Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Elínborg Bárðardóttir elinborgb@simnet. is Höfundur er formaður Félags íslenskra heimilislækna og fulltrúi þess í stjórn LÍ. I pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LI sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Öryggið á oddinn Undirmönnun, aukið álag, þreyta og útbruni starfsmanna, óviðunandi tæki og tól, ófullkomnar merkingar lyfja, sparnaður í ræstingu og end- urmenntun eru allt dæmi um starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem getur liaft áhrif á öryggi sjúklinga. Pað er alls ekki nógu gott að sjúklingar kunni að upplifa að þeim sé ekki sinnt nægilega vel vegna manneklu eða yfirfullra deilda eða að atvik eða óhöpp eigi sér endurtekið stað. Framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana verða að vera ábyrgar og meðvitaðar um öryggismál, setja verður gæðaviðmið og gera umhverfi heil- brigðisstofnana sem öruggast fyrir sjúklinga og starfsfólk. Öryggismál ættu stöðugt að vera í umræðu og endurskoðun og eru auðvitað hluti af gæðamálum og gæðaeftirliti. í kjölfar umræðu um öryggismál á aðalfundi Læknafélags íslands 2003 sem haldinn var að Hólum í Hjaltadal var stofnuð nefnd á vegum LÍ sem fjalla átti um öryggismál og koma með tillögur til stjórnar. Nefnd undir forystu Jóns Snædal skilaði á vordögum 2004 tillögum sem meðal annars fólu í sér hugmyndir um að rannsaka þyrfti ástand mála á íslandi og að slíkri rannsókn kæmu stofnanir sem veita læknisþjónustu á Islandi sem og heilbrigð- isyfirvöld sem væntanlega þyrftu að bregðast við ábendingum sem slík rannsókn leiddi af sér. Einnig kom fram að efla þyrfti atvikaskráningu, ekki bara á opinberum heldur líka einkareknum stofnunum og þá í þeim tilgangi að finna veiku hlekkina í viðkomandi kerfi til að hægt sé að gera úrbætur. Talað var um að til hugarfarsbreytingar þyrfti að koma gagnvart óvæntum atvikum og leggja meiri áherslu á veikleika kerfisins og minni áherslu á að finna einstaka sökudólga í starfsmönnum. Leggja þyrfti meiri áherslu á að kenna starfsfólki í heilbrigðiskerfinu að takast á við aðstæður þegar óvænt atvik komi upp, enda nánast óumflýjanlegt að lenda á einhverjum tímapunkti í slíku. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að þekkja réttindi sjúklinga til dæmis hvað varðar sjúklingatrygging- ar og kunna að leiðbeina sjúkingum í þeim málum. Því miður er þak á sjúklingatryggingu það lágt að sjúklingur getur neyðst til að leita til dómstóla til að fá skaða sinn bættann að fullu. Úrvinnsla alvar- legri atvika fer því iðulega fram fyrir dómstólum þar sem niðurstaðan er annaðhvort að viðkom- andi heilbrigðisstarfsmaður hafi gert mistök eða ekki. Ef sjúklingur er ekki svo „heppinn“ að heil- brigðisstarfsmaður hefur gert mistök þarf hann að bera skaðann sjálfur. Nánari úrvinnsla á því hvað misfórst í kerfinu er því látin liggja milli hluta og lærdómsferlið verður lítið varðandi það hvernig forðast skal aðstæður sem leiddu til atviksins. Starfsfólk þarf einnig að vera meðvitað um eigin líðan eða kollega þegar óvænt atvik eða óhöpp eiga sér stað. Við vitum að starfsmenn sem þátt eiga í slíkum málum geta farið í gegnum ákveð- inn „akút fasa“ þar sem búast má við tilfinningum eins og depurð, særindum, reiði, sektarkennd og skömm. Það getur dugað að tala við kollega til að gera sér grein fyrir hvað gerðist, sættast og gera það sem til er ætlast. Kollegar á vinnustað hafa oft- ast virkað sem stuðningshópur læknis sem lendir í óhappi, hlusta, skilja og styðja. Þetta er þó örugg- lega ekki algilt og læknar geta upplifað einangrun frá kollegum. Formaður og framkvæmdastjóri LI veita gjarnan aðstoð og einnig er til stuðningshóp- ur LÍ. Sum sérgreinafélög eins og Félag íslenskra heimilislækna eru með stuðningshóp sem hægt er að kalla til. Heilbrigðistofnanir ættu einnig að hafa farveg í þessum málum en góð samskipti skipta meginmáli þegar upp koma óvænt atvik eða óhöpp. Það er vilað að sjúklingar kvarta til land- læknis, eru ósáttir, og höfða oftar mál á hendur lækni eða sjúkrastofnun ef þeim finnst að ekki hafi verið komið fram við þá af heiðarleika og virðingu. Með vakandi umræðu og því að aðstoða stofnanir og starfsfólk að taka sem réttast og best á óvæntum atvikum má líklega bæta líðan bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Einn lítill angi af þessari umræðu um öryggi og gæði varðar þjálfun lækna og í því sambandi lang- ar mig að vekja sérstaka athygli á þjálfun lækna á bráðatilvikum en heimilislæknar og bráðalæknar hafa rætt þau mál í sameiningu og hafa áhuga á að bæta. Það er auðvitað skylda sérhvers læknis að viðhalda menntun sinni á sem bestan hátt en þjálfun í bráðatilvikum er samt annars eðlis en að viðhalda þekkingu og þjálfun til dæmis í heim- ilislækningum í þéttbýli, gigtlækningum eða bækl- unarlækningum. Ræddar hafa verið hugmyndir um að koma þurfi á bráðaþjálfun fyrir lækna sem væri þó mismikil eftir starfsvettvangi og gæti farið fram á eins til tveggja ára fresti hjá þeim sem helst lenda í bráðatilvikum en sjaldnar hjá öðrum lækn- um. Slík bráðaþjálfun ætti að vera hluti af skyldum lækna og vera í samvinnu við framkvæmdastjórn viðkomandi stofnunar og gerð að nauðsynlegum og reglulegum hluta vinnunnar. Að lokum langar mig að vekja athygli á umræðu innan LI um nauðsyn þess að skapa lagaramma um öryggismál sem miðar að því að 468 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.