Læknablaðið - 15.06.2006, Page 12
FRÆÐIGREINAR / HELICOBACTER
af lungnasjúkdómi, aldur þegar einstaklingur var
í dagvistum eða á barnaheimili, hvort hann deildi
svefnherbergi með öðrum börnum fyrir fimm
ára aldur, gæludýr á barnsaldri (hundur, köttur
og fuglar) og uppvöxtur í sveit eða bæ fyrir fimm
ára aldur (Table III). Efnahags- og þjóðfélags-
staða var skilgreind samkvæmt upplýsingum um
starfsgrein þátttakenda sem kom fram í ECRHS
I könnuninni og var notuð bresk skilgreining (31).
Samkvæmt þessari skilgreiningu var þátttakend-
um skipt í: A Menntaðir sérfræðingar og stjórn-
endur. B Tæknimenntað verkafólk. D. Ómenntað
verkafólk. E. Óskilgreint.
Öndunarmælingar
Öndunarpróf mældi hámarks fráblástur (FVC)
(forced vital capasity)) og fráblástur á 1. sek.
(FEVl). Rannsóknin var endurtekin fimm sinn-
um. Ennfremur var kannað hvort FEVl og FVC
uppfyllti skilmerki Ameríska lungnalæknafélags-
ins fyrir áreiðanleika (32). Hæð og þyngd voru
mæld og líkamsþyngdarstuðull reiknaður eftir
formúiunni þyngd/ hæð2.
Ofnæmispróf
Heildar- og sértækt IgE í sermi var mælt með
Pharmacia CAP System (Pharmacia Diagnostics,
Uppsala, Sweden). Sértækt IgE var mælt fyrir
dermatophagoides pteronyssinus, vallarfoxgrasi,
köttum og Cladosporium herbarum í samræmi
við rannsóknaráætlun Evrópurannsóknarinnar.
Þátttakandi var talinn með ofnæmi ef hann hafði
sértæk IgE mótefni (>0,35kU/L) fyrir einum eða
fleiri ofnæmisvökum. Vallarfoxgras, kettir og
rykmaurar eru mikilvægustu ofnæmisvakarnir á
íslandi (27). Aðferðafræði hefur verið nánar lýst
í fyrri útgáfum í ECHRS I efnivið (33). Rétt er
að taka fram að margar aðrar tegundir ofnæmis
eru hér undanskildar og líklegt er að þó nokkur
hluti einstaklinga með tegund I ofnæmis séu ekki
greindir með þessari þröngu skilgreiningu. Þetta
takmarkar nokkuð getu rannsóknar okkar til að
prófa hreinlætiskenninguna.
Tölfræði
Tölfræðiúrvinnsla var gerð með hugbúnaðarforrit-
inu Stata 8.0 (Stata Corporation, Collega Station,
Texas). X2 próf var notað fyrir leitni (test for
trend) en óleiðrétt aðhvarfspróf (unadjusted log-
istic regression) var notað til að bera saman mis-
mun í algengi IgG mótefna milli karla og kvenna
og milli aldurshópa. Fjölbreytuaðhvarf (multible
logistic regression) var notuð til að reikna leiðrétt
áhættuhlutfall og 95% öryggismörk fyrir mismun-
andi þætti sýkinganna. Greining á tengslum milli
sýkingaþátta og lungastarfsemi og ofnæmis var
gerð með því að nota bæði slembisýnið og ein-
kennasýnið (n=63). Þetta var gert til að auka getu
rannsóknarinnar til að greina samband smits og
ofnæmis. Allir aðrir útreikningar voru gerðir á
slembisýninu (n=442).
Lýsing á félagslegri- og efnahagslegri þróun
í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá 2005 (34) eru
178 þjóðir flokkaðar í há-, meðal- eða lágþróun-
arstig samkvæmt „Human Development Index“
(HDI) sem nær frá 0-1. HDI er samsettur mæli-
kvarði sem metur meðaltalsárangur í hverju landi
og byggist mælikvarðinn á þrem mælikvörðum á
mannlega þróun: Löngu og heilbrigðu lífi og lífs-
horfum við fæðingu; þekkingu, mældri í hlutfalli
læsis og síðan hlutfalli þeirra sem ljúka grunn-,
framhalds- og háskólamenntun; góðum lífskjör-
um, mældum í þjóðarframleiðslu (gross domestic
product) á íbúa og kaupgetu (purchasing power
parity) miðað við gengi Bandaríkjadals. Öllum
löndunum sem fá HDI mælingu er síðan skipt
í þrjá flokka eftir þróunarstigi: Háþróuð (HDI
0,800 og yfir), meðalþróuð (HDI 0,500-0,799) og
Iágþróuð (HDI <0,500). Árið 2003 var ísland í 2.
sæti á heimslista yfir HDI með 0,956 stig, en árið
1975 var ísland með 0,863 stig.
Niðurstöður
Algengi II. pylori mótefna og allra þriggja mót-
efnanna samanlagt jókst marktækt með aldri
(P<0,001) (Table I). Algengi þeirra sem höfðu H.
pylori mótefni og þeirra sem höfðu mótefni gegn
Age T. gondii H. pylori Hepatitis A At least one infection
<35 7/75(9.3) 18/75 (24.0) 5/70 (6.7) 25/75 (33.3)
35-39 8/87 (9.2) 35/87 (40.2) 5/87 (5.8) 41/87 (47.1)
40-44 6/107 (5.6) 32/107 (29.9) 4/07 (3.7) 39/107 (36.4)
45-49 15/83 (18.3) 44/83 (53.0) 3/83 (3.6) 52/83 (62.6)
>50 7/90(7.8) 46/90 (51.1) 5/90 (5.6) 53/90 (58.9)
28-54 43/442 (9.8) 175/442 (39.6) 22/442 (5.0 ) 210/442 (47.5)
Table I. The prevalence of IgG antibodies to T. gondii, H. pylori and Hepatitis A Virtts by age and centre (n positive/ all
(%))■
440 Læknablaðið 2006/92