Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 33
KLÍNISKAR LEIÐBEININGAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Klínískar leiðbeiningar um áhættumat og forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma Vinnubópur landlœknis Emil L. Sigurðsson (formaður) HEIMILISLÆKNIR Axel F. Sigurðsson HJARTALÆKNIR Guðmundur Þorgeirsson HJARTALÆKNIR Gunnar Sigurðsson EFNASKIPTA- OG INNKIRTLASÉRFRÆÐINGUR Jóhann Ág. Sigurðsson HEIMILISLÆKNIR Jón Högnason HJARTALÆKNIR Magnús Jóhannsson PRÓFESSOR í LYFJAFRÆÐI Runólfur Pálsson NÝRNALÆKNIR Þorkell Guðbrandsson HJARTALÆKNIR Fyrirspurnir og bréfaskipti: Emil L. Sigurðsson Heilsugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði, sími 5502600, emilsig@hgsolvangur. is Inngangur Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta orsök ótímabærs heilsubrests og dauðsfalla á Vesturlöndum. Það er því mikilvægt að meðferð og forvarnir gegn þessum sjúkdómum séu markvissar. Markmið þessara leiðbeininga er að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki forvarnarstarf vegna hjarta- og æðasjúkdóma með það að leiðarljósi að: • hindra myndun æðakölkunar • minnka líkur á að æðakölkun valdi skemmdum í líffærum • fækka áföllum (sjúkdómstilfellum eða ótímabær- um dauða) af völdum hjarta- og æðasjúkdóma Á síðustu árum hafa birst fjölmargar mik- ilvægar rannsóknaniðurstöður varðandi forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma (1-6). Með hliðsjón af þeim voru gefnar út nýjar evrópskar leiðbeiningar um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum árið 2003 (7) og bandarískar leiðbeiningar árið 2001 (8), endurskoðaðar árið 2004 (9). Það er því aug- ljóslega þörf á að endurskoða leiðbeiningar um forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma sem stuðst hefur verið við hér á landi (10). Gerð klínískra leiðbeininga er vandasamt verk. Bent hefur verið á að margar klínískar leiðbein- ingar uppfylli ekki alltaf skilyrði fræðilegrar nálg- unar (11-13). í seinni tíð hefur verið lögð áhersla á það að höfundar reyni að leggja mat á það hvaða afleiðingar leiðbeiningar hafa fyrir samfélagið og hefur hér verið tekið mið af því, meðal annars með því að áætla þann fjölda sem telst í mikilli áhættu (7,11-14). I mörgum erlendum klínískum leiðbeiningum vegna hjarta- og æðasjúkdóma er lögð meg- ináhersla á heildarmat á hættu einstaklinga á að fá hjarta- og æðasjúkdóma ásamt því að að lækka viðmiðunarmörk meðferðarmarkmiða, svo sem kólesteróls (2) eða LDL-kólesteróls (9). Til þess að meta heildaráhættu hefur lengst af verið stuðst ✓ Utdráttur Nýjar íslenskar leiðbeiningar um forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma taka mið af aðferðafræði evr- ópskra leiðbeininga frá árinu 2003. Helstu áhersluatriði nýrra leiðbeininga eru: Grunnatriði forvarnarstarfs hjarta- og æðasjúk- dóma snúast að jafnaði um reykingar, offitu, mataræði, hreyfingu, félagslega stöðu og heil- brigðan lífsstíl. • Notuð eru íslensk faraldsfræðileg gögn við gerð samhæfðs áhættumats og áhættukorta. • Áhersla er lögð á að gert sé einstaklingsbundið áhættumat. • Við útreikninga áhættu er lokaviðmiðið hættan á að fá kransæðasjúkdóm. • Þau verkfæri sem heilbrigðisstarfsmenn geta beitt við útreikninga áhættu eru annars vegar reiknivél Hjartaverndar og hins vegar áhættukorl sem unnin hafa verið úr gögnum Hjartaverndar. • Eftirtaldir sjúklingar eru í mikilli áhættu og hjá þeim er mælt með kólesteróllækkandi lyfja- meðferð: Þeir sem eru með 1. þekktan kransæðasjúkdóm 2. sögu um heilablóðfall eða skammvinn blóðþurrðarköst í heila 3. útæðasjúkdóm 4. sykursýki af tegund II eða tegund I með smáalbúminmigu • Einstaklingar með >10% líkur á að fá krans- æðasjúkdóm næstu 10 ár samkvæmt áhættu- mati teljast einnig vera í mikilli áhættu. Mælt er með heildrænni íhlutun til að minnka áhættu hjá þessum hópi og er kólesteróllækkandi lyfja- meðferð einn af álitlegum valkostum. • Mælt er með því að markgildi þeirra sem eru með þekktan æðakölkunarsjúkdóm eða syk- ursýki (annars stigs forvörn) séu: 1. heildarkólesteról <4,5 mmól/L eða 2. LDL-kólesteról <2,5 mmól/L • Markgildi hjá öðrum einstaklingum sem teljast í mikilli áhættu samkvæmt útreiknuðu áhættu- mati (fyrsta stigs forvörn) eru: 1. heildarkólesteról <5,0 mmól/L 2. LDL-kólesteról <3,0 mmól/L Læknablaðið 2006/92 461
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.