Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 39

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÍKNAREINING Dóra Halldórsdóttir, Jóhanna Ósk Eiríksdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Líknareining Landspítala Dag- og göngudeildin er glæsileg viðbót Við Kópavogsbraut 5-7 er líknareining Land- spítalans til húsa og með dyggum stuðningi Oddfellowreglunnar hefur verið búið einstaklega vel að einingunni, nú síðast með opnun dag- og göngudeildar sem nýtekin er í gagnið eftir gagn- gerar breytingar á húsnæðinu. Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir segir stuðning Oddfellowreglunnar ómetanlegan. „Þeir hafa bók- staflega gert húsnæðið fokhelt og kostað hönnun og framkvæmdir við allar breytingar, innréttingar, húsgögn og allan annan búnað fyrir starfsfólk og sjúklinga. Björn Skaptason er arkitekt hússins og eins og sjá má er hönnunin ekki mjög „sjúkrahús- Ieg” heldur hefur áherslan verið lögð á hlýlegt og heimilislegt yfirbragð en um leið mjög nútímalegt og stílhreint.” Umhverfið er heldur ekki af verri endanum, Kópavogurinn og Arnarnesið blasa við og fallegur garður þar sem hægt er að njóta sólar að sumrinu ber natni Oddfellowa fagurt vitni þar sem þeir hafa gætt að öllum smáatriðum við frágang húss og lóðar. Valgerður segir að skipta megi starfsemi líkn- areiningarinnar í fjóra meginþætti. „Það er leg- udeild með 8 rúmum, dag- og göngudeild, fimm- daga deild og heimahlynning sem sinnir á hverjum tíma á milli 45-50 sjúklingum í heimahúsum.” Nýjasta viðbótin er dag- og göngudeildin sem er að hefja starfsemi og er að sögn Jóhönnu Oskar Eiríksdóttur hjúkrunarfræðings opin einn dag í viku fyrsta kastið en markmiðið er að hafa opið þrjá daga vikunnar. „Deildin tók til starfa fimmtudaginn 20. sept- ember og við reiknum með að hafa opið þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtudaga og þá verður boðið upp á iðjuþjálfun á morgnana og sjúkra- Hávar Sigurjónsson Garðurinn er sælureitur á góðum degi. Læknablaðið 2007/93 699

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.