Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKÝRSLA UM MANNAFLSÞÖRF í HEILBRIGÐISKERFINU um lifandi börnum á ævi hverrar konu árið 1950 í um tvö lifandi fædd börn á ævi hverrar konu árið 2004. Aldurshópurinn 65 ára og eldri hefur síðan vaxið mest eða um 2,2% að jafnaði á ári. Þessi aldurshópur var 8% af þjóðinni árið 1950 og er í dag um 12% og verður 21% árið 2045 sam- kvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Islands. Þessi þróun mun ýta á eftirspurn eftir heilbrigðistarfs- fólki. Innan heilbrigðishagfræðinnar er ákveðin þumalputtaregla sem segir að eldri einstaklingur kosti heilbrigðiskerfið um fjórum sinnum meira en yngri einstaklingur. Hækkandi meðalaldur í þjóðfélaginu mun hafa áhrif á hvers konar heil- brigðisþjónustu verður mest eftirspurn eftir þar sem þeir eldri þurfa annars konar þjónustu en þeir yngri. Af sjálfu leiðir að heilbrigðisstarfsfólk mun verja hlutfallslega meiri tíma í umönnun þeirra en eldri en gert er í dag. Þá mun aldurssamsetning heilbrigðisstarfsfólks einnig breytast með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og hætt er við að nýliðun innan stéttarinnar minnki í samræmi við minnkandi hluta þjóðarinnar á aldrinum 18-30 ára, og framboðið af heilbrigðisstarfsfólki muni ekki mæta aukinni eftirspurn.“ Fróðlegt er að skoða aldursdreifinguna innan starfstéttanna fjögurra en þar vekur sérstaka athygli að nýliðun innan sjúkraliða er mjög lítil og bendir til þess að fáir sæki í nám í sjúkraliðun beint að loknu tilskyldu grunnnámi. „Aldur nýliðanna er nokkru hærri en í hinum stéttunum og bendir til þess að nýnemar séu almennt eldri þegar þeir hefja nám í sjúkraliðun. Langflestir sjúkraliðar eru á aldrinum 45-55 ára og ef nýliðunin heldur áfram að falla í stéttinni er við því að búast að mik- ill vandi rnuni skapast innan fárra ára þegar stór hópur sjúkraliða dettur út af vinnumarkaði sökum aldurs. Samkvæmt formanni Sjúkraliðafélagsins er einkum lágum launum um að kenna að fólk fælist frá þessu umönnunarstarfi." Hagfrœðingarnir Harpa Guðnadóttir og Sólveig Jóhannsdóttir. Þegar litið er á aldurssamsetningu lækna og hjúkrunarfræðinga virðist hún nokkuð eðlileg að sögn þeirra Hörpu og Sólveigar. „Að vísu dettur fjöldi lækna á aldrinum 30-40 ára niður en það á sér eðlilegar skýringar þar sem stór hópur ung- lækna heldur utan til frekara sérnáms á þessum aldri. I hjúkrunarstéttinni kemur smá toppur á aldursbilinu 40-50 ára sem gæti verið áhyggjuefni eftir um 10 ár ef sá hópur nýtir sér 95 ára regluna urn rétt til eftirlauna." Læknablaðið 2006/92 479
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.