Læknablaðið - 15.04.2008, Síða 12
Inngangur
RÆÐIGREINAR
ÝKLALYFJANOTKUN
Tafla I. Fjöldi stofna (%) sem greindust afhverri bakteríutegund eftir aldurshópum, kyni og
uppruna sýna.
Aldurshópar - kyn - sýni E. coli Klebsiella sp. Proteus sp. P. aeruginosa
Alls stofnar 1509 252 126 118
Endurræktanir 94 26 11 13
Stofnar í rannsókn 1415 226 115 105
0-19 ára 189 (13) 9(4) 4(4) 16(15)
20-59 ára 524 (37) 62 (27) 22 (19) 27 (26)
60 ára og eldri 702 (50) 155 (69) 89(77) 62 (59)
Konur 1204 (85) 164(73) 67 (58) 54 (51)
Karlar 211(15) 62 (27) 48 (42) 51 (49)
Þvag 1322 (93) 171 (76) 100 (87) 42 (40)
Blóð 32(2) 7(3) 2(2) 3(3)
Efri öndunarfæri 1 (<1) 2 (<1) 1(1) 3(3)
Neöri öndunarfæri 14 (1) 24 (11) 5(4) 17 (16)
Eyru/augu 2 (<1) 3(1) 2(2) 22 (21)
Sár/ígeröir 17(1) 17(8) 3(3) 16 (15)
Kviöarhol 7 (<1) 0 1(1) 1(1)
Kynfæri 20 (1) 2(<1) 1(1) 1(1)
Tafla II. Fjöldi flúórókínólón-ónæmra stofna af hverri bakteríutegund eftir aidurshóp og
kyni (% ónæmra stofna).
Aldurshópur - kyn E. coli Klebsiella sp. Proteus sp. P. aeruginosa
Alls 91 8 0 5
0-19 ára 5(3) 0(0) 0 0
20-59 ára 25(5) 5(8) 0 1(4)
60 ára og eldri 61(9) 3(2) 0 4(6)
Konur 68(6) 6(4) 0 2(4)
Karlar 23 (11) 2(3) 0 3(6)
Tafla III. Hlutfall fiúórókínóión-ónæmra stofna eftir tegund heilbrigðisstofnunar.
Tegund stofnunar E. coli Klebsiella sp. Proteus sp. P. aeruginosa
Landspítali legudeildir 11% 2% 0% 1%
Landspítali bráðamóttökudeildir 6% 9% 0% 7%
Elliheimili 8% 6% 0% 0%
Læknastofur 5% 11% 0% 0%
Heilsugæslustöövar 5% 0% 0% 0%
Heild 6% 4% 0% 5%
hjá konum en 11% hjá körlum (p=0,015). Hlutfall
flúórókínólón ónæmra E. coli stofna var hæst á
Landspítala og elliheimilum.
Ályktanir: Tíðni flúórókínólón-ónæmis er að auk-
ast á Islandi en er þó enn með því lægsta sem ger-
ist í Evrópu. Tíðnin er hæst í eldri aldurshópum
þar sem flúórókínólón-notkun er mest og mark-
tæk fylgni er á milli notkunar og tíðni ónæmis hjá
E. coli og Enterobacteriaceae. Niðurstöðurnar sýna
mikilvægi þess að flúorókínólónin séu rétt notuð
og að fylgst sé með notkun þeirra og ónæmi fyrir
þeim. Draga þarf úr notkun flúórókínólóna til að
hægja á útbreiðslu ónæmis.
Flúórókínólón eru bakteríudrepandi lyf sem
hindra virkni DNA gyrasa og topoisomerasa IV
ensíma sem í bakteríum stýra breytingum á bygg-
ingu DNA við eftirmyndun og umritun þess.
Með tilkomu flúórókínólóna, á níunda áratugn-
um, komu fram breiðvirk sýklalyf sem verkuðu
bæði á Gram jákvæðar og Gram neikvæðar bakt-
eríur sem og á innanfrumusýkla eins og Legionella
pneumophila og Mycoplasma pneumoniae. Lyfin
eru mikið notuð við meðhöndlun alvarlegra
þvagfærasýkinga af völdum Escherichia coli og má
einnig nota við meðhöndlun annarra sýkinga af
völdum Enterobacteriaceae (1, 2). Cíprófloxacín er
áhrifaríkt við meðhöndlun alvarlegra spítalasýk-
inga meðal annars af völdum Pseudomonas aerug-
inosa (3,4).
Nýrri flúórókínólón, þar á meðal levóflox-
acín, gatifloxacín og moxifloxacín, hafa bætta
virkni gegn Gram jákvæðum bakteríum, svo sem
Streptococcus pneumoniae, þar á meðal penisillín-
ónæmum stofnum og hefur notkun flúóró-
kínólóna víða aukist vegna meðhöndlunar önd-
unarfærasýkinga (5-7).
í ATC flokkunarskrá WHO eru nú 19
flúórókínólón en aðeins tvö þeirra eru á skrá hér á
landi, cíprófloxacín og ófloxacín.
Stöðugri og umtalsverðri aukningu á tíðni
flúórókínólónónæmis hefur verið lýst í Evrópu
á síðustu fimm árum og svipaða sögu er að
segja frá Bandaríkjunum (8-10). The European
Antimicrobial Resistance Surveillance System
(EARSS) heldur skrá yfir tíðni ónæmra stofna í
ífarandi sýkingum (11). f skýrslum EARSS má sjá
að árið 2005 eru enn nokkur lönd sem hefur tekist
að halda tíðni flúórókínólón ónæmra E. coli stofna
við og undir 5% eins og Danmörk (5%), Eistland
(5%), ísland (3%) og Noregur (5%). Á sama tíma
hefur fjöldi þeirra landa þar sem tíðnin er yfir 25%
tvöfaldast á milli áranna 2004 og 2005 en þau eru
sex talsins: Búlgaría (29%), Kýpur (29%), Spánn
(28%), Ítalía (28%), Malta (30%) og Portúgal (29%).
Af 28 löndum sem senda inn tölur sýndu 25 lönd
greinilega aukningu og í 19 löndum var sú til-
hneiging marktæk. Hraði þessarar ónæmismynd-
unar er sá mesti sem sést hefur frá því skráning
hófsthjá EARSS (11).
Þar sem cíprófloxacínnæmi hefur venjulega
eingöngu verið kannað á völdum Enterobacteriaceae
stofnum, það er frá sjúklingum á sjúkrahúsum og
þegar stofnarnir hafa verið ónæmir fyrir fleiri
en tveimur sýklalyfjaflokkum, hefur skort á að
gögn um raunverulega tíðni ónæmis gegn flúóró-
kínólónum lægju fyrir. Því var ákveðið að skoða
næmi fyrir cíprófloxacíni hjá algengustu tegund-
um Enterobacteriaceae og P. aeruginosa sem greind-
280 LÆKNAblaðiö 2008/94