Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 57

Læknablaðið - 15.10.2007, Page 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 202 Vilsa, vökvi og vessi Exudate og transudate Eyþór Björnsson, lungnalæknir, hafði samband og bað um íslensk heiti á exudate (L. exsudatum) og transudate (L. transsudatum). Þau fundust með einfaldri uppflettingu í íðorðasafni lækna: exudate er nefnt vilsa og transudate er nefnt útvessi. Bæði erlendu orðin er komin úr latínu þar sem forskeytið ex- merkir út, burt, frá og forskeytið trans- merkir gegnum, yfir, um. Síðari orðhlutinn -(s)udate er sennilega dreginn af sögninni sudare, svitna. í læknisfræðiorðabókum eru þessi heiti útskýrð þannig að exudate tákni vökva sem hafi lekið úr æðum, oftast í tengslum við bólgu. Þessi vökvi er þykkur og ríkur af frumum, prótínum og ýmsum öðrum efnum úr niðurbrotnum frumum. Hann hefur stundum verið nefndur bólguvilsa eða útferð. Síðara heitið, transudate er hins vegar notað um þunnan vökva, sem lekið hefur í gegnum himnu(r) og inni- heldur lítið af frumum, prótínum eða öðrum stórum sameindum. Hann hefur stundum verið nefndur bjúgvökvi. Aðgreining þessara tveggja vökvategunda á sér langa sögu, en óvíst er hversu mikla þýðingu þessi tvö mismunandi heiti hafa í nútíma læknis- fræði. Að sjálfsögðu er það klínískt mikilvægt að aðgreina bólguvilsu, sem verður til vegna sýkingar, og bjúgvökva, sem ekki bendir til staðbundinnar sýkingar. Mikilvægt er að íslensku heitin séu eins gagnsæ og verða má og gefi sem mest til kynna um hið klíníska vandamál. Undirritaður er til dæmis ekki sáttur við að transudate nefnist útvessi. Vessi Islensk orðabók Eddu tilgreinir nafnorðið vessi: 1. vœta, raki, 2. ýmis líkamsvökvi, vilsa, 3. sogœðavökvi. Orðið vessi er þannig nokkuð almennt í íslensku máli, en hefur samt verið tekið upp í fræðimálinu til að tákna sérstakan vökva, vökvann í vessakerfinu, systenia lymphaticum. Millifrumuvökvinn, interstiti- al fluid, sem er á leiðinni inn í vessakerfið, hefur svo fengið heitið holdvessi. Þá má nefna að til eru heitin innanvessi (endolympha) og utanvessi (perilympha). Loks hefur heitið vessi verið notað á sérstaka efna- söfnun í vefjum, insudate, svo sem í æðaveggjum og nýrum. Þarna virðist þörf á einhverri tiltekt. Vulvodynia Þóra Steingrímsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdóma- læknir, sendi tölvupóst og bað um íslenskt heiti á fyr- irbæri sem nefnist vulvodynia. Erlenda orðið er ekki að finna í íðorðasafni lækna og ekki í ýmsum við- urkenndum erlendum læknisfræðiorðabókum. Það fannst þó að lokum og reyndist latneskt-grískt að uppruna, samsett úr vulva (L), kvensköp, og odyn (G), sársaukafullt ástand. Orðabókarskilgreiningin er þessi: langvarandi óþœgindi frá kvensköpum með kvörtunum um brunatilfinningu og yfirborðslœga ertingu. Verkur? Undirritaður gerði nokkuð ítarlega leit í íðorðasafninu og fann þar yfir 40 fræðiheiti þar sem -odynia eða -dynia var síðari hluti samsetts heitis, svo sem: acrodynia (æsaþrautir), arthro- dynia (liðverkur), cephalodynia (höfuðverkur), dermatodynia (húðkvöl), glossodynia (tungusviði), neurodynia (taugahvot), osteodynia (beinverkur) og xiphodynia (flagbrjósksverkur). Svo sem sjá má af dæmunum var orðhlutinn -odynia ekki alls staðar þýddur á sama veg, en algengast var að notað væri íslenska orðið verkur. Heitið vaginodynia (leggangahvot) olli nokkrum heilabrotum, þar til upplýst hafði verið með aðstoð Islenskrar málstöðv- ar að hvotverkur væri gamalt heiti sem merkti kipp- kenndur verkur eða stingur. Undirrituðum leist þó ekki á að viðhalda því, þar sem það væri lítt þekkt meðal lækna og án efa óskiljanlegt. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Sviði Niðurstaðan varð sú að samræma þýðingarnar á þessum tveimur erlendu heitum: vulvodynia og vaginodynia með íslensku heitunum skapasviði og leggangasviði, enda hafði Þóra lýst því að sviðinn væri yfirleitt yfirgnæfandi í einkennamyndinni. Hins vegar hafði hún látið sér detta í hug heitið barma- bruni. þar sem fyrri orðhlutinn vísar í skapabarma, labia majora, og síðari hlutinn í brunatilfinninguna, sem fyrr er getið. Þetta er í sjálfu sér fallegt og svolítið skemmtilegt heiti, en Þóra taldi að konum mundi ekki hugnast skemmtilegt heiti á þessu mjög svo óþægilega ástandi. Skammdegisþunglyndi Umræðan um „skemmtileg” heiti rifjaði upp hugmynd eða óformlega tillögu frá Sigurði V. Sigurjónssyni, röntgenlækni, en hann er gjarn- an tilbúinn að bregða á Ieik þegar rætt er um íslensk íðorð. í þetta sinnið var það heitið seasonal affective disorder sem komið hafði til umræðu. Læknisfræðiorðabækur lýsa heilkenni, sem ein- kennist af endurteknum þunglyndis- eða depurð- arköstum í tengslum við eina eða fleiri af árstíð- unum, oftast veturinn. Samheiti er seasonal mood disorder, sem gæti heitið árstíðabundin lyndisrösk- un. Undanfarið hefur þetta þó oftast verið nefnt skammdegisþunglyndi. Sigurður lagði fram heitið misserismislyndi. Jóhann Heiðar er |æknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2007/93 717

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.