Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FUNDAHÖLD
Ritstjórn Lœknablaðsins
ásamt starfsmönmun.
Aftari röð f.v. Hávar
Sigurjónsson blaðamað-
ur, Brynja Bjarkadóttir
auglýsingastjóri, Védís
Skarphéðinsdóttir rit-
stjórnarfulltrúi, Engilbert
Sigurðsson, Jóhannes
Björnsson, Karl Andersen,
Tómas Guðbjartsson.
Sitjandi eru Póra
Steingrímsdóttir og
Bryndís Benediktsdóttir.
Á myndina vantar Sævar
Guðbjörnsson sem brýtur
blaðið um.
Farið yfir vinnureglur
Ritstjórn Læknablaðsins hélt árlegan vinnu-
fund sinn föstudaginn 12. maí að Hótel Glym í
Hvalfirði. Á fundinum var farið yfir og gengið
frá vinnureglum ritstjórnar varðandi mótttöku og
meðferð fræðigreina og annars efnis í blaðinu en
miklu skiptir að rétt sé að slíku staðið og gagnsæi
ríki í öllum vinnubrögðum. Er í ferlinu stuðst við
leiðbeiningar Vancouverhópsins svokallaða og
einnig við ítarlegar reglur danska læknafélagsins.
Á fundinum var Tómas Guðbjartsson hjarta-
og æðaskurðlæknir boðinn velkominn í hóp-
inn, en hann tók sæti í ritstjórninni í byrjun
maí. Ritstjórnina skipa núna auk Tómasar,
Jóhannes Björnsson yfirlæknir, ritstjóri og ábyrgð-
armaður, Karl Andersen hjartalæknir, Bryndís
Benediktsdóttir heimilislæknir, Engilbert Sigurðs-
son geðlæknir og Þóra Steingrímsdóttir kven-
sjúkdómalæknir.
Tilkynning frá lyfjagreiðslu-
nefnd og landlækni
Á 50. fundi Lyfjagreiðslunefndar var ákveðið að setja Lamictal og Lamotrín á
viðmiðunarverðskrá. Vakin er athygli lækna á því að R merkja lyfseðla telji þeir varasamt
að skiþta um lyf.
492 Læknablaðið 2006/92