Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Síða 21

Læknablaðið - 15.10.2007, Síða 21
FRÆÐIGREIN / GAUMSTOL Gaumstol Yfirlit Einkenni, tíðni, greining og horfur Haukur Hjaltason' TAUGALÆKNIR Styrmir Sævarsson2 DOKTORSNEMI í TAUGASÁLFRÆÐI 'Taugadeild Landspítala og læknadeild Háskóla íslands. 2Sálfræöideild/taugasálfræði, háskólanum í Freiburg, Þýskalandi. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Haukur Hjaltason, taugadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími 5431000. haukiirhj@landspitali. is, Lykilorð: gaumstol, heilablóð- fall, hœgra heilahvel, gaum- stolseinkenni, gaumstolspróf. Ágrip Gaumstol er tiltölulega algeng truflun sem hlýst af heilaskaða, einkum heilablóðfalli í hægra heilahveli. Það kemur fram í því að sjúklingur gefur umhverfi og hlutum til gagnstæðrar áttar við heilaskaðan ónógan gaum og bregst ekki við því sem gerisl til þeirrar áttar. Gaumstol felur í sér flókna röskun á samspili skynjunar, hreyfingar og umhverfis sjúklings þar sem athygli hans og rýmið sem umlykur hann skiptir miklu máli. Vandi sjúklings getur verið að hann borðar einungis af hægri hlið disks við máltíðir og les einungis orð í setningum sem eru til hægri við miðju. Oft hafa sjúklingar ekki fullt innsæi í eigin vanda og hjá sjúklingum með heilablóðfall dregur gaumstol úr batalíkum. Gaumstol er ekki alltaf augljóst en til eru fljótleg próf sem má beita til frekari glöggv- unar og staðfestingar á einkennum sjúklinga. Gaumstol og afleiðingar þess eru oft óljósari en til að mynda lamanir og málstol og því er gildi grein- ingar og fræðslu fyrir sjúklinga, aðstandendur og aðra mikilvægt. Inngangur Gaumstol er hugtak sem notað er yfir truflun í hegðun og vitrænni getu sjúklinga og vísar til ákveðins ástands sem hlýst af heilaskemmd, eink- um í hægra heilahveli. I þessari grein er fjallað um einkenni sjúklinga, greiningu, tíðni og horfur. Gefið er almennt yfirlit urn þessa þætti en einnig stuðst við klíníska reynslu höfunda. í seinni grein verður gerð grein fyrir orsökum og staðsetningu heilaskemmda, megin kenningum um gaumstol og helstu meðferðarúrræðum. Algengasta orsök gaumstols er heilablóðfall, oftast vegna dreps á næringarsvæði hægri mið- hjarnaslagæðar (a. cerebri media). I lýsingum á einkennum sjúklinga hér á eftir er miðað við þessa orsök gaumstols og staðsetningu heilaskaða. Flestir þessara sjúklinga hafa skert húðskyn og eru lamaðir í vinstri Iíkamshlið. Dæmigerður sjúkling- ur með gaumstol getur litið til beggja átta en lítur þó oftar til hægri og gefur hlutum til þeirrar áttar greinilega meiri gaum. Gerist eitthvað í umhverfi sjúklings sem kallar á athygli hans er líklegt að fyrsta viðbragð hans verði að snúa sér eða beina athygli sinni til hægri auk þess að hann tekur aug- Ijóslega ekki eftir öllu sem gerist honum á vinstri hönd. Komi til að mynda ættingjar að sjúkrabeði hans er ekki víst að hann sýni þess merki að hann viti af þeim séu þeir honum til vinstri handar. Gaumstol einskorðast þó ekki við skynjun eða eftirtekt, það getur líka komið fram við daglegar athafnir eins og líkamssnyrtingu, að klæðast og að ENGLISH SUMMARY Hjaltason H, Sævarsson S Unilateral spatial neglect: A review over symptoms, frequency diagnosis and prognosis Læknablaðið Unilateral spatial neglect is a disorder commonly encountered after hemisphere stroke, most often in the right hemisphere. Neglect patients fail to attend and respond to stimuli presented on the side of space opposite to the brain lesion. Neglect implies a complex dysfunction in the co-action between perception, motor behavior and the environment where the patients’ attentive capacities and the environmental space are of special importance. Patients' difficulties can be seen in that they do not eat from the left side of the plate or omit words to the left when asked to read. Commonly patients do not have a complete insight into their neglect problems. Neglect in stroke patients has been associated 2007; 93: 681-7 with poor outcome on functional activities. Signs of neglect are not always obvious but can be explored and assessed quickly by bedside neuropsychological testing. Neglect is often more unclear to an observer than, e.g. if a patient suffers from paresis or aphasia. Education for patients, their relatives and others are therefore important. Keywords: unilateral spatial neglect, stroke, right hemisphere, neglect symptoms, neuropsychological testing. Correspondence: Haukur Hjaltason, haukurhj@landspitali.is Læknablaðið 2007/93 6 81

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.