Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2008, Side 4

Læknablaðið - 15.04.2008, Side 4
Frágangur fræðilegra greina EFNISYFIRLIT Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera bæði á ensku og íslensku. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: www.laeknabladid.is/fragangur- greina Umræðuhlirti RITSTJÓRNARGREINAR Brynjólfur Mogensen Viðbragsáætlun Landspítala (fyrsta sinn er lögð fram viðbragðsáætlun við eitrun, farsótt, geislavá, hópslysi og bruna til þess að geta tekist á við atburði þar sem lífi og limum fólks er stefnt í voða. Ólafur Guðlaugsson Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Við meðhöndlun sýkinga þarf að beita lyfjum sem hafa þröngt virknisvið og minnst áhrif á eðlilega flóru til þess að seinka þróun sýklalyfjaónæmis. B FRÆÐIGREINAR 275 277 Kristfn Jónsdóttir, Kart G. Kristinsson Ónæmi fyrir kínólónum hjá Gram neikvæðum stöfum á íslandi og tengsl við sýklalyfjanotkun Tíðni flúórókínólón-ónæmis eykst hér en er þó enn með því lægsta í Evrópu. Mest tíðni er í eldri aldurshópum og marktæk fylgni milli notkunar og tíðni ónæmis hjá E. coli og Enterobacteriaceae. Mikilvægt er að flúorókínólónin séu rétt notuð og fylgst með notkun og ónæmi fyrir þeim. Kristján Guðmundsson, Þórður Þórkeisson, Gestur Þáisson, 287 Hörður Bergsteinsson, Sveinn Kjartansson, Asgeir Haraldsson, Atli Dagbjartsson Lág þéttni natríums í sermi fyrirbura Lungnasjúkdómur er oft erfiður hjá fyrirburum en einnig stjórnun vökva- og saltjafnvægis. Vökvatap um þunna húðina er mikið og getur valdið þyngdartapi og of hárri þéttni natríums í sermi. Mikilvægt er að fylgjast með vökvabúskap og þóttni rafkleyfa í sermi fyrirbura fyrstu dagana eftir fæðingu. Orri Þór Ormarsson, Ásgeir Theodórs, Þráinn Rósmundsson Holsjármeðferð á sýndarblöðru í briskirtli - sjúkratilfeili Sýndarblaðra er þekktur fylgikvilli brisbólgu og áverka á briskirtli. Hefðbundin tæming er með opinni aðgerð eða í gegnum húð. Holsjármeðferð er nú beitt æ oftar við sýndarblöðru hjá fullorðnum. Lýst er fyrstu holsjármeðferð á íslandi á áverkaorsakaðri sýndarblöðru í briskirtli barns. Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram. Tómas Guðbjartsson, Agnes Smáradóttir, Halla Skúladóttir, Hlynur N. Grimsson, Hrönn Harðardóttir, 29 Jóhannes Björnsson, Pétur Hannesson, Sigriður Óiina Haraldsdóttir, Steinn Jónsson Lungnakrabbamein - yfirlitsgrein Orsök lungnakrabbameins má yfirleitt rekja beint til reykinga en erfðaþættir koma einnig við sögu. Einkenni eru oft almenns eðlis, sjúklingar greinast oft seint og 70% eru með meinvörp við greiningu. Orðið hafa framfarir í greiningu sem auðvelda rannsóknir og stigun æxlanna og meðferð hefur því orðið markvissari. 272 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.