Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR / HELICOBACTER af lungnasjúkdómi, aldur þegar einstaklingur var í dagvistum eða á barnaheimili, hvort hann deildi svefnherbergi með öðrum börnum fyrir fimm ára aldur, gæludýr á barnsaldri (hundur, köttur og fuglar) og uppvöxtur í sveit eða bæ fyrir fimm ára aldur (Table III). Efnahags- og þjóðfélags- staða var skilgreind samkvæmt upplýsingum um starfsgrein þátttakenda sem kom fram í ECRHS I könnuninni og var notuð bresk skilgreining (31). Samkvæmt þessari skilgreiningu var þátttakend- um skipt í: A Menntaðir sérfræðingar og stjórn- endur. B Tæknimenntað verkafólk. D. Ómenntað verkafólk. E. Óskilgreint. Öndunarmælingar Öndunarpróf mældi hámarks fráblástur (FVC) (forced vital capasity)) og fráblástur á 1. sek. (FEVl). Rannsóknin var endurtekin fimm sinn- um. Ennfremur var kannað hvort FEVl og FVC uppfyllti skilmerki Ameríska lungnalæknafélags- ins fyrir áreiðanleika (32). Hæð og þyngd voru mæld og líkamsþyngdarstuðull reiknaður eftir formúiunni þyngd/ hæð2. Ofnæmispróf Heildar- og sértækt IgE í sermi var mælt með Pharmacia CAP System (Pharmacia Diagnostics, Uppsala, Sweden). Sértækt IgE var mælt fyrir dermatophagoides pteronyssinus, vallarfoxgrasi, köttum og Cladosporium herbarum í samræmi við rannsóknaráætlun Evrópurannsóknarinnar. Þátttakandi var talinn með ofnæmi ef hann hafði sértæk IgE mótefni (>0,35kU/L) fyrir einum eða fleiri ofnæmisvökum. Vallarfoxgras, kettir og rykmaurar eru mikilvægustu ofnæmisvakarnir á íslandi (27). Aðferðafræði hefur verið nánar lýst í fyrri útgáfum í ECHRS I efnivið (33). Rétt er að taka fram að margar aðrar tegundir ofnæmis eru hér undanskildar og líklegt er að þó nokkur hluti einstaklinga með tegund I ofnæmis séu ekki greindir með þessari þröngu skilgreiningu. Þetta takmarkar nokkuð getu rannsóknar okkar til að prófa hreinlætiskenninguna. Tölfræði Tölfræðiúrvinnsla var gerð með hugbúnaðarforrit- inu Stata 8.0 (Stata Corporation, Collega Station, Texas). X2 próf var notað fyrir leitni (test for trend) en óleiðrétt aðhvarfspróf (unadjusted log- istic regression) var notað til að bera saman mis- mun í algengi IgG mótefna milli karla og kvenna og milli aldurshópa. Fjölbreytuaðhvarf (multible logistic regression) var notuð til að reikna leiðrétt áhættuhlutfall og 95% öryggismörk fyrir mismun- andi þætti sýkinganna. Greining á tengslum milli sýkingaþátta og lungastarfsemi og ofnæmis var gerð með því að nota bæði slembisýnið og ein- kennasýnið (n=63). Þetta var gert til að auka getu rannsóknarinnar til að greina samband smits og ofnæmis. Allir aðrir útreikningar voru gerðir á slembisýninu (n=442). Lýsing á félagslegri- og efnahagslegri þróun í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá 2005 (34) eru 178 þjóðir flokkaðar í há-, meðal- eða lágþróun- arstig samkvæmt „Human Development Index“ (HDI) sem nær frá 0-1. HDI er samsettur mæli- kvarði sem metur meðaltalsárangur í hverju landi og byggist mælikvarðinn á þrem mælikvörðum á mannlega þróun: Löngu og heilbrigðu lífi og lífs- horfum við fæðingu; þekkingu, mældri í hlutfalli læsis og síðan hlutfalli þeirra sem ljúka grunn-, framhalds- og háskólamenntun; góðum lífskjör- um, mældum í þjóðarframleiðslu (gross domestic product) á íbúa og kaupgetu (purchasing power parity) miðað við gengi Bandaríkjadals. Öllum löndunum sem fá HDI mælingu er síðan skipt í þrjá flokka eftir þróunarstigi: Háþróuð (HDI 0,800 og yfir), meðalþróuð (HDI 0,500-0,799) og Iágþróuð (HDI <0,500). Árið 2003 var ísland í 2. sæti á heimslista yfir HDI með 0,956 stig, en árið 1975 var ísland með 0,863 stig. Niðurstöður Algengi II. pylori mótefna og allra þriggja mót- efnanna samanlagt jókst marktækt með aldri (P<0,001) (Table I). Algengi þeirra sem höfðu H. pylori mótefni og þeirra sem höfðu mótefni gegn Age T. gondii H. pylori Hepatitis A At least one infection <35 7/75(9.3) 18/75 (24.0) 5/70 (6.7) 25/75 (33.3) 35-39 8/87 (9.2) 35/87 (40.2) 5/87 (5.8) 41/87 (47.1) 40-44 6/107 (5.6) 32/107 (29.9) 4/07 (3.7) 39/107 (36.4) 45-49 15/83 (18.3) 44/83 (53.0) 3/83 (3.6) 52/83 (62.6) >50 7/90(7.8) 46/90 (51.1) 5/90 (5.6) 53/90 (58.9) 28-54 43/442 (9.8) 175/442 (39.6) 22/442 (5.0 ) 210/442 (47.5) Table I. The prevalence of IgG antibodies to T. gondii, H. pylori and Hepatitis A Virtts by age and centre (n positive/ all (%))■ 440 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.