Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 33

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 33
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ FORMANN LÍ alinn yrði undir einu þaki. Sem nú stefnir í að verði að raunveruleika. Jafnframt var bent á hætturnar á því að þetta yrði eini vinnustaðurinn sem mikill fjöldi lækna gæti starfað á og sjúklingar ættu ekk- ert val. Ég held að yfirlýsingin hafi verið framsýn og flest sem þar stendur sé þegar komið á daginn, bæði kostir og gallar. Pað er því rangt sem okkur hefur verið núið um nasir þegar við höfum gagn- rýnt vissa þætti sameiningarinnar að við hefðum alltaf verið á móti henni. Þvert á móti, Læknafélag Islands hefur frá upphafi stutt sameininguna.” Finnst þér að sameiningin hafi tekist? „Gangur hennar hefur verið skrykkjóttur en stefnan er jákvæð og byggingarmálin eru í farvegi. En mér finnst jafnframt tímabært að huga að öðrum spítalarekstri, sem yrði einfaldari í sniðum. Spítala sem hefði ekki sömu kennsluskyldu og gæti verið fljótari að sinna verkefnum. Slíkur spítali gæti verið einkarekinn og það þyrfti ekki að stang- ast á við hagsmuni heildarinnar og sjúkratrygging- anna og stefnu stjórnvalda að slík þjónusta væri í boði.” Sameining sjúkrahúsanna þriggja er eitt mál og síðan er stjórnun Landspítala annað mál í rauninni. Lœknar spítalans hafa verið ómyrkir í máli um hvernig þeim þyki honum stjórnað. Hvar hefur þú staðsett þig íþví máli? „Ég skil mjög vel þá kollega mína sem hafa haldið uppi gagnrýni á stjórn Landspítala. Ég hef orðið vitni að meðferð einstakra mála þar sem mér hefur ekki fundist rétt vera á málum haldið og síðan liggur fyrir að stjórnunarlegt gap hefur verið á milli æðri millistjórnenda og yfirlæknanna. Oánægja um þau skil er mjög skiljanleg. Stjórn spítalans hefur ítrekað fengið á sig dóma þar sem fram kemur að hún hefur tekið ákvarðanir sem brjóta lög og þarna eru skýrar vísbendingar um að þessi mál eru ekki í því lagi sem ætlast verður til. Það þarf ekki nein undirmál til að draga þetta fram því þetta liggur á borðinu. Þetta styður líka þá skoðun að aðrar umkvartanir sem ekki hafa farið hátt eigi sér einnig stoð í veruleikanum. Við höfum ennfremur einnig talið að það sé ekki nógu vel staðið að ráðningum æðstu stjórn- enda í röðum lækna og það eigi að gera það á opn- ari og lýðræðislegri hátt en gert er. Angi af því máli er hjá Umboðsmanni Alþingis þar sem við höfum viljað fá úr því skorið hvort rétt sé staðið að ráðn- ingu sviðstjóra lækninga með því að auglýsa ekki stöðurnar.” Lögin um heilbrigðisþjónustu Á síðasta þingi voru ný lög um heilbrigðisþjón- ustu samþykkt. Lœknar voru margir mjög ósáttir við þessi lög og þá ekki síst þann hluta þeirra sem fjallar um Landspítala. Hver er þín skoðun á þess- um lögum? „Þetta er svolítið erfið spurning þar sem ég tók þátt í að semja hluta laganna. Sumt í frumvarpinu er ég mjög ánægður með og annað er verra og sumt af því kom ekki inn í frumvarpið fyrr en á síðustu stundu og við höfðum ekki tækifæri til að gefa umsögn um. Þetta á til dæmis við um yfirstjórn einkarekinna heilbrigðisstofnana sem hafa samn- ing við ríkið. Eitt af stærstu nýmælunum í þessu lagafrumvarpi er heilbrigðisstéttir þurfa ekki leng- ur að fá leyfi ráðherrans til að koma á fót heilbrigð- isþjónustu heldur þurfa þær eingöngu að mæta faglegum kröfum landlæknis og ráðherrann hefur ekki aðkomu að því nema til að endurskoða þær ákvarðanir landlæknis sem hann synjar. Þetta var orðið gamaldags og stangaðist í raun á við stjórn- arskrárbundin réttindi borgaranna til atvinnufrels- is og að gera samninga sín á milli, það er læknis og sjúklings. Það er allt annað mál og pólitískt að ákvarða hvaða þjónustu ríkið ætlar að veita innan sjúkratryggingarinnar. Akvæðin um Landspítala eru skýrari í þessum lögum en gömlu lögunum og sjálfstæði Sjúkrahúss Akureyrar sem er tryggt í þessum lögum og getur gegnt hlutverki sínu sem varasjúkrahús Landspítala en það er mjög mikil- vægt að skilgreina þá stöðu FSA. Umsagnarnefnd Læknafélagsins átti fund með yfirstjórn Landspítala að hennar frumkvæði og nefndin skilaði vönduðu áliti um stöðu yfirlækna en um það hafði verið deilt að þeirra væri ekki getið í frumdrögunum en þau mál fengu viðunandi niðurstöðu sem ég vil meðal annars þakka mjög málefnalegri og skeleggri fram- göngu framkvæmdastjórans okkar sem vakti yfir því máli alveg fram á síðustu stundu fyrir okkar hönd.” Heimilislœknar sóttu það fast að fá frelsi til að starfa utan heilsugœslustöðvanna en ekkert hefur gerst í því máli þrátt fyrir að Jón Kristjánsson þá- Sigurbjörn ásamt eig- inkonti sinni Elínu Ástu Hallgrímsson á ferð í Suður-Afríku en þar var þing Alþjóðafélags lœkna haldið árið 2006. í bak- grunni grillir í nýbakaðan forseta samtakanna, Jón Snœdal. Læknablaðið 2007/93 693

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.