Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2008, Page 19

Læknablaðið - 15.04.2008, Page 19
Kristján Guðmundsson1 læknir Þórður Þórkelsson1-2 barnalæknir Gestur Pálsson12 barnalæknir Hörður Bergsteinsson12 barnalæknir Sveinn Kjartansson12 barnalæknir Ásgeir Haraldsson12 barnalæknir Atli Dagbjartsson12 barnalæknir Lykilorð: natríum, fyrirburi, lág fæðingarþyngd. 1 Læknadeild Háskóla íslands, 2 Barnaspítali Hringsins, Landpítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þórður Þórkelsson, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000, bréfsími: 543-3021. thordth@landspitali.is FRÆÐIGREINAR FYRIRBURAR Lág þéttni natríums í sermi fyrirbura Ágrip Markmið: Lág þéttni natríums í sermi fyrirbura getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Því er mikilvægt að þekkja orsakir þessa vandamáls og fyrirbyggja það ef unnt er. Markmið rannsókn- arinnar var að kanna orsakir lágrar þéttni natrí- ums í sermi minnstu fyrirburanna á vökudeild Bamaspítala Hringsins. Tilfelli og aðferðir: Afturskyggn lýsandi rann- sókn á 20 fyrirburum á vökudeild Barnaspítala Hringsins sem fæddust eftir <30 vikna meðgöngu og með fæðingarþyngd <1250g. Upplýsingum var safnað um vökvagjöf, þyngd, natríumgjöf og þéttni natríums í blóði þeirra fyrstu 10 dagana eftir fæðingu. Niðurstöður: Miðgildi meðgöngulengdar barn- anna var 27 vikur (24-29 vikur) og miðgildi fæðingarþyngdar þeirra var 905g (620-1250g). Neikvæð fylgni var milli fæðingarþyngdar og vökvamagns sem gefið var (R2=-0,42; p=0,002). Miðgildi þyngdartaps var 10,6% (3,1-29,5%). Jákvæð fylgni var milli þyngdartaps og vökvagjaf- ar bamanna (R2=0,76; p<0,001). Natríumgjöf var að meðaltali 5,7+3,1 mmól/kg/sólarhring. Miðgildi þéttni natríums í sermi allra barnanna var 137 mmól/L (127-150 mmól/L). Neikvæð fylgni var milli natríumgjafar og þéttni natríums í sermi (R2=-0,42; p<0,001). Ekki var marktæk fylgni milli vökvagjafar og þéttni natríums í sermi (R2=0,006; p=0,7). Neikvæð fylgni var milli fæðingarþyngdar og natríumgjafar (R2=-0,24; p=0,027). Alyktun: Mikil natríumþörf minnstu fyrirbur- anna bendir til þess að lág þéttni natríums í sermi þeirra sé einkum vegna vanþroska nýrna þeirra, sem þekkt er að valda auknu tapi á natríum með þvagi. Inngangur Með framförum í nýburagjörgæslu og fæðingar- hjálp hafa lífslíkur fyrirbura aukist mikið. Meðferð minnstu fyrirburanna fyrstu dagana eftir fæðingu er vandasöm, aðallega vegna vanþroska helstu líffæra þeirra. Þó svo lungnasjúkdómur þeirra sé oftast erfiðastur viðureignar geta aðrir þættir með- ferðar einnig verið vandasamir, svo sem stjórnun vökva- og saltjafnvægis (1). Húð minnstu fyrirbur- Guðmundsson K, Þórkelsson Þ, Pálsson G, Bergsteinsson H, Kjartansson S, Haraldsson Á, Dagbjartsson A Hyponatremia in very low birth weight infants Aim: Hyponatremia can potentially have serious effects in the premature infant, Therefore, it is important to recognize its causes and prevent it if possible. The aim of this study was to evaluate the causes of hyponatremia in very low birht weight (VLBW) infants cared for at the Neonatal Intensive Care Unit (NICU) of Children’s Hospital lceland. Subjects and methods: Retrospective descriptive study of 20 VLBW infants at the NICU of Children’s Hospital lceland, born after <30 weeks gestation with birth weight of <1250 g. Information was obtained on fluid administration, weightloss, sodium adminstration and serum sodium concentrations during their first ten days of life. Results: The median gestational age was 27 weeks (24-29 weeks) and the median birth weight was 905 g (620-1250 g). A negative correlation was found between birth weight and the amount of fluids given (R2=-0.42; p=0.002). The median weight loss was 10,6 % (3.1- 29.5%). A positive correlation was found between weigth loss and the amount of fluids the infants received (R2=0.76; p<0.001). The amount of sodium given was on the average 5.7+3.1 mmól/kg/24 hours. The median serum sodium concentration was 137 mmól/L (127-150 mmól/L). A negative correlation was found between the aomunt of sodium given and serum sodium concentrations (R2=-0.42; p<0.001). There was no correlation between the amount of fluids given and serum sodium concentrations (R2=0.006; p=0.7). A negative correlation was found between birth weight and serum sodium concentrations (R2=-0.24; p=0.027). Conclusion: High sodium requirements in VLBW infants at our hospital suggests that their hyponatremia is mainly due to the immaturity of their kidneys, which is known to result in excessive loss of sodium in the urine. Keywords: Sodium, hyponatremia, premature infants, low birth weight Correspondence: Þórður Þórkelsson thordth@landspitali.is LÆKNAblaðið 2008/94 287

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.