Læknablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINAR
SÝKLALYFJANOTKUN
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Mynd 2. Samanburður á hlutfalli ónæmisfyrir öðrum sýklalyfjum hjá flúórókínólón-næmum
og -ónæmum E. coli.
(AMP=ampicillín, MEL=mecilltnam, AMC=amoxicillín/klavúlansýra, CXM=cefúroxínt, CAZ=ceftazidím, CN=gentamícín,
V/=trímetóprím, SXT=trímetóprím/súlfametoxazól, F=nítrófúrantoin, ClP=cíprófloxacín)
þremur eða færri af þeim sýklalyfjum sem næmi
var prófað fyrir. Af fjölónæmum stofnum (ónæmir
fyrir >3 sýklalyfjaflokkum) voru 88 E. coli , 27
Klebsiella sp., 12 Proteus sp. og einn P. aeruginosa.
Notkun flúórókínólóna og tengsl við tíðni ónæmis
í töflu IV og á myndum 3 og 4 má sjá gögn um
notkun flúórókínólóna (ófloxacin, lómefloxacín,
fleroxacín og cíprófloxacín) á Islandi árin 1998 til
2006 ásamt tíðni ónæmis meðal E. coli, P. aeruginosa
og Enterobacteriaceae (annarra en E. coli, ekki voru
til sundurliðuð gögn eftir tegundum). Marktæk
jákvæð fylgni er á milli flúórókínólón-notkunar
og tíðni ónæmra E. coli og Enterobacteriaceae stofna.
Þegar skoðaðar eru ávísanir á flúórókínólón eftir
aldri kemur í ljós að notkunin er hvað mest hjá 50
ára og eldri sjá mynd 5.
Umræður
Notkun flúórókínólóna hefur aukist um 63% á að-
eins átta árum. Því miður virðist þessi aukning hafa
haft afar slæm áhrif á sýklalyfjanæmi mikilvægra
sýkingarvalda. Frá 1999 hefur tíðni ónæmra E. coli
□ Næmir
■ Onæmir
stofna, sem næmi var kannað hjá, farið úr 1% í 9%.
Fyrir um 10 árum síðan var flúórókínólón ónæmi
nánast óþekkt hjá E. coli á Islandi. Tíðni ónæmra P.
aeruginosa hefur frá 1998 farið úr 2% upp í 9%. Þótt
hlutfall ónæmra stofna meðal allra E. coli stofna
hafi verið 6% er tíðnin 50% hærri þegar litið er
á stærsta sjúklingahópinn, það er 60 ára og eldri
eða, 9% (p<0,001). Kemur það vel heim og saman
við þá staðreynd að í þeim aldurshópi er notkun
flúórókínólóna hvað mest en mun minni í yngri
aldurhópum. Þessum niðurstöðum ber vel saman
við rannsóknir sem hafa sýnt fram á sterk tengsl
flúórókínólón-notkunar og tíðni ónæmis þar sem
fer saman mikil notkun og há tíðni ónæmis (14,
15). Tíðni ónæmis er marktækt hærri hjá körlum
en konum. Það kann að vera vegna þess að sýni
frá sjúklingum með þvagfærasýkingar eru uppi-
staðan í efnivið rannsóknarinnar, en þær eru mun
algengari hjá konum. Þeir karlar sem greinast með
sýkingar eru almennt eldri og ef til vill veikari eða
með undirliggjandi sjúkdóma sem auka líkur á því
að sýkjast af ónæmum stofnum. Tíðni ónæmra E.
coli stofna er hæst á Landspítala og á elliheimilum,
en þar er þrýstingur frá sýklalyfjum líklega einna
mestur ásamt því að þar eru veikustu einstakling-
arnir.
Ætlunin var að kanna flúórókínólón-ónæmi
innan Enterobacteriaceae ættkvíslarinnar, einkum
hjá E. coli. Æskilegt hefði verið að hafa úrtakið
stærra og að það næði yfir lengra tímabil. Með því
hefði verið hægt að fá áreiðanlegri niðurstöður hjá
öðrum tegundum irtnan ættkvíslarinnar. Þar sem
við teljum rannsóknina hafa gefið áreiðanlegar
upplýsingar um E. coli var ákveðið að leggja ekki í
meiri kostnað og vinnu til að fá áreiðanlegri upp-
lýsingar um aðrar tegundir. Hjá Klebsiella sp. var
tíðni ónæmis 4% á heildina en stofnarnir eru fáir
og niðurstöðumar því ekki áreiðanlegar. Enginn
flúórókínólón-ónæmur Proteus stofn fannst á
rannsóknartímanum. Ónæmir Proteus stofnar hafa
þó vissulega fundist hér en á tímabilinu maí 2006
Tafla IV. Notkun flúórókínólóna og tíðni flúórókínólón-ónæmra stofna á árunum 1998 til 2006. Tölur í sviga tákna fjölda næmisprófa.
Ár Notkun DDD'/IOOO íbúa/dag £. coli P. aeruginosa Enterobacteriaceae
1998 0,54 Gögn ekki til 4% (155) Gögn ekki til
1999 0,61 1% (1460) 2% (205) 1% (599)
2000 0,62 1% (1502) 9% (200) 3% (878)
2001 0,71 2% (1439) 13% (235) 3% (702)
2002 0,71 3% (2305) 9% (344) 4% (975)
2003 0,72 3% (2397) 9% (361) 4% (1089)
2004 0,76 4% (2342) 13% (412) 4% (1110)
2005 0,79 5% (2355) 10% (379) 5% (1041)
2006 0,88 9% (2312) 9% (240) 4% (897)
Fylgnistuðull 0,961 (p=<0,001) 0,605 (p=0,084) 0,720 (p=0,044)
'DDD = daily dosis, ráölagður dagskammtur.
282 LÆKNAblaðið 2008/94