Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Stefnumótun og Landspítala Nýlega var birt stefnukort Landspítala en það er afrakstur mikillar og metnaðarfullrar vinnu við skilgreiningu hlutverks og markmiða sjúkrahússins og hvernig best sé að ná þeim markmiðum. Þetta starf gefur starfsmönnum tækifæri til að hafa áhrif á starfsemina til framtíðar og stuðla að bættri þjón- ustu við sjúklinga og betri aðstöðu starfsmanna til að vinna verk sitt vel. Sérstaklega vil ég fagna því að ekki er bara talað um bráðahlutverk sjúkra- hússins heldur einnig um þjónustu við sjúklinga með langvinna sjúkdóma og endurhæfingu. Gildi spítalans eru skilgreind sem fagmennska, jafnræði, virðing, öryggi og þekking. Gildin voru valin með kosningu starfsmanna og með ákvörðun stýri- nefndar stefnumótunar. Öll gildin eru mjög góð og nauðsynleg. Gildin jafnræði og virðing end- urspegla áherslu nútímans á jafnrétti og réttindi einstaklingsins. Einnig er fagmennska og þekking augljóslega góð gildi fyrir starfsmenn. Sú staðreynd að öryggi er svo hátt skrifað endurspeglar þann sorglega veruleika að sjúklingar á sjúkrahúsum búa við öryggisleysi hvað varðar hættu á að lenda í óhöppum af ýmsu tagi og endurspeglar einnig vilja starfsmanna og stjórnenda til að bæta úr því. Undirrituð saknar gildisins mannúð í stefnu- kortinu. Mannúð var eitt þeirra gilda sem margir kusu í starfsmannakosningu spítalans. Mannúð er það gildi sem liggur að baki öllum öðrum gildum heilbrigðiskerfisins, það er einfaldlega ástæða alls okkar starfs. Það er að hjálpa fólki sem ekki getur gert það sjálft að því leyti sem okkar þekking og geta leyfir. Þannig spyr læknir eða hjúkrunar- fræðingur í starfi: Hefur sjúklingurinn gagn af því sem ég geri? Gagnið getur verið margskonar og mismunandi eftir hverjum einstökum sjúklingi, til dæmis lengra líf, minni verkir, betri líðan, aukin starfshæfni, betri sjón, minni mæði eða það að koma í veg fyrir heilsufarsleg vandamál síðar. Tilgangurinn er að lina þjáningar og að sjúk- lingurinn geti lifað lífi sem er þess virði að lifa. Við höfum tilhneigingu til að beita hagfræði- legum rökum fyrir starfi okkar. Fólk er læknað og endurhæft svo það komist aftur á vinnumarkaðinn og skaffi í þjóðarbúið. Börn eru augljóslega dýr og því borgar sig að koma þeim á vinnualdur svo þau skaffi. Gamla fólkið er líka dýrt en þá má nota rökin fyrir því að það spari í umönnun ef það getur bjargað sér betur sjálft. Slík rök geta verið hjálpleg til að sannfæra almenning og stjórnmálamenn um gildi starfsins en geta verið tvíbent. Þannig má líka nota slík rök til að koma í veg fyrir að meðferð sé veitt, það sé ekki hagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Það er sjálfsagt að meta kostnað, gagnsemi og mæla árangur alls sem gert er í heilbrigðiskerfinu. Það er sjálfsagt að spyrja þeirrar spurningar hvort árangur sé kostnaðarins virði. Þá gagnsemi þarf hins vegar að meta í ljósi mannúðar og gildi lífsins. Stefnukortið er þrungið af melnaði, þjónustu- lund, framsýni, dugnaði, hagkvæmni, kjarki og skilgreiningum. Skilgreiningar eru að sjálfsögðu nauðsynlegar til að vita hvað við erum að gera, hversu oft og hversu mikið. Það þarf að telja til að geta gert áætlanir. Það læðist að mér sá grunur að eins loðið og vítt hugtak eins og mannúð þyki frekar varhugavert. Hagfræðingar, skipuleggjendur og vísindamenn vilja helst getað talið hlutina. Mér er sagt af stýrinefndinni að mannúð felist í gildum Landspítala og þurfi því ekki að nefna það og að allir geti ekki fengið sínu fram. Af hverju má þá ekki segja það? Er það ótti við það óskilgreinda, óútreiknanlega og að Landspítali drukkni í man- núðarhlutverki? Er mannúð orðin feimnismál sem ekki má nefna í peningahyggjusamfélagi? Undirrituð óttast að ef við nefnum ekki hið sjálf- sagða geti það horfið úr huga okkar. Sjúkrasaga frá Bandaríkjunum frá námstíma mínum lýsir vel hvernig skortur á mannúð getur leitt til slæmrar meðferðar. Ung kona, einstæð móðir, fékk sjúk- dóm sem krafðist sjúkrahúslegu í 3-7 daga til að stilla af lyfjameðferð. Hún hafði engan til að líta eftir dóttur sinni og gat því ekki lagst inn. Hún fékk því meðferð sem ekki var fullnægjandi og hefði getað leitt til lífshættulegs ástands. Hvað hefði gerst hér á landi? Þessu hefði verið reddað á einh- vern hátt. Eg óttast að við missum þetta tækifæri til að redda hlutunum sem við höfum haft hér á landi. Reyndar held ég að við höfum þegar misst það í plássaþröng og úrræðaleysi síðustu ára. Ég held að við höfum varla skilgreint og kortlagt öll þau vandamál sem þarf að taka á á sjúkrahúsum þrátt fyrir stefnukort og því verðum við að hafa frelsi til að nálgast hvert tilfelli frá mannúðarsjónarmiði og móta reglurnar samkvæmt því. Af hverju erum við að lækna og meðhöndla farlama gamalmenni, af hverju erum við að púkka upp á langveikt eða fatlað fólk? Af því það borgar sig? Nei, vegna mannúðar. Við vitum hvernig var staðið að verki í þriðja ríkinu þar sem mannúð átti ekki uppá pall- borðið og þekkjum vel afleiðingar þess. Mín uppástunga er að gildi Landspítala séu mannúð, drifkraftur alls sem við gerum, fag- mennska (þekking/snýr að starfsmanni), virðing (jafnræði/snýr að sjúklingi) og öryggi. Helga Hansdóttir helgah@landspitali.is Helga Hansdóttir er öldr- unarlæknir á Landspítala. Læknablaðið 2006/92 487
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.