Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Síða 17

Læknablaðið - 15.10.2007, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / NÝBURAR áhættuhlutfall (95% vikmörk), eftir því sem við á.Tölfræðileg marktækni var miðuð við p-gildi <0,05 eða 95% vikmörk. Tilskilin leyfi fengust frá Siðanefnd Landspítala, Persónuvernd og lækningaforstjóra Landspítala. Niðurstöður Alls fæddust 1486 börn með valkeisaraskurði á Landspítala eftir >37 vikna meðgöngu árin 1996- 2005. Af þeim uppfylltu 57 börn (3,8%) greininga- skilmerkin vot lungu (50 börn) eða glærhimnu- sjúkdómur (7 börn). Meðalaldur mæðranna var 32,4 + 5 ár og mið- gildi fjölda fæðinga (parity) var 2 (dreifing 1-4). Abendingar fyrir valkeisaraskurði hjá mæðrum þeirra 57 barna sem fengu öndunarörðugleika voru fyrri keisaraskurður (26), afbrigðileg staða fósturs (15), erfið fyrri fæðing (6), fyrirsæt fylgja (3), óeðli- legar æðar í heila móður (2), meðgöngueitrun (1), vaxtarstöðvun fósturs (1), grindarþrengsli (1), fyrri saga um legrof (1) og hnúðvörtur (condyloma) (1). Tíðni öndunarörðugleika Tíðni öndunarörðugleika eftir meðgöngulengd var 13,8 % eftir 37 vikna meðgöngu (37+0-37+6 vikur), 6,6% eftir 38 vikna meðgöngu (38+0-38+6 vikur), 2,4% eftir 39 vikna meðgöngu (39+0-39+6 vikur) og 2,5% eftir 37 vikna meðgöngu (40+0-40+6 vikur) (mynd 1). Valkeisaraskurðir eftir >41 vikna með- göngu voru sjaldgæfir og ekkert þeirra barna var greint með glærhimnusjúkdóm né vot lungu.Tíðni öndunarörðugleika var marktækt lægri hjá þeim börnum sem fæddust eftir 39 vikna meðgöngu en hjá þeim sem fæddust eftir 38 vikna meðgöngu (sjá töflu). Alvarleiki öndunarörðugleika Sjö börn þurftu á öndunarvélameðferð að halda. Fengu þau öll greininguna glærhimnusjúkdóm og var þeim öllum gefinn spennuleysir (pulmonary surfactant). Þrjú börn voru meðhöndluð með nit- urildi (nitric oxide) vegna lungnaháþrýstings og tvö börn fengu loftbrjóst. Ekkert barnanna sem fengu greininguna vot lungu þurftu aðra meðferð en aukasúrefni í innöndunarlofti. Ekkert barn lést. Tímasetning valkeisarskurða A mynd 2 sést hvernig tímasetning valkeisara- skurða eftir meðgöngulengd breyttist á rannsókn- artímabilinu. Hlutfallslega færri keisaraskurðir voru gerðir áður en 39 vikna meðgöngu var náð á síðasta ári rannsóknartímabilsins en því fyrsta 1 þessari rannsókn reyndist tíðni öndunarörðug- leika eftir valkeisaraskurð hjá fullburða börnum vera í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd. í flest- um tilvikum var um væga öndunarörðugleika að ræða, en í sumum tilvikum urðu börnin alvarlega veik og þurftu meðal annars á öndunarvélameð- ferð að halda. Marktæk lækkun á tíðni öndunar- örðugleika varð milli 38 og 39 vikna meðgöngu sem bendir til þess að hægt sé að minnka líkur á öndunarörðugleikum umtalsvert ef beðið er með að gera valkeisaraskurð þar til 39 vikna með- göngulengd er náð. Hins vegar benda niðurstöður þessarar rannsóknar til að ekki sé ávinningur af því að bíða með að gera valkeisaraskurð þar til 40 vikna meðgöngulengd er náð. Mynd 1. Tíðni öndunar- örðugleika hjá nýburum sem fæddust með val- keisaraskurði eftir með- göngulengd. Mynd 2. Tíðni valkeisaraskurða sem gerðir voru fyrir 39*° vikna meðgöngu eftir fœðing- arári. Örin sýnir hvenœr settar voru klínískar leiðbeiningar um að ekki eigi að gera val- keisaraskurð fyrr en 39*° vikna meðgöngu er náð, nema í undantekningartilfellum. Læknablaðið 2007/93 677

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.