Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 47

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 47
UMRÆÐA & FRETTIR / GRÆNLAND Veturinn er minn uppáhaldstími „Ég hef verið hér á Grænlandi í 8 ár,” segir Eskild Boeskov yfirhéraðslæknir við sjúkrahúsið í bænum Illulissat þegar blaðaniaður Læknablaðsins átti við hann samtal á dögunum á ferð sinni um þessar slóðir. Illulissat (ísfjörðurinn), Jakobshavn upp á dönsku, er 5000 manna bær við hinn rómaða ísfjörð sem dregur að sér fleiri ferðamenn árlega en nokkuð annað einstakt náttúrufyrirbrigði á Grænlandi. ísfjörðurinn stendur fullkomlega undir nafni þar sem hann er 80 kílómetra langur og 1500 metra djúpur og fullur af borgarísjökum sem Grænlandsjökull dælir jafnt og þétt út í fjörðinn. Það tekur hvern jaka um tvö ár að mjakast út fjörðinn og losna úr viðjum og halda til hafs og þegar rætt er um magnið af ís þá er það ekkert smáræði. Meðalþykkt íssins í firðinum er um 1000 metrar og einhver reiknaði út að meðalstærð hvers borgarísjaka væri slík að nægði til að fullnægja vatnsþörf allrar Danmerkur í ca. einn mánuð. Það er töluvert af vatni. Samtal okkar Eskilds snýst þó ekki um ísinn í firðinum heldur starf hans sem læknis í Illulissat og héraðinu í kring sem reyndar er svo stórt að jafnast á við þriðjung af íslandi eða þar urn bil. „Vegalengdir hér á Grænlandi á milli byggða eru svo gríðarlegar að maður þarf langan tíma til að venjast því,” segir Eskild aðspurður um héraðið sem hann sinnir. Seldi stofu, hús og bíl „Ég starfaði áður sem heimilislæknir í Kaup- mannahöfn og hafði rekið eigin stofu í 14 ár. „Mig langaði að breyta til og seldi stofuna, húsið og bílinn en hélt konunni og börnunum. A þeirn tíma voru tvö yngstu börnin enn heima og þau komu með okkur hingað en eru nú flutt aftur til Danmerkur. Við komum hingað í fyrstu til að prófa þetta í eitt ár. Við erum hér enn,” segir hann brosandi og kveðst ekki reikna með öðru en verða áfram á Grænlandi um ókomin ár. „Ég get vel hugsað mér að ljúka starfsferlinum hér,” segir hann. „Margir í Danmörku eru mjög forvitnir um Grænland og Iangar til að koma hingað. Sumir láta verða af því og það er ekki óalgengt að læknar komi hingað og starfi um lengri eða skemmri tíma.” Hann segir meginmuninn á því að starfa sem læknir í Danmörku og á Grænlandi vera fólginn í því að á Grænlandi eru ekki sjálfstætt starfandi heimilislæknar. „Hér eru allir læknar starfandi við sjúkrahúsin í stærstu bæjunum en við sinnum í rauninni að miklu leyti því að sama og heim- ilislæknar gera. En það verða allir að koma hingað Eskild Boeskov yfirhér- aðslœknir með hluta af bœnum lllulissat og mynni ísfjarðarins margrómaða í bakgrunni. Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2007/93 707

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.