Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKÝRSLA UM MANNAFLSÞÖRF í HEILBRIGÐISKERFINU
Mestur skortur meðal
sjúkraliða og
hjúkrunarfræðinga
Hávar
Sigurjónsson
Niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla
Islands sem nefnist Spá um vinnuaflsþörf í heil-
brigðiskerfinu og unnin var fyrir Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið vöktu talsverða athygli
í byrjun apríl þó skýrslan hafi reyndar ekki verið
lögð fram formlega inn til ráðuneytisins fyrr en nú
um miðjan maí. Það var hagfræðingurinn Marías
Gestsson sem hóf vinnu við skýrsluna en þær
Harpa Guðnadóttir og Sólveig Jóhannsdóttir sem
báðar starfa hjá Hagfræðistofnun tóku síðan við
verkefninu og luku því í vor. I skýrslunni er gerð
mannaflsspá um fjóra flokka heilbrigðisstarfs-
manna, þ.e. lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða
og sjúkraþjálfara. Blaðamaður hitti þær Hörpu og
Sólveigu og bað þær að segja frá efni skýrslunnar.
„Við gerum nokkur spálíkön um vinnuaflsþörf
næstu árin í þessum fjórum greinum heilbrigð-
isstétta og útgangspunktur skýrslunnar er að
kanna hvað það er sem hefur áhrif á framboð og
eftirspurn í heilbrigðisstéttunum. Það sem hefur
mest áhrif á eftirspurnina eru lýðfræðilegir þættir,
fæðingar- og dánartíðni, aldurssamsetning þjóð-
arinnar er að breytast og hefur einna mest áhrif
á eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Hagvöxtur
hefur einnig áhrif, því eftir því sem þjóðin efnast
vill hún meiri þjónustu. Lifnaðarhættir þjóðarinn-
ar eru einnig að breytast, minni hreyfing og lakara
mataræði skapar einnig aukna eftirspurn eftir heil-
brigðisþjónustu.'1
Skiptist þjóðin kannski í tvo meginhópa með
aukinni velmegun, þá sem verða œ meðvitaðri
um gilcii hreyfingar og rétts mataræðis og hinna
sem verða skyndibitanum og hreyfingarleysinu að
bráð?
Pær Harpa og Sólveig taka undir með þeim
orðum að „breytingar á lifnaðarháttum vestrænna
þjóða hafa ekki allar orðið til góðs. Kolvetna- og
fituríkt skyndibitafæði er orðinn snar þáttur í
daglegu lífi margra, fólk ferðast æ meira í bíl og
kyrrsetur eru orðnar algengari. Mun fleiri ein-
staklingar en áður eiga því á hættu að fá sjúkdóma
sem tengjast þessum lifnaðarháttum."
Hækkandi meðalaldur hefur mikil áhrif
Hvaða áhrif hafa breytingar á fœðingartíðni á eft-
irspurn eftir heilbrigðsþjónustu?
„Aukin fæðingartíðni kallar á meiri þjón-
ustu við yngsta aldurshópinn, ungbarnaeftirlit,
bólusetningar og hvaðeina sem snýr að honum
en minnkandi fæðingartíðni hefur þau áhrif að
elsti aldurshópurinn verður hlutfallslega stærri og
þetta hefur áhrif síðar þannig að hópurinn sem er
á vinnumarkaði 18-65 ára minnkar hlutfallslega.
Ef þessi þróun heldur áfram verður tilfærslan í
hagkerfinu þannig að hópurinn sem heldur uppi
skatlkerfinu verður hlutfallslega æ minni og þá
má velta því fyrir sér hvort framboðið verður
nægilegt af fólki á þeim aldri sem hyggur á nám
í heilbrigðisgreinum. Tvennt er mikilvægast í
þessu, minnkandi fæðingartíðni og aukið lang-
lífi sem stafar auðvitað af betra heilbrigðiskerfi
og heilbrigðari lífsháttum. Fæðingartíðnin hefur
breysl mikið á síðustu 50 árum, farið úr um fjór-
478 Læknablaðið 2006/92