE-hemlum getur stuðlað að hárri kalíumþéttni í blóði. Meðganga og
brjóstagjöf: Ramipríl skal ekki nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Þegar þungun er áætluð eða staðfest
skal skipta yfir á aðra meðferð eins fljótt og unnt er. Ekki má nota ramipríl á öðrum og síðasta þriðjungi.
Langvarandi útsetning ACE-hemla á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu veldur eituráhrifum á fóstur
og nýbura. Hafi ramipríl verið notað eftir upphaf annars þriðjungs meðgöngu er ómskoðun á nýrnastarfsemi
og höfuðkúpu ráðlögð. Fylgjast skal náið með ungbörnum mæðra sem tekið hafa ramipríl m.t.t. lágþrýstings,
þvagþurrðar og hárrar kalíumþéttni í blóði. Ramipríl, sem fer yfir fylgju, hefur verið fjarlægt úr blóði nýbura
með kviðskilun með einhverjum klínískum árangri og fræðilega má fjarlægja það með blóðskiptum. Ekki
er vitað hvort ramipríl skilst út í brjóstamjólk kvenna. Notkun ramipríls er ekki ráðlögð hjá konum sem
eru með barn á brjósti. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Ramíl hefur lítil eða væg neikvæð áhrif
á hæfni til aksturs eöa notkunar véla. Þetta á einkum við í upphafi meðferðar eða þegar skipt er yfir frá
öðrum lyfjum og við samhliða neyslu áfengis. Aukaverkanir: A/gengor: Svimi, höfuðverkur, réttstöðuáhrif
(þ.m.t. lágþrýstingur), hósti, niðurgangur, uppköst, skert nýrnastarfsemi. Sjaldgæfar: Skapbreytingar,
náladofi, svimi (vertigo), bragðtruflanir, svefntruflanir, hjartadrep eða heilablóðfall (hugsanlega tengt
blóðþrýstingsfalli hjá sjúklingum í áhættuhópi), hjartsláttarónot, hraðtaktur, Raynauds heilkenni, mæði,
nefslímubólga, ógleði, kviðverkir, meltingartruflanir, lystarleysi, útbrot, kláði, getuleysi, þreyta, máttleysi,
hækkuð þéttni þvagefnis í blóði, hækkuð þéttni kreatíníns í sermi, hækkuð lifrarensím, hækkuð þéttni
kalíums í blóði. Mjög sjaldgæfar: Lækkað hemóglóbín, lækkuð blóðkornaskil, rugl, munnþurrkur,
ofnæmi/ofsabjúgur, ofsakláði, hárlos, psoriasis, þvageitrun, bráð nýrnabilun, brjóstastækkun hjá körlum,
hækkuð þéttni bilirúbíns í sermi, lækkuð þéttni natríums í blóði. Örsjaldan koma fyrir: Beinmergsbæling,
blóðleysi, blóðflagnafæð, hvítkornafæð, kyrningahrap, blóðlýsublóðleysi, eitlastækkanir,
sjálfsofnæmissjúkdómar, blóðsykurslækkun, berkjukrampar, skútabólga, ofnæmislungnabólga, brisbólga,
lifrarbólga í lifrarfrumum eða af völdum gallteppu, gula, ofsabjúgur í þörmum, gallvegaskorpulifur,
svitamyndun, blöðrusótt, drep í húðþekju, Steven-Johnsons heilkenni, regnbogaroðasótt,
þvagþurrö/þvagleysi. Greint hefur verið frá safni einkenna sem geta verið eitt eða fleiri eftirgreindra: Hiti,
æðabólga, vöðvaverkir, liðverkir/liðbólga, jákvætt ANA, hækkað sökk, eósínfíklafjöld og hvítfrumnafjölgun,
útbrot, Ijósnæmi eða aðrir húðsjúkdómar geta komið fram. Pakkningar og hámarksverð í smásölu
(01.08.05): Töflur 2,5 mg: 30 stk. 1.811 kr., 100 stk. 4.949 kr. Töflur 5 mg: 30 stk. 2.744 kr., 100 stk. 6.162 kr.Töflur
10 mg: 100 stk. 9.464 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: B. Markaðsleyfishafi: Actavis hf. Október
2004.
vactavis
hagur I heilsu
352 Læknablaðið 2006/92