Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR / HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA unarástand, hiti og öndunartíðni (mynd 1) (18). Á MBCH er rannsóknarstofa þar sem meðal annars er möguleiki á því að leita að malaríusníkli í blóð- stroki, mæla blóðrauða (haemoglobin) og flokka og gefa blóð. Rannsóknarstofan var opin síðustu fjóra daga rannsóknartímabilsins. Ekki var unnt að meta að hve miklu leyti rannsóknarstofan var notuð í uppvinnslu veikra barna þá daga sem hún var opin. Við alvarlegri sjúkratilvik er fólki vísað áfram til héraðssjúkrahússins í bænum Mangochi, sem er miðstöð Mangochi héraðs. Þar starfar einn full- menntaður almennur læknir ásamt læknatæknum og hjúkrunarfólki en sjúkrahúsið þjónar öllu hér- aðinu en íbúar þess eru rúmlega 750.000. Þróunarsamvinnustofnun Islands (ÞSSI) hefur síðan árið 2000 stutt við uppbyggingu heilsu- gæslustarfs á Monkey Bay svæðinu í samvinnu við malavísk stjórnvöld (19). Aðstoð ÞSSÍ hefur meðal annars falist í byggingu nýs svæð- issjúkrahúss í Monkey Bay, menntun faglærðs og ófaglærðs starfsfólks, bættum samskiptum á milli heilsugæslustöðvanna og sjúkrahússins, meðal annars með kaupum og rekstri á sjúkrabíl, bifhjól- um og uppsetningu á talstöðvakerfi. ÞSSI hefur haft íslenskan lækni og ljósmóður á staðnum til að styðja við og efla hið daglega starf heilsugæsl- unnar á svæðinu. Stofnunin hefur auk þess styrkt malavíska og íslenska læknanema til rannsókn- arvinnu á svæðinu, til dæmis rannsókn á þekjun bólusetninga (20), mæðravernd, fæðingarhjálp og getnaðarvarnarnotkun. Rannsóknargögnum var safnað á tímabilinu 16. mars til 20. apríl 2005. Mars- og aprílmánuðir eru á þurrkatímabili sem fylgir í kjölfar regntímabilsins í Malaví. Rannsóknin skiptist í þrjá meginþætti. í fyrsta lagi var safnað saman upplýsingum um einstaklinga, börn og fullorðna, sem leituðu á göngudeildir heilbrigðisstofnananna fimm í mars mánuði 2005. Þessar upplýsingar fengust úr skrán- ingarbókum göngudeildanna. Upplýsingar voru færðar yfir á sérhönnuð rannsóknareyðublöð og var skráning sjúkdóma barna yngri en fimm ára sérstaklega skoðuð. I skráningarbókunum var hægt að skrá hvert barn mest í tvo sjúkdóms- flokka. í öðru lagi voru viðtöl tekin við heilbrigð- isstarfsmenn sem sinna börnum og þeir spurðir um reynslu sína af IMCI og viðhorfi þeirra til notk- unar þess. í þriðja og síðasta lagi voru lyfjabirgðir MBCH kannaðar vikulega á tímabilinu 18. mars til 20. apríl 2005 og lyfjabirgðir hinna heilsugæslu- stöðvanna einu sinni innan þessa tímabils með til- liti til þess hvort IMCI-lyf væru aðgengileg þar. Eyðublöð sem notuð voru til gagnasöfnunar voru hönnuð í forritinu FileMaker Pro v5.5 fyrir Windows og var það forrit notað til að tölvuvæða ASSESS AND CLASSIFY THE SICK CHILD AGE 2 MONTHS UP TO 5 YEARS ASSESS CLASSIFY IDENTIFY ASK TX MOTHCR WHAT 1HE CMLD1 PNOBLEUS ARE TREATMENT • D«MrmlMlftNiif anlrtMorfolow-tipvtikhrtNip'DbtMn. - If UoW'Up viuL uu tha loiow-i4> InUrudiont on TREAT THE CHLD cíiart • if iritial v«it. asMU th* chld M foOmm: upplýsingarnar. Tölfræðiúrvinnsla var framkvæmd með SPSS vl3.0 fyrir Windows og JMP v3.2 fyrir Macintosh. Student t-próf var talið sýna marktæk- an mun þegar p<0,05. Hlutfallsleg áhætta (relative risk - RR) og hlutfallsleg líkindi (odds ratio - OR) voru reiknuð með 95% öryggisbili (confidence interval - CI). Við útreikninga á komum á heil- brigðisstofnanirnar miðað við fólksfjölda upp- tökusvæða þeirra var stuðst við opinber gögn um fólksfjölda á svæðinu. Gröf voru búin til í SPSS vl3.0 fyrir Windows og Microsoft Excel 2000 fyrir Windows. National Health Sciences and Research Com- mittee á vegum Ministry of Health and Population í Malaví veitti leyfi fyrir rannsókninni. Rann- sóknin var einnig samþykkt af ÞSSI og Rann- sóknarnámsnefnd læknadeildar Háskóla íslands. Figure 1. ThelMCl flowchart: general danger signs, cough and difficult breathing. WHO, UNICEF. Integrated Management of Childhood - Chartbooklet. [accessed on October 15, 2005]; Available from: http://www. who. int/child- adolescent-health/publica- tions/lMCl/chartbooklet. htm Niðurstöður Viðtöl við heilbrigðisstarfsmenn sýndu að átta af 10 fastráðnum heilbrigðisstarfsmönnum sem sinna veikum börnum á svæðinu voru þjálfaðir í notkun IMCI. Þjálfun helmings þeirra hafði verið fylgt eftir á síðastliðnum sex mánuðum af sérþjálfuðum IMCI leiðbeinanda. Á rannsóknartímabilinu störf- uðu fimm læknaliðanemar á MBCH og var enginn þeirra þjálfaður í notkun IMCI. Heildarfjöldi koma barna og fullorðinna á rann- sóknartímabilinu var hæstur á MBCH (tafla I). Að meðaltali komu á MBCH 175 veikir einstaklingar á dag (miðgildi 180, spönn 53-261). í hópi full- orðinna sóttu fleiri konur heilbrigðisþjónustu en karlar og var munurinn tölfræðilega marktækur (p<0,001) en slíkur kynbundinn munur var ekki til staðar hjá börnum. Við samanburð á fjölda heimsókna til ríkisrekinna og CHAM rekinna heilbrigðisstofnana kom í ljós að þær opinberu voru betur sóttar en CHAM (tafla I). Að með- Læknablaðið 2006/92 273
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.