Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / STOÐNET í BERKJU Isetning stoðnets í berkju á íslandi Eyþór Björnsson SÉRFRÆÐINGUR í LUNGNA- OG LYFLÆKNINGUM Kristbjörn Reynisson, SHRFRÆÐINGUR í MYNDGRHININGU Fyrirspurnir og bréfaskipti: Eyþór Björnsson, lungnadeild, Landspítala, 108 Fossvogi. eythorbj@landspitali. is Lykilorð: stoðnet, berkju- þrenging, krabbamein í lunga. Ágrip Sjúkdómar sem valda viðvarandi þrengingu á berkjum eru algengl viðfangsefni lungnalækna. Jafnvel minniháttar þrengsli í barka eða berkjum geta valdið verulegum einkennum og stundum lífs- háska. A undanförnum árum hefur orðið nokkur þróun í aðgerðum á berkjum gegnum berkjuspegl- un. Ymis tækni er nú notuð til að opna og varð- veita hol berkju. Þessi grein lýsir stuttlega stöðu þessara mála á íslandi og nokkru nánar útfærslu á einni þessara aðferða. Isetning á stoðneti í berkju er tiltölulega einföld aðgerð sem getur við rétta ábendingu veitt verulega bót einkenna. Inngangur Þrenging á stærri loftvegum getur orðið við ýmsa sjúkdóma ýmist góð- eða illkynja, ýmist með þrýst- ingi á berkjuvegg utan frá eða með vexti inn í hol (lumen) berkjunnar. Loftflæði er mun hraðara í stærri berkjum en þeim smærri og hlutfallslega lítil breyting á þvermáli stórrar berkju getur því valdið verulegum einkennum. Þannig veldur þvermáls- minnkun á barka undir 8,0 mm, einkennum við áreynslu og einkennum í hvíld (stridor) ef þvermál fer undir 5,0 mm (1). Nýgengi og algengi á þrengslum í stærri berkjum er óþekkt en nýgengi krabbameins í lunga fer vaxandi og er um 30/100 000/ári hér- lendis (2). Gert hefur verið ráð fyrir að yfir 50% lungnakrabbameinssjúklinga fái einkenni vegna berkjuþrengsla, svo sem mæði, lungnabólgu eða samfall á lunga (3). Á síðasta aldarfjórðungi hafa ýmsar aðferðir verið þróaðar til að létta á þrengslum í stærri berkjum. Helstar eru brennsla á æxlisvef, skamm- geislun (brachytherapy) og ísetning á stoðneti (stent). Ofangreindar aðferðir henta misvel við mis- munandi aðstæður og fer það eflir eðli og stað- setningu þrengingar, einkennum sjúklings og vaxtarmáta æxlis ef um æxli er að ræða (undir slímhúð eða gegnum slímhúð) en ekki síst hvaða tækjabúnaður og kunnátta er til staðar. Algengt er að fleiri en ein aðferð sé notuð hjá sama sjúklingi. Kjörmeðferð við berkjuþrengingu vegna æxlis- vaxtar gæti þannig verið minnkun á umfangi æxlis í berkju með brennslu, eftir það ísetning stoðnets og að lokum skammgeislun til að minnka und- irliggjandi æxlismassa. ENGLISH SUMMARY Björnsson E, Reynisson K The use of endobronchial stents in lceland Læknablaðið 2006; 92: 447-50 Diseases that cause progressive obstruction of the larger airways are commonly encountered in pulmonary medicine. Even slight narrowing of the larger airways can cause intense symptoms and sometimes be life- threatening. In recent years progress has been made in endobronchial intervention procedures. A range of technologies has been developed to obtain and maintain patency of the bronchial lumen in disease. This article briefly describes the current use of these methods in lceland and in some detail the use of stents in airways. The placement of a bronchial stent is a fairly simple procedure that can, if properly indicated, significantly relief symptoms. Key words: bronchial stent, lung cancer, endobronchial intervention. Correspondence: Eyþór Björnsson, eythorbj@landspitali.is Æxli sem vex inn í hol berkju er hægt að hreinsa burt að stórum hluta með laserskurði (Nd-Yag laser), frystingu (cryotherapy) eða rafbrennslu (electrocautery). Fyrsti valkosturinn er sá mik- ilvirkasti en jafnframt dýrastur. Sem stendur er einungis til staðar hérlendis fullnægjandi tækja- búnaður til að framkvæma rafbrennslu og er það gerl með þeim hætti að argon gas er látið bera raf- straum að vef (argon plasma coagulation). Nokkur reynsla er af þessari aðferð við meltingarsjúkdóma hérlendis, sérstaklega til að stöðva blæðingar, en enn sem kornið er ekki við berkjusjúkdóma. Skammgeislun er nú hægt að framkvæma hér- Iendis. Þessi aðferð hentar þegar æxlisvöxtur er útlægur, það er liggur í lobar eða segmental berkju og því síður aðgengilegur fyrir laserskurð eða stoðnet. Fullur árangur fæst þó ekki fyrr en um það bil að mánuði liðnum og er skammgeislun því ekki heppilegur kostur ef einkenni eru mikil. Stoðnet í berkju hafa nú verið sett hjá níu sjúklingum hérlendis, í öllum tilvikum við illkynja sjúkdómum. Þessari grein er ætlað að vekja athygli á þessum meðferðarmöguleika. Framkvæmd Hér er lýst ísetningu á málmneti. Mælt er með að fyrir aðgerð sé gerð tölvusneiðmynd af lungum með enduruppbyggingu (reconstruction) til að Læknablaðið 2006/92 447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.