Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS II M R Æ D A 0 G F R É T T I R 468 Af sjónarhóli stjórnar. Öryggið á oddinn Elínborg Bárðardóttir 468 Aðalfundur Læknafélags íslands 471 Innflytjendur á íslandi: Um samskipti læknis og sjúklings í nýjum aðstæðum Ástríður Stefánsdóttir 475 Frá siðfræðiráði. Vottorðagjafír lækna Jón Snœdal, Gunnar Ármannsson 478 Mestur skortur meðal sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga Hávar Sigurjónsson 448 í upphafí skyldi endinn skoða Hávar Sigurjónsson 487 Bréf til blaðsins. Stefnumótun og gildi Landspítala Helga Hansdóttir 488 Fundur norrænna læknablaða Hávar Sigurjónsson 489 Fréttatilkynning. Hættu fyrir lífíð, frá Krabbameinsfélaginu 492 Farið yfír vinnureglur Hávar Sigurjónsson F A S T I R P I S T L A R 491 íðorðapistill 188. Meira um sérgreinaheiti Jóhann Heiðar Jóhannsson Sumarlokun á skrifstofu læknafélaganna Skrifstofan verður lokuð frá og með 24. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Málverk Þórdísar Aðalsteinsdóttur einkennast af togstreitu milli andstæðna. Til að nefna dæmi má beina sjónum að mótun rýmis annars vegar og hins vegar algerri flatneskju. Tilfinning fyrir melankóliu, einmanaleika eða óhamingju og síðan gráglettinni gamansemi. Unglingadrama og heimsvandi, hreinir abstrakt litafletir og figúratíf nákvæmnisvinna. Þessi einkenni gera það að verkum að verkin eru seyðandi, þau bjóða áhorfandanum að tengja andstæðurnar við eigin hugarheim og túlka þau þannig á mismunandi máta. Um leið eru þau áhugaverð í litasamsetningu sem einkennist af tilbrigðum af litleysu, það er að segja hreinir og klárir grunnlitir eru sjaldgæfir nema í einstaka smáatriðum, ráðandi eru einhvers konar pastelblöndur. Yfirleitt eru þeir í tvívíðum flötum en á nokkrum stöðum á sér stað litablöndun á myndfletinum, i andliti eða annars staðar á líkama fólks. I verkunum eru alltaf verur, mannfólk, gæludýr eða samruni beggja. Þá eru ýmiss konar mynstur áberandi, klæðnaður og dúkar eru símynstraðir en hár og sígarettureykur mótar líka mynstur. Þórdís er búsett í New York þar sem hún lauk námi í myndlist árið 2003. Síðan þá hefur hún sýnt hjá Stux galleríinu og lauk nýverið annarri einkasýningu hennar þar. Hún sýndi nokkur málverk en einnig stóra veggmynd sem máluð var beint á veggi gallerísins. Næsta vetur gefst kostur á að sjá verk hennar á sýningu í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Á forsiðu Læknablaðsins er verk frá árinu 2005 sem ber titilinn Man Drink Dog. Þar má sjá mörg einkenni sem lýst var hér að ofan. Það sem slær mann fyrst er myndefnið, maður að drekka mjólk úr brjósti hunds. Hundurinn trónir yfir myndinni og horfir niður á manninn. I samræmdu mystri klæðnaðar beggja eru stjörnur og hálfmánar, tákn íslamstrúar. Uppsetningin minnir á trúarleg íkonamálverk og maður leitar aftur i heim trúarbragða og goðsagna að uppruna. Hann kann að leynast þar, en hugsanlega líka i tiltrú fólks á Indlandi að hundamjólk lækni ýmsa kvilla. Þá er ekki loku fyrir það skotið að verkið sé absúrd brandari eða einhvers konar táknmynd. Þetta eftirlætur Þórdis okkur áhorfendum að kveða úr um. Markús Andrésson Læknablaðið 2006/92 433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.