Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI Vottorðagjafir lækna Læknar eru nánast á hverjum degi beðnir um að gefa vottorð vegna sjúklinga sinna. í amstri hversdagsins er útgáfa vottorða oftast engum vafa undirorpin þegar sjúklingur kemur sjálfur og fer fram á vottorð í ákveðnum tilgangi. Þó geta komið upp spurningar hjá lækninum svo sem þegar beðið er um að vottorðið sé sent tiltekinni stofn- un. Hver tekur við vottorðinu? Er það læknir? Er það heilbrigðisstarfsmaður sem er samkvæmt lögum bundinn trúnaði eða er það einhver annar sem hugsanlega er ekki vanur að umgangast við- kvæmar trúnaðarupplýsingar? Nú í vetur hefur hins vegar komið upp mál sem leiddi til sérstaks úrskurðar Persónuverndar. Um er að ræða mál þegar lögmaður fyrir hönd skjólstæðings síns fór fram á vottorð frá lækni en síðar kærði skjólstæð- ingurinn að læknirinn skyldi fara í sjúkragögn hans, mál 2005/479, sjá www.personuvernd.is Þótt þessi úrskurður sé vegna máls sem á margan hátt var sérstakt hefur það mun víðari skírskotun því í honum er að finna túlkun Persónuverndar á lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fjallað er meðal annars sér- staklega um hugtakið „vinnsla persónuupplýs- inga“ en með því er átt við „skráningu, leit, notkun og dreifingu og aðrar aðferðir til að gera upplýs- ingarnar tiltækar“. Ennfremur er tilgreint að með „samþykki" sé átt við „sérstaka, ótvíræða yfirlýs- ingu sem einstaklingur gefur af fúsum og frjálsum vilja um að hann sé samþykkur vinnslu tiltekinna upplýsinga um sig og að honum sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fari fram, hvernig persónuvernd verði tryggð og um að honurn sé heimilt að afturkalla samþykki sitt.“ Ljóst er af þessu að túlkun Persónuverndar er mjög þröng og nákvæm. Samkvæmt þessari túlkun er ljóst að vilji læknir vera viss um að rétt sé að málum staðið virðist skrifleg yfirlýsing þurfa að liggja fyrir af hálfu sjúklingsins í hvert einasta skipti sem vottorð er gefið. Ennfremur þurfi að liggja fyrir upplýsing- ar læknis til sjúklings um hvernig að vottorðagjöf verði staðið. Það er því verið að tala um upplýst samþykki vegna sérhvers vottorðs. Önnur álitamál koma upp þegar sjúklingur er ekki fær um að gefa samþykki sitt. Þá gilda meðal annars ákvæði Læknalaga um þagnarskylduna en í Læknalögum frá 1988,15. gr. 2 mgr., segir um und- anþágu fyrir þagnarskyldunni: „Þetta gildir ekki bjóði lög annað eða sé rökstudd ástæða til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynj- ar.“ Lagaheimildir eru fáar og sértækar svo sem í barnaverndarlögum, nr. 80/2002, 17. gr. Með breytingu á stjórnarskránni árið 1995, meðal ann- ars á 71. gr. um einkalífsvernd, hefur hins vegar verið þrengt að túlkunarheimildum þegar kemur að mati um brýna nauðsyn (Lœknablaðið 2006: 92; 39) þannig að nú verður ekki vikið frá þagn- arskyldunni nema samkvæmt heimild í lögum eða að fyrir liggi skýrt samþykki sjúklings. Þetta kemur til dæmis skýrt fram í lögum um réttindi sjúklinga frá 1997. Þegar um er að ræða sjúklinga sem til frambúðar eru ófærir um samþykkisgjöf eru fáar leiðir færar nema fara fram á lögræðissviptingu en sú leið er mörgum þungbær og torfarin. í 2. mgr. 8. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 er reyndar kveðið á unt að ef unnt er þá skuli læknisvottorð fylgja kröfu um lögræðissviptingu. Það ákvæði bítur nokkuð í skottið á sér þar sem læknum er óheimilt að upplýsa aðra en sjúklinga sjálfa unt ástand þeirra, nema sjúklingur gefi til þess samþykki, sem vafa- samt hlýtur að teljast að þeir skilji ef aðstæður eru til lögræðissviptingar, til dæmis vegna ellisljóleika. Af öllu samanlögðu er Ijóst að heimildir lækna til vottorðagjafar koma sjaldan til greina nema með samþykki sjúklings. Þetta samþykki þarf að vera mjög skýrt þannig að ekki leiki vafi á að sjúklingur skilji framkvæmdina og sé henni sam- þykkur. Lagaheimildir þar sem ekki þarf samþykki sjúklings til útgáfu læknisvottorðs um hann eru fáar og sértækar og eiga sjaldan við þegar um er að ræða fullorðna sjúklinga sem vafi leikur á að geti veitt samþykki sitt. Það er því rétt að læknar skoði nánar alla vottorðagjöf eins og hún fer fram í dag svo ekki verði vafa undirorpið að þeir séu í rétti við vottorðagjafir vegna sjúklinga sinna. Sé um aldraða sjúklinga að ræða eru þeir einir bærir til að biðja um læknisvottorð um sjálfa sig nema þeir séu sviptir lögræði. I einhvern tíma áður en til svipt- ingar lögræðis kemur getur sú staða verið uppi að aldraðir einstaklingar séu ekki lengur í stakk búnir til að sjá urn málefni sín og veita samþykki til útgáfu læknisvottorða um þá sjálfa. Á þessu sviði virðist því löggjafinn eiga óunnið verk að vinna. Jón Snædal FORMAÐUR SlÐFRÆÐIRÁÐS LÍ jsnaedal@landspitali. is Gunnar Ármannsson FRAMKVÆMDASTJÓRI LÍ gunnar@lis.is Fjórði pistill frá liðsmönnum Siðfræðiráðs LÍ um trúnað, þagnarskyldu og ný sjónarmið samfélagsins gagnvart þeim málefnum. í Siðfræðiráði sitja: Jón G. Snædal formaður Arna Rún Óskarsdóttir Ástríður Stefánsdóttir Benedikt Ó. Sveinsson Guðlaug Þorsteinsdóttir Kristín Sigurðardóttir Sveinn Kjartansson Læknablaðið 2006/92 475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.