Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Síða 45

Læknablaðið - 15.10.2007, Síða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FÍFL/FKLÍ ■ tt A:dngratul<\tions:,sí ■pr YDU ARE"NOW AT ^iHURyp^K .•AFRICA'S HIGHEBVOINTOÍ. ' ^ ^ iiORLD'S HlGnEST FREE - STANOINb HOU.NTAIN b% öTtfoRTb'S LARGE|T VOLCAN^, UcLCGME—' RLD'S LARGEST VOLCANOES.lj FÍFL á Kilimanjaro FÍFL á loppnum, frá vinstri Engilbert Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson, Magnús Gottfreðsson og Magnús Karl Magnússon. Mynd: Dagný Heiðdal. Þann 11. september sl. náðu fjórir af meðlimum Félags íslenskra fjallalækna (FÍFL) toppi hæsta fjalls Afríku, Kilimanjaro (5895 m). Eftir næt- urlanga göngu í niðamyrkri urðu leiðangursmenn vitni að ógleymanlegri sólarupprás á gígbarmi þessa mikla eldfjalls. A hæsta tindinum, Uhuru Peak, var einstakt veður en háfjallaveiki gerði göngumönnum lífið leitt. Engu að síður var þetta ógleymanleg upplifun og erfiðisins virði. FIFL er með ýmislegt á prjónunum í vetur. Ber þar hæst málþing um háfjallaveiki á Læknadögum og næsta vor er ráðgerð ferð á Flvannadalshnjúk sem auglýst verður nánar síðar. Frá FKLI, Félagi kvenna í læknastétt FKLÍ boðar til næsta félagsfundar miðvikudaginn 10. okt. nk. kl. 20, í Lækjarbrekku-Litlu Brekku við Bankastræti. Aðalefni fundarins verður frásögn og myndasýning Ólafar Sigurðardóttur og Helgu Hannesdóttur, lækna, sem fóru í ágúst á heimsþing MWIA, Medical Womens International Association, sem FKLI er meðlimur í, og þar sem Ólöf var kjörin 1 af 8 svæðaforsetum MWIA, þ.e. forseti svæðisfélags Norður-Evrópu, NER, til 3 ára. Rætt verður um starfsemi MWIA og NER. Góður tími verður gefinn til spjalla saman. Eg vil endilega benda ungum konum á að koma á fundinn, sem er góður til að mynda tengsl við hinar eldri, sem geta verið hjálplegar í ýmsum málum. A fundinum verður rætt um stjórnarkjör, sem fram fer á aðalfundi félagsins, sem verður væntanlega haldinn miðvikudaginn 14. nóv. nk„ og verður auglýstur frekar síðar. Undirrituð og nokkrar aðrar stjórnarkonur óska eftir að hætta í stjórninni. Gott væri að fá tillögur um konur í stjórn og ræða þær. Aðalfundur félagsins verður væntanlega haldinn 14. nóv. nk. með hátíðakvöldverði eins og venjulega. Þar verða veitt bókarverðlaun til Eddu Vésteinsdóttur, cand. med., sem var hæst á læknaprófi 2007 og nýútskifaðir læknar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Við fáum góðan gesti að venju, sem munu skemmta okkur. Jólafundur félagsins verður síðan haldinn að venju í byrjun jan. og verður auglýstur síðar. Innheimta árgjalda er hafin.Við erum í meiri fjárþörf nú en áður vegna þátttöku okkar í alþjóðastarfinu og alþjóðlegra starfa Ólafar.Við viljunr því beina þeim tilmælum til félags- kvenna og allra annarra kvenna, sem vilja ganga í félagið eða styrkja okkur, að greiða okkur árgjald kr. 4000 sem fyrst. Best er að konur greiði beint til okkar inn á reikninginn okkar nr. 0137-26-3660, kt. FKLÍ er 700300-3660, eða sendi greiðslu til Önnu Geirsdóttur, gjaldkera, sem starfar á Hgst. Grafarvogi. Gleymið ekki að láta koma fram frá hvaða konu greiðslan kemur. því við höfum stundum fengið greiðslur, sem við höfum ekki getað rakið, og þá fer viðkomandi ekki á félagaskrá okkar. Hlakka til að sjá ykkur sem flestar á fundunum í vetur. Margrét Georgsdóttir, formaður Læknablaðið 2007/93 705

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.