Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 11

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 11
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURKÖFNUN en 24 klukkustundir. Annað stig einkennist af hypótóníu, kreppum í fjarlægari liðamótum og flogum sem eiga upptök á fleiri en einum stað í heila. Þriðja stig einkennist af meðvitundarleysi og viðbragðaleysi hjá nýburanum (8). Bæði var stuðst við upplýsingar úr sjúkraskrá um greininguna auk þess sem slík greining var alltaf borin undir grein- arhöfunda (AD og ÞÞ) til staðfestingar. Sýrustig, þéttni bíkarbónats, basaskortur (base deficit), hlutþrýstingur koltvísýrings og þéttni mjólkursýru úr fyrsta blóðgasasýni frá barni var skráð sem og tíminn sem leið frá fæðingu þar til sýnið var tekið. Við samanburð á blóðgasamælingum milli HIE hóps annars vegar og þeirra sem ekki fengu HIE hins vegar voru eingöngu tekin með þau sýni sem voru tekin innan við klukkustund frá fæðingu. Einnig voru blóðhagur og fjöldi kjarnaðra rauðra blóðkorna í fyrsta blóðsýni skráð. Við samanburð á blóðrauðagildum milli hópanna tveggja var aðeins reiknað með þeim sýnum sem voru tekin innan við tveimur klukkustundum frá fæðingu. Tölfrœði og úrvinnsla Við úrvinnslu niðurstaðna var notað eftir því sem við átti, Mann-Whitney próf, t-próf, kí- kvaðrats-próf og Anova próf í tölfræðiforritinu SPSS. Viðeigandi leyfi fyrir rannsókninni voru fengin frá Persónuvernd og Siðanefnd Landspítala. Leyfi til athugana á sjúkraskrám voru fengin hjá vörslumönnum sjúkraskráa á Kvennasviði Landspítala og Barnaspítala Hringsins. Niðurstöður A rannsóknartímabilinu var heildarfjöldi fæddra barna á Kvennadeild Landspítala 14.217 þar af 13.495 fullburða (>37 vikna meðganga). Á sama tímabili fengu 248 börn ICD-10 greiningarnúm- erin sem stuðst var við. Samræmdust 132 þeirra inntökuskilyrðum í rannsóknina. Af þeim feng- ust ófullnægjandi upplýsingar fyrir fimm börn og því voru 127 börn í rannsóknarhópnum. Hin 116 voru ýmist fyrirburar, fædd á öðrum sjúkrahúsum eða höfðu fengið meira en sex í Apgar við fimm mínútna aldur. Nýgengi fósturköfnunar á rann- sóknartímabilinu var því 9,4/1000 lifandi fullburða börn (13). I fósturköfnunarhópnum (n=127) sýndu 19 merki um HIE eða 15% hópsins, þar af voru fimm sem fengu alvarlegasta form HIE. Nýgengi HIE meðal fullburða barna á rannsóknartímabilinu var því 1,4 barn af hverjum 1000 fullburða fæddum. Af þeim fimm börnum sem fengu alvarlegasta form HIE dóu fjögur börn á fyrstu dögum eftir fæðinguna. Dánartíðni vegna HIE meðal full- burða barna var 0,3/1000 á rannsóknartímabilinu. Tafla III. Sýrustig og blóðgös nýbura meö fósturköfnun, samanburöur á nýburum sem fengu HIE og hinum sem ekki fengu HtE* Með HIE (n=19) Meðaltal (±SEM) An HIE (n=108) Meðaltal (±SEM) p-gildi HC03- (mmol/L) 13 (±1,1) 16,2 (±0,4) 0,003 Basaskortur (mmol/L) -20,5 (±1,6) -16,4 (±0,7) 0,025 Blóðsýring (pH) 6,95 (±0,04) 7,06 (±0,01) 0,005 * HIE hypoxic ischemic encephalopathy Tafla IV. Magn blóðrauða, bióðseigja og fjöldi kjarnaðra rauðra blóðkorna í rannsóknarhópnum við fæðingu. Með HIE* (n=19) Meðaltal (±SEM) Án HIE (n=108) Meðaltal (±SEM) p-gildi Blóðrauði g/L 150,2 (± 6,9) 163,8 (± 2,5) 0,01 Blóðseigja L/L 0,46 (± 0,008) 0,50 (± 0,02) 0,02 Kjörnuð rauð blóðkorn x 106/L 4100 (±844) 5031(±1137) 0,696 * HIE, hypoxic ischemic encephalopathy Dánartíðni (case fatality) af völdum fósturköfn- unar var 3,15%. Fimmta barnið sem fékk merki um alvarlega HIE hlaut varanlegar heilaskemmdir og er fjölfatlað og þroskaheft. í töflum I-IV sést nánari samanburður milli barna sem sýndu merki um HIE (n=19) og þeirra barna sem ekki sýndu merki um HIE (n=108). I ljós kom að þau börn sem fengu HIE voru mark- tækt léttari (p=0,03) og styttri (p=0,04) en þau sem ekki fengu HIE (tafla I). Meðaltal Apgar stiga hjá börnunum í HIE hópnum reyndust marktækt lægri við 1, 5 og 10 mínútna aldur (tafla II). Við samanburð blóðgasamælinga eftir fæðingu kom í ljós að þau börn sem fengu HIE voru marktækt súrari, með meiri basaskort og lægra bíkarbónat en þau sem ekki fengu merki um HIE (tafla III). Þá reyndist gildi blóðrauða marktækt lægri hjá börn- unum sem fengu HIE heldur en hjá hinum sem ekki fengu HIE, (tafla IV). Ekki var tölfræðilega marktækur munur á fjölda kjarnaðra rauðra blóðkorna (normoblasta) í blóði barnanna í hóp- unum tveimur. Umræður Dánartíðni eftir fósturköfnun og nýgengi HIE í þessari rannsókn var lægri en í sambærilegum erlendum rannsóknum (4, 10, 14). Ef til vill er verið að ofgreina fósturköfnun hérlendis og benda niðurstöður rannsóknarinnar til að hverfa ætti frá þeirri greiningu nema að barnið fái HIE. Áður var talið að orsaka heilalömunar (cerebra! palsy) væri oftast að leita í fæðingu og að heilalömun kæmi í kjölfar súrefnisþurrðar. Nú benda flestar rann- sóknir til þess að aðeins megi rekja lítinn hluta af alvarlegri tilfellum heilalömunar til súrefnisþurrð- ar í fæðingu (15-17). í flestum tilvikum þar sem Læknablaðið 2007/93 671

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.