Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 10

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 10
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURKÖFNUN Tafla I. Stærð nýburanna. Með HIE* (19) An HIE (108) p-gildi Meðaltal (±SEM) Meöaltal (±SEM) Þyngd 3397 g (± 172) 3665 g (± 52) 0,03 Lengd 51,1 cm (± 0,6) 52,2 cm(± 0,2) 0,04 * HIE, hypoxic ischemic encephalopathy Tafla II. Apgar nýbura, með og án HIE*, við einnar, fimm og tíu mínútna aldur Apgar Með HIE (19) Án HIE (108) p-gildi Meðaltal Miögildi Meöaltal Miögildi 1 mínúta 1,5 1 2,4 2 0,006 5 mínútur 3,4 3 4,8 4 <0,001 10 mínútur 5,0 5 6,8 7 <0,001 * HIE, hypoxic Ischemic encephalopathy sem hlutþrýstingur súrefnis í fósturblóðrásinni er ekki nema 20-25 mmHg en 85-100 mmHg eftir fæðinguna (1). Lækkun á hlutþrýstingi súrefnis verður í öllum fæðingum en stefnir fóstrinu ekki í hættu nema í fáum tilvikum. Fari súrefnisþurrðin niður fyrir þolmörk fósturs leiðir það til breytinga á efnaskiptum þess. Frumur fósturs skipta þá yfir í loftfirrtan bruna á glúkósa og þannig eykst þéttni mjólkursýru og sýrustig í vefjum og blóði þess lækkar. Þessi súrefnisþurrð við burðarmál hefur verið nefnd „asphyxia perinatalis” og á íslensku fósturköfnun. Alvarleg fósturköfnun getur valdið óafturkræfum líffæraskemmdum og jafnvel fóst- urdauða. Erlendar rannsóknir sýna breytilegar tíðnitölur fyrir fósturköfnun frá tveimur til níu /1000 lifandi fæddra barna (2-4). Endurspegla þessar breytilegu tölur vel hvernig skilgreining fósturköfnunar hefur verið á reiki. Lengst af hefur verið stuðst við tvo þætti til greiningar í því sambandi, annars vegar Apgar stigun og hins vegar sýrustigsmælingar í blóði barns eftir fæðingu (5). Miðað hefur verið við að Apgar stig séu færri en sjö við fimm mínútna Mynd 1. Rannsóknarhópurinn. aldur og að sýrustig í nýfæddu barni með fóst- urköfnun sé <7,20 í blóði frá naflastrengsslagæð. Basaskortur (base deficit) þarf að vera meira en 6 mmól/L og lækkun á sýrustigi á að vera vegna aukins magns mjólkursýru en ekki vegna aukins koltvísýrings í blóði barnsins (6,7). Börn sem verða fyrir fósturköfnun eru í aukinni hættu á að fá heilakvilla af völdum súrefnisþurrð- ar (hypoxic ischemic encephalopathy, HIE) (8). Tíðni þessa heilkennis er samkvæmt erlendum rannsóknum á bilinu tvö til sjö/1000 fullburða börn (2, 9, 10). HIE kemur fram á fyrstu dögum eftir fæðingu og einkennist af auðertanleika, önd- unarslævingu, minnkaðri vöðvaspennu, minnk- uðum sogkrafti, skertri meðvitund og í alvarlegri tilfellum krömpum eða algjöru meðvitundarleysi (8). Einkenni heilakvilla af völdum súrefnisþurrð- ar hafa þótt spá betur fyrir um afdrif barna í kjölfar fósturköfnunar heldur en Apgar stigun eða sýrustigsmælingar (8,11,12). Engar fyrri rannsóknir á fósturköfnun og HIE í íslensku þýði hafa verið birtar. Tilgangur rann- sóknarinnar var jafnframt að leita að áhættuþátt- um nýbura fyrir alvarlegri fósturköfnun og HIE í kjölfarið. Einnig að kanna hvort greiningaraðferð- in á fósturköfnun og HIE sem notuð hefur verið á Landspítala sé byggð á réttum forsendum. Efniviður og aðferðir Um var að ræða afturskyggna hóprannsókn á börnum sem urðu fyrir fósturköfnun og fæddust á Kvennadeild Landspítala á árunum 1997-2001 að báðum árum meðtöldum. Innan hóprannsókn- arinnar var gerður samanburður á börnum sem fengu HIE og hinum sem ekki fengu merki um HIE. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni Barnið þurfti að hafa fengið ICD-10 greininguna fósturköfnun með greiningarnúmerum P21.0, P21.1 eða P21.9. Barnið þurfti að hafa fengið minna en sjö í Apgar stigun fimm mínútum eftir fæðingu og vera fætt eftir fulla meðgöngulengd (> 37 vikur samkvæmt ómskoðun á 19. viku). Klínískar upplýsingar Skráð var þyngd, lengd og höfuðummál barnanna. Apgar stigun sem barnið fékk við eina, fimm og tíu mínútur, einnig hvernig öndunaraðstoð barnið þurfti á að halda. Skráð var hvaða börn fengu HIE, sem var nánar greint niður í þrjá flokka samkvæmt skilgreiningu Sarnat og Sarnat. Fyrsta stig einkennist af ofurertanleika, líflegum tauga- viðbrögðum, auknum einkennum frá semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins og einkenni vara skemur 670 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.