Læknablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / INNFLYTJENDUR
Fjölmennustu hópar innflytjenda eftir löndum árið 2002 (N=342)
90'
80 '
70 '
60 '
50 '
40 '
30 '
20 '
10 '
0,.
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Mynd 2: Innflytjendur
sem voru skoðaðir árið
2002 komu frá 79 mis-
munandi þjóðlöndum. Frá
9 löndum komu fleiri en
20 einstaklingar, alls 342
af 621.
sérstökum aðgerðum til að bæta aðgengi innflytj-
enda að heilbrigðiskerfinu (4). Ef við lítum aftur á
íslenskar aðstæður bendir flest til að hér sé einnig
mjög erfitt fyrir innflytjendur að fá læknisþjónustu
vegna tíðra búsetuskipta. Það eitt og sér gerir það
ólíklegt að um samfellu í þjónustunni sé að ræða.
Til að nálgast þennan vanda mætti hugsa sér að
komið yrði á fót sérstakri heilsugæsluþjónustu eða
að ákveðin heilsugæsla tæki að sér þennan hóp.
Það myndi einfalda og auðvelda innflytjendum
að sækja sér læknisþjónustu. Hægt væri að líta á
þetta sem tímabundna þjónustu ýmist í byrjun
dvalar eða fyrir þá fjölmörgu farandverkamenn
sem eru hér í eitt, tvö eða þrjú ár og fara svo aftur
til baka til síns heimalands. Þeir sem á hinn bóginn
eru komnir með fasta búsetu og hafa ákveðið að
gera Island að sínu heimalandi gætu nýtt sér þjón-
ustuna á því formi sem hún er nú. Það sem mælir
með skipulagi sem þessu er að heimilislæknir sem
hefur mikla þjálfun í að sinna útlendingum, gerir
sér hugsanlega betur grein fyrir þeim vandamálum
sem upp geta komið. Hann lærir smám saman að
þekkja hvað skiptir máli í samskiptum einstaklinga
frá ólíkum menningarsvæðum. Hann kynnist þeim
hópum eða samfélögum sem hér eru frá hinum
ýmsu löndum og kemst í persónulegt samband við
lykilpersónur. Einnig þjálfast hann í vandamálum
sem oft hrjá sérstaklega þá sem hingað koma og
eru að setjast að. Má til dæmis nefna magabólgur,
svefnvandamál, húðvandamál. Einnig eru ákveðn-
ar sýkingar algengari í þessum hópi en meðal
þeirra sem alið hafa allan sinn aldur á Islandi.
Almenn þekking í faraldursfræði er hér gagnleg.
Langvarandi hósti er ekki bara vegna berkjubólgu,
asma eða ofnæmis. Hann getur verið merki um
berkla. Samkvæmt þessu hefur það ótvíræða kosti
að líta á innflytjendur sem hóp og reyna að sníða
þjónustuna að þörfum hópsins. Aðrir hafa bent á
galla þessarar nálgunar og segja að með þessari
leið hætti okkur til að skoða innflytjendur og skil-
greina þá of mikið út frá stöðu þeirra sem slíkra og
að við verðum blind á einkenni sem kunna að hafa
allt aðrar skýringar. Þessi hópur sjúklinga eigi ekki
nógu mikið sameiginlegt til að réttlæta sérhæfða
nálgun (4). Þrátt fyrir að þessi gagnrýni sé hugs-
anlega réttmæt er brýnt að finna leið til að greiða á
einhvern hátt götu þeirra innflytjenda sem hingað
koma að íslenskri heilbrigðisþjónustu (5).
Niðurlag
Hugmyndir þær sem hér hefur verið varp-
að fram hafa það fyrst og fremst að leið-
arljósi að vekja athygli á þeim vanda sem við á
Heilsuverndarstöðinni höfum orðið vör við í starfi
okkar. Það er mikilvægt í læknisstarfinu að brjóta
ekki grundvallarmannréttindi en slíkt getur hæg-
lega gerst þegar samskipti við sjúklinginn ganga
illa. Einnig er réttlætismál að allir hafi jafnan
aðgang að heilbrigðisþjónustu. líka innflytjendur
(5). Hætta er á að þeir hópar sem ekki fá hlutdeild
í þeim gæðum sem góð heilbrigðisþjónusta óneit-
anlega er búi til dæmis við hærri barnadauða, njóti
ekki fyrirbyggjandi aðgerða eins og bólusetninga
og að alvarlegir sjúkdómar greinist seint sem aftur
leiðir til erfiðari meðferðar og verri batahorfa (3).
Góð heilbrigðisþjónusta tekur mið af þörfum allra
þeirra sem þurfa á henni að halda. Það er brýnt að
þeir sem hafa flust til Islands frá öðrum menning-
arsvæðum verði sýnilegir í heilbrigðiskerfinu svo
hægt sé að mæta þörfum þeirra sérstaklega.
Heimildaskrá
1. Humphrey J. Alcom Bob. So Yoy Want To Be An Interpreter?
An Introduction to Sign Language Interpreting. Amarillo
Texas, H & H Publishing Company 2001: 8.1-8.21.
2. Coulter A. Patients’ view of the good doctor. Doctors have to
earn patients’ trust. BMJ 2002; 325: 668-9.
3. Loue S Ed. Handbook of Immigrant Health. New York and
London, Plenum Press 1998:101-6.
4. Kelaher M, Manderson L. Migration and mainstreaming:
matching health services to immigrants’ needs in Australia.
Health Policy 2000; 54:1-11.
5. Wolffers I, Verghis S, Marin M. Migration, human rights, and
health. Lancet 2003; 362: 2019-20.
474 Læknablaðið 2006/92