Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 33
KLÍNISKAR LEIÐBEININGAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR
Klínískar leiðbeiningar um áhættumat og
forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma
Vinnubópur
landlœknis
Emil L.
Sigurðsson
(formaður)
HEIMILISLÆKNIR
Axel F. Sigurðsson
HJARTALÆKNIR
Guðmundur
Þorgeirsson
HJARTALÆKNIR
Gunnar
Sigurðsson
EFNASKIPTA- OG
INNKIRTLASÉRFRÆÐINGUR
Jóhann Ág.
Sigurðsson
HEIMILISLÆKNIR
Jón Högnason
HJARTALÆKNIR
Magnús
Jóhannsson
PRÓFESSOR í LYFJAFRÆÐI
Runólfur Pálsson
NÝRNALÆKNIR
Þorkell
Guðbrandsson
HJARTALÆKNIR
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Emil L. Sigurðsson
Heilsugæslustöðin Sólvangi
Hafnarfirði, sími 5502600,
emilsig@hgsolvangur. is
Inngangur
Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta
orsök ótímabærs heilsubrests og dauðsfalla á
Vesturlöndum. Það er því mikilvægt að meðferð og
forvarnir gegn þessum sjúkdómum séu markvissar.
Markmið þessara leiðbeininga er að auðvelda
heilbrigðisstarfsfólki forvarnarstarf vegna hjarta-
og æðasjúkdóma með það að leiðarljósi að:
• hindra myndun æðakölkunar
• minnka líkur á að æðakölkun valdi skemmdum í
líffærum
• fækka áföllum (sjúkdómstilfellum eða ótímabær-
um dauða) af völdum hjarta- og æðasjúkdóma
Á síðustu árum hafa birst fjölmargar mik-
ilvægar rannsóknaniðurstöður varðandi forvarnir
hjarta- og æðasjúkdóma (1-6). Með hliðsjón af
þeim voru gefnar út nýjar evrópskar leiðbeiningar
um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum árið
2003 (7) og bandarískar leiðbeiningar árið 2001
(8), endurskoðaðar árið 2004 (9). Það er því aug-
ljóslega þörf á að endurskoða leiðbeiningar um
forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma sem stuðst hefur
verið við hér á landi (10).
Gerð klínískra leiðbeininga er vandasamt verk.
Bent hefur verið á að margar klínískar leiðbein-
ingar uppfylli ekki alltaf skilyrði fræðilegrar nálg-
unar (11-13). í seinni tíð hefur verið lögð áhersla á
það að höfundar reyni að leggja mat á það hvaða
afleiðingar leiðbeiningar hafa fyrir samfélagið og
hefur hér verið tekið mið af því, meðal annars með
því að áætla þann fjölda sem telst í mikilli áhættu
(7,11-14).
I mörgum erlendum klínískum leiðbeiningum
vegna hjarta- og æðasjúkdóma er lögð meg-
ináhersla á heildarmat á hættu einstaklinga á að
fá hjarta- og æðasjúkdóma ásamt því að að lækka
viðmiðunarmörk meðferðarmarkmiða, svo sem
kólesteróls (2) eða LDL-kólesteróls (9). Til þess
að meta heildaráhættu hefur lengst af verið stuðst
✓
Utdráttur
Nýjar íslenskar leiðbeiningar um forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma taka mið af aðferðafræði evr-
ópskra leiðbeininga frá árinu 2003. Helstu áhersluatriði nýrra leiðbeininga eru:
Grunnatriði forvarnarstarfs hjarta- og æðasjúk-
dóma snúast að jafnaði um reykingar, offitu,
mataræði, hreyfingu, félagslega stöðu og heil-
brigðan lífsstíl.
• Notuð eru íslensk faraldsfræðileg gögn við gerð
samhæfðs áhættumats og áhættukorta.
• Áhersla er lögð á að gert sé einstaklingsbundið
áhættumat.
• Við útreikninga áhættu er lokaviðmiðið hættan
á að fá kransæðasjúkdóm.
• Þau verkfæri sem heilbrigðisstarfsmenn geta
beitt við útreikninga áhættu eru annars
vegar reiknivél Hjartaverndar og hins vegar
áhættukorl sem unnin hafa verið úr gögnum
Hjartaverndar.
• Eftirtaldir sjúklingar eru í mikilli áhættu og hjá
þeim er mælt með kólesteróllækkandi lyfja-
meðferð: Þeir sem eru með
1. þekktan kransæðasjúkdóm
2. sögu um heilablóðfall eða skammvinn
blóðþurrðarköst í heila
3. útæðasjúkdóm
4. sykursýki af tegund II eða tegund I með
smáalbúminmigu
• Einstaklingar með >10% líkur á að fá krans-
æðasjúkdóm næstu 10 ár samkvæmt áhættu-
mati teljast einnig vera í mikilli áhættu. Mælt
er með heildrænni íhlutun til að minnka áhættu
hjá þessum hópi og er kólesteróllækkandi lyfja-
meðferð einn af álitlegum valkostum.
• Mælt er með því að markgildi þeirra sem eru
með þekktan æðakölkunarsjúkdóm eða syk-
ursýki (annars stigs forvörn) séu:
1. heildarkólesteról <4,5 mmól/L eða
2. LDL-kólesteról <2,5 mmól/L
• Markgildi hjá öðrum einstaklingum sem teljast
í mikilli áhættu samkvæmt útreiknuðu áhættu-
mati (fyrsta stigs forvörn) eru:
1. heildarkólesteról <5,0 mmól/L
2. LDL-kólesteról <3,0 mmól/L
Læknablaðið 2006/92 461